Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 11:29 Íbúar í Mumbaí búa sig undir strangar sóttvarnaaðgerðir sem hefjast í kvöld. AP/Rafiq Maqbool Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. Yfirvöld Indlands opinberuðu í gær að 184.372 greinst með Covid-19 og hefur fjöldi nýsmitaðra ekki verið hærri frá því faraldur nýju kórónuveirunnar hóst, samkvæmt frétt BBC. Í heildina hafa tæplega fjórtán milljónir Indverja smitast af Covid-19 og rúmlega 170 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Mikið álag er á sjúkrahúsum á í Mumbaí, Nýju Delí og öðrum stórum borgum landsins. BBC segir fregnir hafa borist af skorti á lyfjum og súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið er hvað verst í Maharashtra-héraði og í kvöld hefst fimmtán daga samkomubann þar. Hér má sjá skjáskot af vef Johns Hopkins háskólans sem sýnir hvernig nýsmituðum hefur fjölgað undanfarið. Gögn háskólans byggja á opinberum tölum. Í frétt Financial Times segir að Indverjar hafi bólusett tæplega átta af hverjum hundrað íbúum landsins með minnst einum skammti bóluefnis. Það er þrátt fyrir að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir á Indlandi á hverjum degi. Þeir skammtar eru að mestu sendir úr landi. Útflutningur bóluefna og skortur á Indlandi hefur valdið mikilli reiði meðal íbúa. Ráðamenn á Indlandi veittu nýverið bóluefni Rússa, Spútnik V, neyðarsamþykkt til notkunar þar í landi. Þannig er bæði leyfilegt að framleiða bóluefnið á Indlandi og flytja inn skammta. Einnig hafa bóluefni sem þegar er búið að samþykkja í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu og Japan fengið leyfi til notkunar og framleiðslu. FT segir markmiðið að auka framboð bóluefna fyrir Indverja. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja það þó ólíklegt. Rússar hafa samið við minnst fimm fyrirtæki á Indlandi um að framleiða samanlagt um 850 milljónir skammta af Spútnik V á ári. Þar af eru þó eingöngu hundrað milljónir skammta til notkunar á Indlandi. Restin fer til þeirra minnst 58 ríkja sem hafa pantað skammta af bóluefninu rússneska. Þá þykir líklegt að fyrirtækin fimm muni þurfa nokkurn tíma til að koma framleiðslunni af stað, sérstaklega þar sem þau hafi takmarkaða reynslu af framleiðslu bóluefna. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Yfirvöld Indlands opinberuðu í gær að 184.372 greinst með Covid-19 og hefur fjöldi nýsmitaðra ekki verið hærri frá því faraldur nýju kórónuveirunnar hóst, samkvæmt frétt BBC. Í heildina hafa tæplega fjórtán milljónir Indverja smitast af Covid-19 og rúmlega 170 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Mikið álag er á sjúkrahúsum á í Mumbaí, Nýju Delí og öðrum stórum borgum landsins. BBC segir fregnir hafa borist af skorti á lyfjum og súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið er hvað verst í Maharashtra-héraði og í kvöld hefst fimmtán daga samkomubann þar. Hér má sjá skjáskot af vef Johns Hopkins háskólans sem sýnir hvernig nýsmituðum hefur fjölgað undanfarið. Gögn háskólans byggja á opinberum tölum. Í frétt Financial Times segir að Indverjar hafi bólusett tæplega átta af hverjum hundrað íbúum landsins með minnst einum skammti bóluefnis. Það er þrátt fyrir að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir á Indlandi á hverjum degi. Þeir skammtar eru að mestu sendir úr landi. Útflutningur bóluefna og skortur á Indlandi hefur valdið mikilli reiði meðal íbúa. Ráðamenn á Indlandi veittu nýverið bóluefni Rússa, Spútnik V, neyðarsamþykkt til notkunar þar í landi. Þannig er bæði leyfilegt að framleiða bóluefnið á Indlandi og flytja inn skammta. Einnig hafa bóluefni sem þegar er búið að samþykkja í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu og Japan fengið leyfi til notkunar og framleiðslu. FT segir markmiðið að auka framboð bóluefna fyrir Indverja. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja það þó ólíklegt. Rússar hafa samið við minnst fimm fyrirtæki á Indlandi um að framleiða samanlagt um 850 milljónir skammta af Spútnik V á ári. Þar af eru þó eingöngu hundrað milljónir skammta til notkunar á Indlandi. Restin fer til þeirra minnst 58 ríkja sem hafa pantað skammta af bóluefninu rússneska. Þá þykir líklegt að fyrirtækin fimm muni þurfa nokkurn tíma til að koma framleiðslunni af stað, sérstaklega þar sem þau hafi takmarkaða reynslu af framleiðslu bóluefna.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira