Fólk á gosstöðvunum fram á nótt og óljóst hvenær verður opnað í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 31. mars 2021 06:46 Þessi mynd er tekin á gosstöðvunum í gærkvöldi en á henni má sjá glitta í höfuðljós fjölda þeirra sem lögðu leið sína á svæðið. Vísir/Vilhelm Fólk var á gosstöðvunum fram á nótt og voru síðustu gestirnir ekki farnir af svæðinu fyrr en um tvöleytið að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er óljóst hvenær gossvæðið verður opnað í dag en líkt og í fyrrakvöld var því lokað á miðnætti og hófst þá rýming. Gríðarleg ásókn var á gosstöðvarnar í gær og á endanum var gripið til þess ráðs að loka svæðinu fyrir bílaumferð þar sem allt var orðið fullt á stæðunum sem útbúin hafa verið. Nokkuð var þó um að fólk léti það ekki stoppa sig og gengu menn þess í stað frá Grindavík eftir Suðurstrandavegi. Lögreglan segir í samtali við fréttastofu að ætli menn sér að gera slíkt verði fólk að átta sig á því að þá er verið að bæta 16 kílómetrum við gönguna, en um átta kílómetrar eru frá Grindavík og að uppgönguleiðinni að gosinu. Nokkuð hafi verið um illa búið fólk og áréttar lögregla mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki ætli það sér að ganga frá Grindavík, því mikið hafi verið um dökkklætt fólk í vegarkantinum á Suðurstrandarvegi í gærkvöldi og í nótt. Allt hafi þó gengið stórslysalaust fyrir sig og stendur til að funda um framhaldið með morgninum. Því er enn óljóst hvenær gönguleiðin verður opnuð í dag. Lítið er svo að frétta af gosinu sjálfu annað en að það staðan er svipuð. Hraunrennsli virðist svipað og verið hefur og skjálftavirkni er ekki mikil á svæðinu samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. Samkvæmt gasmengunarspá sem birt er á vef Veðurstofunnar er spáð vestlægri og suðvestlægri átt nú fyrir hádegi. Mengunina mun því leggja yfir byggð bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á Suðurlandi. Undir kvöld er svo spáð vestanátt og verður þá mun minni mengun á höfuðborgarsvæðinu en áfram er líklegt að brennisteinslyktar verði vart á Suðurlandi, það er í Þorlákshöfn, Hveragerði, á Selfossi og í uppsveitum þar norðan af. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Gríðarleg ásókn var á gosstöðvarnar í gær og á endanum var gripið til þess ráðs að loka svæðinu fyrir bílaumferð þar sem allt var orðið fullt á stæðunum sem útbúin hafa verið. Nokkuð var þó um að fólk léti það ekki stoppa sig og gengu menn þess í stað frá Grindavík eftir Suðurstrandavegi. Lögreglan segir í samtali við fréttastofu að ætli menn sér að gera slíkt verði fólk að átta sig á því að þá er verið að bæta 16 kílómetrum við gönguna, en um átta kílómetrar eru frá Grindavík og að uppgönguleiðinni að gosinu. Nokkuð hafi verið um illa búið fólk og áréttar lögregla mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki ætli það sér að ganga frá Grindavík, því mikið hafi verið um dökkklætt fólk í vegarkantinum á Suðurstrandarvegi í gærkvöldi og í nótt. Allt hafi þó gengið stórslysalaust fyrir sig og stendur til að funda um framhaldið með morgninum. Því er enn óljóst hvenær gönguleiðin verður opnuð í dag. Lítið er svo að frétta af gosinu sjálfu annað en að það staðan er svipuð. Hraunrennsli virðist svipað og verið hefur og skjálftavirkni er ekki mikil á svæðinu samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. Samkvæmt gasmengunarspá sem birt er á vef Veðurstofunnar er spáð vestlægri og suðvestlægri átt nú fyrir hádegi. Mengunina mun því leggja yfir byggð bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á Suðurlandi. Undir kvöld er svo spáð vestanátt og verður þá mun minni mengun á höfuðborgarsvæðinu en áfram er líklegt að brennisteinslyktar verði vart á Suðurlandi, það er í Þorlákshöfn, Hveragerði, á Selfossi og í uppsveitum þar norðan af.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira