Ekki útilokað að færslur á Reykjanesskaga valdi spennubreytingum í Þrengslunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2021 12:26 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, á gossvæðinu í Geldingadölum. Hún segir ekki hægt að útiloka að þær miklu færslur sem hafa orðið á Reykjanesskaganum síðustu vikur geti valdið spennubreytingum á mjög stóru svæði, þar með talið í Þrengslunum. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir aukna jarðskjálftavirkni í Þrengslunum í gær að öllum líkindum hluta af hefðbundinni skjálftavirkni á svæðinu. Ekki séu vísbendingar um að einhverjar nýjar jarðhræringar séu að hefjast þar, til dæmis sýni GPS-mælingar enga aflögun, en ekki sé þó hægt að útiloka að þær miklu færslur sem hafi orðið á Reykjanesskaganum undanfarinn mánuð valdi spennubreytingum á mjög stóru svæði, þar með talið í Þrengslunum. Þetta kom fram í máli Kristínar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi eldgosið í Geldingadölum en líka aukna skjálftavirkni í Þrengslunum sem fjallað var um í gær. „Við erum búin að vera að skoða þessa skjálfta og velta fyrir okkur ýmsum möguleikum. Er til dæmis hugsanlegt að vinnslan á Hellisheiði hafi eitthvað með þetta að gera? Við erum búin að útiloka það, það er engin niðurdæling á svæðinu, það virðist ekki vera sem spennubreytingar í tengslum við vinnsluna valdi þessum skjálftum þannig að við erum búin að útiloka það,“ sagði Kristín. GPS-mælingar á svæðinu sýni enga aflögun, eins og áður var nefnt, og þá sé farið í að skoða söguna. „Hvað vitum við um skjálftavirkni á svæðinu? Það hafa verið svipaðar hrinur þarna áður. 2018 varð mjög svipuð hrina en bara aðeins vestar þannig að ég held að við verðum að afskrifa þetta sem hluta af hefðbundinni skjálftavirkni á svæðinu. Það er samt ekkert útilokað að þessar miklu færslur sem hafa orðið á Reykjanesskaganum í tengslum við þessa gangamyndun, að þær valdi spennubreytingum á mjög stóru svæði. Þannig að það er ekki hægt að útiloka það að þær séu að valda spennubreytingum svona langt frá,“ sagði Kristín í Bítinu en hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Ekki séu vísbendingar um að einhverjar nýjar jarðhræringar séu að hefjast þar, til dæmis sýni GPS-mælingar enga aflögun, en ekki sé þó hægt að útiloka að þær miklu færslur sem hafi orðið á Reykjanesskaganum undanfarinn mánuð valdi spennubreytingum á mjög stóru svæði, þar með talið í Þrengslunum. Þetta kom fram í máli Kristínar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi eldgosið í Geldingadölum en líka aukna skjálftavirkni í Þrengslunum sem fjallað var um í gær. „Við erum búin að vera að skoða þessa skjálfta og velta fyrir okkur ýmsum möguleikum. Er til dæmis hugsanlegt að vinnslan á Hellisheiði hafi eitthvað með þetta að gera? Við erum búin að útiloka það, það er engin niðurdæling á svæðinu, það virðist ekki vera sem spennubreytingar í tengslum við vinnsluna valdi þessum skjálftum þannig að við erum búin að útiloka það,“ sagði Kristín. GPS-mælingar á svæðinu sýni enga aflögun, eins og áður var nefnt, og þá sé farið í að skoða söguna. „Hvað vitum við um skjálftavirkni á svæðinu? Það hafa verið svipaðar hrinur þarna áður. 2018 varð mjög svipuð hrina en bara aðeins vestar þannig að ég held að við verðum að afskrifa þetta sem hluta af hefðbundinni skjálftavirkni á svæðinu. Það er samt ekkert útilokað að þessar miklu færslur sem hafa orðið á Reykjanesskaganum í tengslum við þessa gangamyndun, að þær valdi spennubreytingum á mjög stóru svæði. Þannig að það er ekki hægt að útiloka það að þær séu að valda spennubreytingum svona langt frá,“ sagði Kristín í Bítinu en hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira