Guðlaugur Þór áréttaði mikilvægi einkageirans á fundi Alþjóðabankans Heimsljós 8. apríl 2021 09:13 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra lagði sérstaka áherslu á mikilvægi þess að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í þróunarlöndunum. Framþróun einkageirans og græn uppbygging í þróunarlöndum voru helsta umfjöllunarefnið á ráðherrafundi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum sem fram fór í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra lagði þar sérstaka áherslu á mikilvægi þess að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í þróunarlöndunum og að viðspyrnuaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins nái til kvenna. Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstakur gestur fundarins var Makhtar Diop, nýr framkvæmdastjóri Alþjóðalánastofnunarinnar (IFC) en hann tók við stöðunni í byrjun mars á þessu ári. Fundarstjórn var í höndum Geirs H. Haarde, aðalfulltrúa ríkjanna átta í stjórn Alþjóðabankans, en Ísland leiðir nú kjördæmastarfið. Á fundinum ræddu Diop og ráðherrarnir meðal annars um framtíðarsýn IFC og áskoranir og tækifæri fram undan í tengslum við helstu áherslur kjördæmisins. „Mikilvægi einkageirans í grænni enduruppbyggingu í þróunarlöndum verður seint ofmetið. Í því sambandi er stuðningur við lítil og meðalstór fyrirtæki sérstaklega aðkallandi, þar sem slík fyrirtæki sjá stórum hluta íbúa í lágtekjuríkjum fyrir atvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Á fundinum hvatti ráðherra IFC jafnframt til góðra verka á sviði jafnréttismála í öllum fjárfestingum og verkefnum sínum. „Ég áréttaði sérstaklega þýðingu þess að viðbragðsaðgerðir stofnunarinnar vegna heimsfaraldursins nái til kvenna en hann hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á lífsafkomu þeirra,“ segir Guðlaugur Þór. Þá vakti ráðherra athygli á tækifærum sem felast í „bláa“ hagkerfinu og möguleikum þess að skapa störf í geirum sem tengjast hafinu og hlutverk IFC í því samhengi. Að lokum kom hann inn á mikilvægi einkageirans í orkuskiptum þróunarlanda og undirstrikaði mikilvægi hreinna og sjálfbærra orkugjafa s.s. jarðhita og vatnsafl og hvatti IFC til að taka virkan þátt í verkefnum á þessu sviði. Kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá bankanum hefur talað fyrir mikilvægi þess að IFC auki fjárfestingar sínar í fátækustu ríkjum heims sem og að allar fjárfestingar og verkefni styðji við ný störf og auknar fjárfestingar einkageirans í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Umræður fundarins sneru sérstaklega að því hvernig IFC geti stuðlað að fjárfestingum til að tryggja græna og bætta enduruppbyggingu eftir COVID-19. IFC er sú stofnun Alþjóðabankasamsteypunnar sem styður við framþróun einkageirans í þróunarlöndum, t.d. með ráðgjöf, lánveitingum til fjárfesta og með hlutafé. Hlutverk IFC er fyrst og fremst að styðja við verkefni sem hafa gildi fyrir efnahags- og félagslega framþróun í hlutaðeigandi landi sem einkageirinn hefur ekki sýnt áhuga eða talið of áhættusöm, en fjárfestingar einkafyrirtækja í fátækustu og óstöðugustu ríkjunum er mikil áskorun, ekki síst í ríkjum þar sem innviðir og stjórnarfar er veikt. Þá gegnir IFC mikilvægu hlutverki í COVID-19 viðbragðsaðgerðum Alþjóðabankans. Í upphafi faraldursins tilkynnti stofnunin að hún myndi setja átta milljarða Bandaríkjadala í aðgerðir til að styðja við einkageirann í þróunarlöndum, m.a. með því að standa vörð um og skapa ný störf þar sem opinbert þróunarfé er langt frá því að vera nægilegt til að mæta þeim efnahagslegu áskorunum sem þróunarlönd standa frammi fyrir. IFC hefur einnig sett fjóra milljarða Bandaríkjadala í sérstaka fjármögnunarleið (e. Global Health Platform) sem ætlað er að styðja við aukið framboð á lækningatækjum og -búnaði ásamt því að efla staðbundna framleiðslugetu í þróunarlöndum, m.a. á bóluefnum. Í tengslum við ársfundina eru fjórir meginviðburðir opnir fyrir almenning og er hægt nálgast frekari upplýsingar um þá hér: https://live.worldbank.org/ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent
Framþróun einkageirans og græn uppbygging í þróunarlöndum voru helsta umfjöllunarefnið á ráðherrafundi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum sem fram fór í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra lagði þar sérstaka áherslu á mikilvægi þess að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í þróunarlöndunum og að viðspyrnuaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins nái til kvenna. Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstakur gestur fundarins var Makhtar Diop, nýr framkvæmdastjóri Alþjóðalánastofnunarinnar (IFC) en hann tók við stöðunni í byrjun mars á þessu ári. Fundarstjórn var í höndum Geirs H. Haarde, aðalfulltrúa ríkjanna átta í stjórn Alþjóðabankans, en Ísland leiðir nú kjördæmastarfið. Á fundinum ræddu Diop og ráðherrarnir meðal annars um framtíðarsýn IFC og áskoranir og tækifæri fram undan í tengslum við helstu áherslur kjördæmisins. „Mikilvægi einkageirans í grænni enduruppbyggingu í þróunarlöndum verður seint ofmetið. Í því sambandi er stuðningur við lítil og meðalstór fyrirtæki sérstaklega aðkallandi, þar sem slík fyrirtæki sjá stórum hluta íbúa í lágtekjuríkjum fyrir atvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Á fundinum hvatti ráðherra IFC jafnframt til góðra verka á sviði jafnréttismála í öllum fjárfestingum og verkefnum sínum. „Ég áréttaði sérstaklega þýðingu þess að viðbragðsaðgerðir stofnunarinnar vegna heimsfaraldursins nái til kvenna en hann hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á lífsafkomu þeirra,“ segir Guðlaugur Þór. Þá vakti ráðherra athygli á tækifærum sem felast í „bláa“ hagkerfinu og möguleikum þess að skapa störf í geirum sem tengjast hafinu og hlutverk IFC í því samhengi. Að lokum kom hann inn á mikilvægi einkageirans í orkuskiptum þróunarlanda og undirstrikaði mikilvægi hreinna og sjálfbærra orkugjafa s.s. jarðhita og vatnsafl og hvatti IFC til að taka virkan þátt í verkefnum á þessu sviði. Kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá bankanum hefur talað fyrir mikilvægi þess að IFC auki fjárfestingar sínar í fátækustu ríkjum heims sem og að allar fjárfestingar og verkefni styðji við ný störf og auknar fjárfestingar einkageirans í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Umræður fundarins sneru sérstaklega að því hvernig IFC geti stuðlað að fjárfestingum til að tryggja græna og bætta enduruppbyggingu eftir COVID-19. IFC er sú stofnun Alþjóðabankasamsteypunnar sem styður við framþróun einkageirans í þróunarlöndum, t.d. með ráðgjöf, lánveitingum til fjárfesta og með hlutafé. Hlutverk IFC er fyrst og fremst að styðja við verkefni sem hafa gildi fyrir efnahags- og félagslega framþróun í hlutaðeigandi landi sem einkageirinn hefur ekki sýnt áhuga eða talið of áhættusöm, en fjárfestingar einkafyrirtækja í fátækustu og óstöðugustu ríkjunum er mikil áskorun, ekki síst í ríkjum þar sem innviðir og stjórnarfar er veikt. Þá gegnir IFC mikilvægu hlutverki í COVID-19 viðbragðsaðgerðum Alþjóðabankans. Í upphafi faraldursins tilkynnti stofnunin að hún myndi setja átta milljarða Bandaríkjadala í aðgerðir til að styðja við einkageirann í þróunarlöndum, m.a. með því að standa vörð um og skapa ný störf þar sem opinbert þróunarfé er langt frá því að vera nægilegt til að mæta þeim efnahagslegu áskorunum sem þróunarlönd standa frammi fyrir. IFC hefur einnig sett fjóra milljarða Bandaríkjadala í sérstaka fjármögnunarleið (e. Global Health Platform) sem ætlað er að styðja við aukið framboð á lækningatækjum og -búnaði ásamt því að efla staðbundna framleiðslugetu í þróunarlöndum, m.a. á bóluefnum. Í tengslum við ársfundina eru fjórir meginviðburðir opnir fyrir almenning og er hægt nálgast frekari upplýsingar um þá hér: https://live.worldbank.org/ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent