Svartur svanur: Hvenær öðlumst við eðlilegt líf? Sigurður Páll Jónsson skrifar 10. apríl 2021 10:00 Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir. Svartur svanur Nú, rúmu ári eftir að kórónuveiran lagði heiminn að fótum sér, verður spurningin, hvenær verður lífið aftur eðlilegt?, æ háværari. Til tilbreytingar fór að gjósa á Reykjanesi, eftir um 800 ára hlé, sem vissulega dreifir huganum og rifjar upp eldgosið í Eyjafjallajökli skömmu eftir efnahagshrunið. Þeir atburðir urðu meðal annars til þess að beina kastljósi heimsfjölmiðla að Íslandi. Er hægt að svara spurningum um hvað sé eðlilegt?, hvað sé fordæmalaust? Getum við staðið frammi fyrir náttúruöflunum og krafist eðlilegs lífs? Sumum þykja slíkar kröfur ekki sjálfssagðar. Svartur svanur Í þessum heimsfaraldri hafa skoðanakannanir vítt og breytt sýnt að ríkisstjórnir hafa aukið fylgi sitt á meðan fylgi minnihluta minnkar. Þetta á við hér á Íslandi líka, þó að ríkisstjórnarflokkarnir hver og einn missi fylgi. Svartur svanur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að hann geti alveg hugsað sér að starfa með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn, þeim gangi svo vel að vinna saman. Sé litið á nokkur mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu kjörtímabili mætti halda að næðist um þau sátt innan þriggja eðlisólíkra flokka væri um „black swan event“ að ræða. Fjölmiðlafrumvarpið hefur ekki verið í breiðri sátt innan ríkisstjórnarinnar, helst hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft út á það að setja. Frumvarp um Hálendiþjóðgarð sem umhverfisráðherra sagði þó í framsöguræðu sinni að væri unnið í breiðri sátt. Forseti Alþingis sagði í stuttri ræðu sinni sem óbreyttur þingmaður, aðeins einhver ,,grenjandi minnihluti“ væri á móti þessu vel unna máli. Þrátt fyrir þessar ræður mættu fulltrúar hinna ríkisstjórnarflokkana í ræðustól Alþingis með fangið fullt af fyrirvörum um frumvarpið. Þingsályktun um rammaáætlun virkjanakosta er í uppnámi en um hana er alls ekki sátt innan ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnarskrármálið sem forsætisráðherra hefur mælti fyrir í vetur er ríkisstjórnarflokkunum þungt í skauti, svo ekki sé meira sagt. Tvö frumvörp sem Sjávarútvegsráðherra mælti fyrir í vetur um grásleppu, hryggleysingja og sandkola og frumvarp um atvinnu og byggðakvóta (5,3%) aflahlutdeildir. Bæði þessi mál eru ekki á dagskrá lengur inn í atvinnuveganefnd vegna ágreinings um þau innan ríkistjórnarflokkana. Áfram mætti telja upp mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á erfitt að vera sammála um, þó formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson opni helst ekki munninn án þess að segjast vilja vera áfram með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn. Spurningin um, hvenær verður lífið aftur eðlilegt, lifir því góðu lífi eitthvað áfram. Hvað pólitíkina áhrærir er rétt að minna á að fylgi ríkisstjórnarflokkana á Íslandi er vegna þess að sóttvarnaryfirvöld hafa staðið sig býsna vel í baráttunni við kórónuveiruna og ríkisstjórnin haft gæfu til að fylgja þeirra ráðum. Það gæti farið svo að skilgreina yrði röð afar ólíklegra atburða í stjórnmálum með heiti, dettur mér helst í hug SVARTUR STRÚTUR. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir. Svartur svanur Nú, rúmu ári eftir að kórónuveiran lagði heiminn að fótum sér, verður spurningin, hvenær verður lífið aftur eðlilegt?, æ háværari. Til tilbreytingar fór að gjósa á Reykjanesi, eftir um 800 ára hlé, sem vissulega dreifir huganum og rifjar upp eldgosið í Eyjafjallajökli skömmu eftir efnahagshrunið. Þeir atburðir urðu meðal annars til þess að beina kastljósi heimsfjölmiðla að Íslandi. Er hægt að svara spurningum um hvað sé eðlilegt?, hvað sé fordæmalaust? Getum við staðið frammi fyrir náttúruöflunum og krafist eðlilegs lífs? Sumum þykja slíkar kröfur ekki sjálfssagðar. Svartur svanur Í þessum heimsfaraldri hafa skoðanakannanir vítt og breytt sýnt að ríkisstjórnir hafa aukið fylgi sitt á meðan fylgi minnihluta minnkar. Þetta á við hér á Íslandi líka, þó að ríkisstjórnarflokkarnir hver og einn missi fylgi. Svartur svanur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að hann geti alveg hugsað sér að starfa með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn, þeim gangi svo vel að vinna saman. Sé litið á nokkur mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu kjörtímabili mætti halda að næðist um þau sátt innan þriggja eðlisólíkra flokka væri um „black swan event“ að ræða. Fjölmiðlafrumvarpið hefur ekki verið í breiðri sátt innan ríkisstjórnarinnar, helst hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft út á það að setja. Frumvarp um Hálendiþjóðgarð sem umhverfisráðherra sagði þó í framsöguræðu sinni að væri unnið í breiðri sátt. Forseti Alþingis sagði í stuttri ræðu sinni sem óbreyttur þingmaður, aðeins einhver ,,grenjandi minnihluti“ væri á móti þessu vel unna máli. Þrátt fyrir þessar ræður mættu fulltrúar hinna ríkisstjórnarflokkana í ræðustól Alþingis með fangið fullt af fyrirvörum um frumvarpið. Þingsályktun um rammaáætlun virkjanakosta er í uppnámi en um hana er alls ekki sátt innan ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnarskrármálið sem forsætisráðherra hefur mælti fyrir í vetur er ríkisstjórnarflokkunum þungt í skauti, svo ekki sé meira sagt. Tvö frumvörp sem Sjávarútvegsráðherra mælti fyrir í vetur um grásleppu, hryggleysingja og sandkola og frumvarp um atvinnu og byggðakvóta (5,3%) aflahlutdeildir. Bæði þessi mál eru ekki á dagskrá lengur inn í atvinnuveganefnd vegna ágreinings um þau innan ríkistjórnarflokkana. Áfram mætti telja upp mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á erfitt að vera sammála um, þó formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson opni helst ekki munninn án þess að segjast vilja vera áfram með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn. Spurningin um, hvenær verður lífið aftur eðlilegt, lifir því góðu lífi eitthvað áfram. Hvað pólitíkina áhrærir er rétt að minna á að fylgi ríkisstjórnarflokkana á Íslandi er vegna þess að sóttvarnaryfirvöld hafa staðið sig býsna vel í baráttunni við kórónuveiruna og ríkisstjórnin haft gæfu til að fylgja þeirra ráðum. Það gæti farið svo að skilgreina yrði röð afar ólíklegra atburða í stjórnmálum með heiti, dettur mér helst í hug SVARTUR STRÚTUR. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun