Líkja faraldrinum í Brasilíu við „líffræðilegt Fukushima“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 23:49 Aðstandendur konu sem lést úr Covid-19 syrgja hana í kirkjugarði í Río de Janeiro. Brasilíumenn falla nú í hrönnum af völdum veirunnar. Vísir/EPA Útlit er nú fyrir að Brasilía gæti tekið fram úr Bandaríkjunum sem það ríki þar sem flestir hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Brasilískur læknir líkir ástandinu í heimalandi sínu við kjarnaofn sem bræðir úr sér. Fjöldi dauðsfalla á einum degi fór í fyrsta skipti yfir fjögur þúsund manns samkvæmt opinberum tölum í Brasilíu í dag. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt á heljaþröm vegna álagsins. Hröð fjölgun smita þýðir að mannskaðinn gæti farið fram úr meti sem var sett í Bandaríkjunum í janúar. Þrátt fyrir að íbúafjöldi í Brasilíu sé aðeins tveir þriðju af íbúafjölda Bandaríkjanna segja sérfræðingar við Reuters-fréttastofuna að Suður-Ameríkulandið gæti tekið fram úr í fjölda dauðsfalla von bráðar. Nú þegar hafa 337.000 manns látið lífið í Brasilíu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa, um 555.000 manns. „Þetta er kjarnaofn sem hefur komið af stað keðjuverkun og er stjórnlaus. Þetta er líffræðilegt Fukushima,“ segir Miguel Nicolelis, brasilískur læknir og prófessor við Duke-háskóla í Bandaríkjunum, við Reuters. Vísar hann þar til kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan eftir náttúruhamfararnir miklu árið 2011 sem Japanir súpa enn seyði af áratug síðar. Met hafa verið slegin um daglegan fjölda dauðsfalla í Brasilíu í hverri viku frá því í febrúar. Nýtt og meira smitandi afbrigði sem er nú kennt við Brasilíu hefur farið sem eldur í sinu um samfélagið. Slakar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og almennings hafa lítið gert til að hefta útbreiðsluna. Reuters segir að eitt af hverjum fjórum dauðsföllum í kórónuveirufaraldrinum í heiminum verði nú í Brasilíu. Horfur eru á því að Brasilía taki fram úr Bandaríkjunum í sjö daga meðaltali dauðsfalla strax í næstu viku. Mest létust 3.285 manns á daga á sjö daga tímabili í Bandaríkjunum í janúar. Bolsonaro forseti hefur persónulega tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnar sinnar.AP/Eraldo Peres Ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta hefur að miklu leyti verið í afneitun og hann hefur farið í gegnum heilbrigðisráðherra eins og óhreina sokka á undanförnum misserum. Bolsonaro hefur jafnframt grafið undan þeim ámátlegu sóttvarnaaðgerðum brasilískra stjórnvalda, þar á meðal grímunotkun almennings og samkomutakmörkunum. Brasilískir embættismenn halda því enn fram að líf gæti færst aftur í eðlilegri horfur strax á næstu mánuðum á sama tíma og smituðum og látnum fjölgar ört. AP-fréttastofan segir að fjöldi ríkisstjóra, borgarstjóra og dómara slaki nú á aðgerðum þrátt fyrir að heilbrigðiskerfið sé þegar sprungið víða um landið. „Borarstjórum og ríkisstjórum er pólitískt bannað að herða á félagsforðunaraðgerðum vegna þess að þeir vita að stuðningsmenn forsetans, þar á meðal leiðtogar atvinnulífsins, munu skemma fyrir þeim,“ segir Miguel Lago, forstjóri rannsóknastofnunar í heilbrigðismálum sem veitir opinberum heilbrigðisstarfsmönnum ráðgjöf. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fjöldi dauðsfalla á einum degi fór í fyrsta skipti yfir fjögur þúsund manns samkvæmt opinberum tölum í Brasilíu í dag. Heilbrigðiskerfi landsins er sagt á heljaþröm vegna álagsins. Hröð fjölgun smita þýðir að mannskaðinn gæti farið fram úr meti sem var sett í Bandaríkjunum í janúar. Þrátt fyrir að íbúafjöldi í Brasilíu sé aðeins tveir þriðju af íbúafjölda Bandaríkjanna segja sérfræðingar við Reuters-fréttastofuna að Suður-Ameríkulandið gæti tekið fram úr í fjölda dauðsfalla von bráðar. Nú þegar hafa 337.000 manns látið lífið í Brasilíu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa, um 555.000 manns. „Þetta er kjarnaofn sem hefur komið af stað keðjuverkun og er stjórnlaus. Þetta er líffræðilegt Fukushima,“ segir Miguel Nicolelis, brasilískur læknir og prófessor við Duke-háskóla í Bandaríkjunum, við Reuters. Vísar hann þar til kjarnorkuslyssins í Fukushima í Japan eftir náttúruhamfararnir miklu árið 2011 sem Japanir súpa enn seyði af áratug síðar. Met hafa verið slegin um daglegan fjölda dauðsfalla í Brasilíu í hverri viku frá því í febrúar. Nýtt og meira smitandi afbrigði sem er nú kennt við Brasilíu hefur farið sem eldur í sinu um samfélagið. Slakar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda og almennings hafa lítið gert til að hefta útbreiðsluna. Reuters segir að eitt af hverjum fjórum dauðsföllum í kórónuveirufaraldrinum í heiminum verði nú í Brasilíu. Horfur eru á því að Brasilía taki fram úr Bandaríkjunum í sjö daga meðaltali dauðsfalla strax í næstu viku. Mest létust 3.285 manns á daga á sjö daga tímabili í Bandaríkjunum í janúar. Bolsonaro forseti hefur persónulega tekið þátt í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnar sinnar.AP/Eraldo Peres Ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta hefur að miklu leyti verið í afneitun og hann hefur farið í gegnum heilbrigðisráðherra eins og óhreina sokka á undanförnum misserum. Bolsonaro hefur jafnframt grafið undan þeim ámátlegu sóttvarnaaðgerðum brasilískra stjórnvalda, þar á meðal grímunotkun almennings og samkomutakmörkunum. Brasilískir embættismenn halda því enn fram að líf gæti færst aftur í eðlilegri horfur strax á næstu mánuðum á sama tíma og smituðum og látnum fjölgar ört. AP-fréttastofan segir að fjöldi ríkisstjóra, borgarstjóra og dómara slaki nú á aðgerðum þrátt fyrir að heilbrigðiskerfið sé þegar sprungið víða um landið. „Borarstjórum og ríkisstjórum er pólitískt bannað að herða á félagsforðunaraðgerðum vegna þess að þeir vita að stuðningsmenn forsetans, þar á meðal leiðtogar atvinnulífsins, munu skemma fyrir þeim,“ segir Miguel Lago, forstjóri rannsóknastofnunar í heilbrigðismálum sem veitir opinberum heilbrigðisstarfsmönnum ráðgjöf.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira