Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2021 09:58 Bóluefni AstraZenica er eitt þeirra bóluefna sem hafa verið notuð í fjöldabólusetningunum hér á landi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Frá þessu segir á vef Danska ríkisútvarpsins. Þar er vísað í tilkynningu frá Dönsku heilbrigðisstofnuninni (d. Sundhedsstyrelsen). Tilkynningar hafi borist um „alvarleg tilfelli blóðtappa“ hjá fólki sem hafi verið bólusett gegn Covid-19 með bóluefni AstraZeneca. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Því hafi verið beint til þeirra sem halda utan um bólusetningar í landinu að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið. Lyfjastofnun landsins muni nú ráðast í gerð nýs mats á efninu. Ekki léttvæg ákvörðun Søren Brostrøm, forstjóri Dönsku heilbrigðisstofnunarinnar, segir það ekki léttvæga ákvörðun að stöðva notkunina á umræddu efni. Danir standi nú í umfangsmestu bólusetningunum í sögu landsins og því sé þörf á öllu því bóluefni sem til boða stendur. En þar sem verið sé að bólusetja svo marga verði að bregðast við þegar tilkynningar um aukaverkanir sem þessar berist. Brostrøm segur þörf á nýju mati áður en hægt sé að hefja notkun á bóluefni AstraZeneca á ný. Brostrøm segir að þeir sem hafi nú þegar fengið fyrri sprautuna af bóluefni AstraZeneca þurfi að bíða eftir seinni sprautunni. Búið sé að aflýsa bólusetningartíma hjá öllum þeim sem áttu að fá bóluefni AstraZeneca, en áfram verði bólusett með öðrum þeim bóluefnum sem í boði eru. Í frétt EuroNews segir að notkun bóluefnis AstraZeneca hafi einnig verið stöðvuð í Austurríki, Lúxemborg, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Frá þessu segir á vef Danska ríkisútvarpsins. Þar er vísað í tilkynningu frá Dönsku heilbrigðisstofnuninni (d. Sundhedsstyrelsen). Tilkynningar hafi borist um „alvarleg tilfelli blóðtappa“ hjá fólki sem hafi verið bólusett gegn Covid-19 með bóluefni AstraZeneca. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Því hafi verið beint til þeirra sem halda utan um bólusetningar í landinu að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið. Lyfjastofnun landsins muni nú ráðast í gerð nýs mats á efninu. Ekki léttvæg ákvörðun Søren Brostrøm, forstjóri Dönsku heilbrigðisstofnunarinnar, segir það ekki léttvæga ákvörðun að stöðva notkunina á umræddu efni. Danir standi nú í umfangsmestu bólusetningunum í sögu landsins og því sé þörf á öllu því bóluefni sem til boða stendur. En þar sem verið sé að bólusetja svo marga verði að bregðast við þegar tilkynningar um aukaverkanir sem þessar berist. Brostrøm segur þörf á nýju mati áður en hægt sé að hefja notkun á bóluefni AstraZeneca á ný. Brostrøm segir að þeir sem hafi nú þegar fengið fyrri sprautuna af bóluefni AstraZeneca þurfi að bíða eftir seinni sprautunni. Búið sé að aflýsa bólusetningartíma hjá öllum þeim sem áttu að fá bóluefni AstraZeneca, en áfram verði bólusett með öðrum þeim bóluefnum sem í boði eru. Í frétt EuroNews segir að notkun bóluefnis AstraZeneca hafi einnig verið stöðvuð í Austurríki, Lúxemborg, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira