Kínverjar ætla að herða tökin á kosningum í Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 12:32 Frá alþýðuþingi Kína í Beijing í dag. Tillagan um að umbylta kosningakerfi Hong Kong var samþykkt mótatkvæðalaust. Tillagan nefndist „föðurlandsvinir stjórna Hong Kong“. Vísir/EPA Kosningakerfi Hong Kong verður umturnað samkvæmt tillögu sem kínverska alþýðuþingið samþykkti í dag. Andstæðingar tillögunnar segja að hún muni í reynd kæfa allt andóf gegn kínverskum stjórnvöldum verði hún að veruleika. Kjörstjórn sem er hliðholl stjórnvöldum í Beijing fengin aukin völd yfir kosningum til þings Hong Kong. Fram að þessu hefur almenningur kosið um helming sjötíu þingmanna þess og þannig hafa lýðræðissinnar átt þar sæti innan um fulltrúa hagsmunaaðila sem hafa í gengum tíðina verið hallir undir Kína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með samþykkt tillögunnar á kínverska þinginu hefst nú vinna við lagasetningu sem gæti tekið gildi í Hong Kong á næstu mánuðum. Samkvæmt þeim tillögum sem hafa verið ræddar fengi kjörstjórnin völd til þess að kanna bakgrunn allra frambjóðenda til þingsins í Hong Kong og velja marga fulltrúana þar. Færri fulltrúar yrðu kjörnir lýðræðislegri kosningu en nú. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í Hong Kong undanfarin misseri. Ný þjóðaröryggislög hafa verið notuð til þess að fangelsa mótmælendur, stjórnarandstæðinga og andófsfólk. Benjamin Hillman, prófessor við Ástralska þjóðarháskólann, segir BBC að tillagan nú sé mesta breytingin á stjórnmálakerfi Hong Kong frá því að Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. „Þessar yfirgripsmiklu breytingar munu draga verulega úr svigrúmi til pólitísks andófs í Hong Kong sem er eina markmið nýju reglnanna,“ segir hann. Hong Kong Kína Tengdar fréttir 47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26 Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Kjörstjórn sem er hliðholl stjórnvöldum í Beijing fengin aukin völd yfir kosningum til þings Hong Kong. Fram að þessu hefur almenningur kosið um helming sjötíu þingmanna þess og þannig hafa lýðræðissinnar átt þar sæti innan um fulltrúa hagsmunaaðila sem hafa í gengum tíðina verið hallir undir Kína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með samþykkt tillögunnar á kínverska þinginu hefst nú vinna við lagasetningu sem gæti tekið gildi í Hong Kong á næstu mánuðum. Samkvæmt þeim tillögum sem hafa verið ræddar fengi kjörstjórnin völd til þess að kanna bakgrunn allra frambjóðenda til þingsins í Hong Kong og velja marga fulltrúana þar. Færri fulltrúar yrðu kjörnir lýðræðislegri kosningu en nú. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í Hong Kong undanfarin misseri. Ný þjóðaröryggislög hafa verið notuð til þess að fangelsa mótmælendur, stjórnarandstæðinga og andófsfólk. Benjamin Hillman, prófessor við Ástralska þjóðarháskólann, segir BBC að tillagan nú sé mesta breytingin á stjórnmálakerfi Hong Kong frá því að Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. „Þessar yfirgripsmiklu breytingar munu draga verulega úr svigrúmi til pólitísks andófs í Hong Kong sem er eina markmið nýju reglnanna,“ segir hann.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir 47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26 Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26
Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18