NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2021 10:25 Mynd sem sýnir hvernig lendingarfarið gæti litið út. Átta sig má á stærð þess með því að skoða geimfarana við fætur þess. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. Um lið í Artemis-áætluninni, svokölluðu er að ræða. Hún snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Samningurinn við SpaceX er metinn á um 2,89 milljarða dala, sem samsvarar um 360 milljörðum króna. NASA has selected Starship to land the first astronauts on the lunar surface since the Apollo program! We are humbled to help @NASAArtemis usher in a new era of human space exploration https://t.co/Qcuop33Ryz pic.twitter.com/GN9Tcfqlfp— SpaceX (@SpaceX) April 16, 2021 NASA opinberaði í fyrra að þrjú fyrirtæki hefði verið ráðin til að þróa frumgerðir að lendingarförum fyrir tunglferðir. Þau fyrirtæki voru Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, Dynetics og SpaceX. Það síðastnefnda var svo valið að endingu og stendur til að notast við sérstaklega Starship geimfar og þróa eitt slíkt sérstaklega til að lenda á tunglinu. Samkvæmt tilkynningu frá NASA stendur til að skjóta fjórum geimförum á loft með SLS-eldflauginni og Orion geimfarinu en bæði förin voru hönnuð með Artemis-áætlunina í huga. Á braut um jörðu eiga tveir geimfarar svo að flytja sig yfir í lendingarfar SpaceX, lenda á tunglinu og vera þar í um það bil viku. Þá eiga þeir að taka á loft frá tunglinu og fara aftur um borð til samstarfsmanna sinna í Orion-geimfarinu á braut um jörðu og lenda þar. Starfsmenn SpaceX hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu í þróun Starship geimfarsins. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Musk hefur lýst því yfir að hann vilji að Starship verði geimfar sem verði í raun hægt að nota eins og flugvél. Hægt verði að taka á loft og lenda annarsstaðar á jörðinni, eða annarri reikistjörnu, taka eldsneyti og taka aftur á loft. Nýjustu frumgerðir SpaceX af Starship hafa sprungið í loftið við tilraunaskot síðustu vikna en þrátt fyrir það eru tilraunaskotin sögð hafa gengið vel. Vel hefur gengið að skjóta frumgerðunum á loft og að lenda þeim einnig. Sjá einnig: Frumgerðin sprakk í loft upp skömmu eftir lendingu Eins og nefnt er í tilkynningu NASA er mikið verk sem þarf að vinna. Ekki hefur verið gefið út nákvæmar upplýsingar um hvenær stefnt er að því að lenda mönnum aftur á tunglinu. Síðasta ríkisstjórn Bandaríkjanna hafði gefið út að markmiðið væri að gera það á árinu 2024 en það hefur ekki þótt mjög raunhæft. Þróun SLS eldflaugarinnar hefur til að mynda tekið mun meiri tíma kostað mun meira en upprunalega stóð til. SpaceX Bandaríkin Tunglið Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Um lið í Artemis-áætluninni, svokölluðu er að ræða. Hún snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Samningurinn við SpaceX er metinn á um 2,89 milljarða dala, sem samsvarar um 360 milljörðum króna. NASA has selected Starship to land the first astronauts on the lunar surface since the Apollo program! We are humbled to help @NASAArtemis usher in a new era of human space exploration https://t.co/Qcuop33Ryz pic.twitter.com/GN9Tcfqlfp— SpaceX (@SpaceX) April 16, 2021 NASA opinberaði í fyrra að þrjú fyrirtæki hefði verið ráðin til að þróa frumgerðir að lendingarförum fyrir tunglferðir. Þau fyrirtæki voru Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, Dynetics og SpaceX. Það síðastnefnda var svo valið að endingu og stendur til að notast við sérstaklega Starship geimfar og þróa eitt slíkt sérstaklega til að lenda á tunglinu. Samkvæmt tilkynningu frá NASA stendur til að skjóta fjórum geimförum á loft með SLS-eldflauginni og Orion geimfarinu en bæði förin voru hönnuð með Artemis-áætlunina í huga. Á braut um jörðu eiga tveir geimfarar svo að flytja sig yfir í lendingarfar SpaceX, lenda á tunglinu og vera þar í um það bil viku. Þá eiga þeir að taka á loft frá tunglinu og fara aftur um borð til samstarfsmanna sinna í Orion-geimfarinu á braut um jörðu og lenda þar. Starfsmenn SpaceX hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu í þróun Starship geimfarsins. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Musk hefur lýst því yfir að hann vilji að Starship verði geimfar sem verði í raun hægt að nota eins og flugvél. Hægt verði að taka á loft og lenda annarsstaðar á jörðinni, eða annarri reikistjörnu, taka eldsneyti og taka aftur á loft. Nýjustu frumgerðir SpaceX af Starship hafa sprungið í loftið við tilraunaskot síðustu vikna en þrátt fyrir það eru tilraunaskotin sögð hafa gengið vel. Vel hefur gengið að skjóta frumgerðunum á loft og að lenda þeim einnig. Sjá einnig: Frumgerðin sprakk í loft upp skömmu eftir lendingu Eins og nefnt er í tilkynningu NASA er mikið verk sem þarf að vinna. Ekki hefur verið gefið út nákvæmar upplýsingar um hvenær stefnt er að því að lenda mönnum aftur á tunglinu. Síðasta ríkisstjórn Bandaríkjanna hafði gefið út að markmiðið væri að gera það á árinu 2024 en það hefur ekki þótt mjög raunhæft. Þróun SLS eldflaugarinnar hefur til að mynda tekið mun meiri tíma kostað mun meira en upprunalega stóð til.
SpaceX Bandaríkin Tunglið Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira