„Megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2021 09:44 Davíð Snorri Jónasson hefur trú á íslenska liðinu gegn því franska á morgun. getty/Peter Zador Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að ekki megi gleyma því að Ísland eigi enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins. Íslendingar mæta Frökkum í lokaleik sínum í C-riðli EM á morgun. Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leikina en á samt enn möguleika á að komast áfram. Fjórir leikmenn úr U-21 árs hópnum voru kallaðir upp í A-landsliðið í gær. Þrír þeirra, Willum Þór Willumsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Sveinn Aron Guðjohnsen, eru fæddir 1998 og hafa því leikið sinn síðasta leik fyrir U-21 árs liðið. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Davíð ekki líta á leikinn gegn Frökkum á morgun sem eins konar fyrsta skref „næsta“ U-21 árs lið. „Fyrsta skref og ekki fyrsta skref. Við megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika. Við þurfum að nýta allt sem við höfum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi í Györ í Ungverjalandi í dag. „Við erum ekkert að hugsa um næsta lið og ætlum bara að klára þennan glugga hundrað prósent.“ Davíð staðfesti að varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson yrði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 tapinu fyrir Danmörku á sunnudaginn. Róbert Orri Þorkelsson er hins vegar búinn að jafna sig á veikindum og er klár í slaginn. Franska liðið er ógnarsterkt en í því eru leikmenn frá sterkum liðum í Evrópu, eins og Paris Saint-Germain, RB Leipzig, Sevilla, Celtic og Monaco. „Lykilatriðið er að lenda ekki í eltingarleik. Við þurfum vera með þá fyrir framan okkur og neita þeim um svæði. Svo þurfum við að sýna einbeitingu,“ sagði Davíð. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Íslendingar mæta Frökkum í lokaleik sínum í C-riðli EM á morgun. Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leikina en á samt enn möguleika á að komast áfram. Fjórir leikmenn úr U-21 árs hópnum voru kallaðir upp í A-landsliðið í gær. Þrír þeirra, Willum Þór Willumsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Sveinn Aron Guðjohnsen, eru fæddir 1998 og hafa því leikið sinn síðasta leik fyrir U-21 árs liðið. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Davíð ekki líta á leikinn gegn Frökkum á morgun sem eins konar fyrsta skref „næsta“ U-21 árs lið. „Fyrsta skref og ekki fyrsta skref. Við megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika. Við þurfum að nýta allt sem við höfum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi í Györ í Ungverjalandi í dag. „Við erum ekkert að hugsa um næsta lið og ætlum bara að klára þennan glugga hundrað prósent.“ Davíð staðfesti að varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson yrði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 tapinu fyrir Danmörku á sunnudaginn. Róbert Orri Þorkelsson er hins vegar búinn að jafna sig á veikindum og er klár í slaginn. Franska liðið er ógnarsterkt en í því eru leikmenn frá sterkum liðum í Evrópu, eins og Paris Saint-Germain, RB Leipzig, Sevilla, Celtic og Monaco. „Lykilatriðið er að lenda ekki í eltingarleik. Við þurfum vera með þá fyrir framan okkur og neita þeim um svæði. Svo þurfum við að sýna einbeitingu,“ sagði Davíð. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira