Til rannsóknar hvort fermingarbúðir 140 ungmenna standist sóttvarnareglur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 10:44 Frá Osló í Noregi. Gjøvik er í um 130 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. Getty Norska lögreglan hefur til rannsóknar hvort sóttvarnareglur hafi verið brotnar þegar 140 fermingarbörn komu saman til fermingarfræðslu í Gjøvik síðustu helgi. Þátttakendur voru fermingarbörn úr fimm sveitarfélögum sem komu saman í Campus Arena í Gjøvik en viðburðurinn var liður í borgaralegri fermingarfræðslu á vegum samtakanna Human-Etisk. NRK greinir frá þessu í dag þar sem vitnað er í frétt norska blaðsins Oppland Arbeiderblad. Haft er eftir stúlku sem stödd var á svæðinu að ungmennin hafi setið þétt saman og að sóttvörnum hafi verið ábótavant. Sveitarstjóri í Gjøvik gagnrýnir að ungmennum úr fimm sveitarfélögum hafi verið hópað saman til að sækja viðburðinn sem stóð yfir dagana 10. til 11. apríl. „Við viljum forðast fjöldasamkomur þar sem fólk frá ólíkum sveitarfélögum kemur saman. Það eykur hættuna á að því að einhver beri með sér smit sem getur breiðst út,“ segir Siri Fuglem Berg, sveitarstjóri. Samkomuhúsið Campus Arena er í eigu sveitarfélagsins sem leigða það út til samtakanna. Við undirbúning viðburðarins var send fyrirspurn til sveitarfélagsins. Svar sveitarfélagsins var á þá leið að viðburðurinn væri á mörkum þess að falla undir skilgreiningu þeirrar tegundar viðburða sem heimilt er að halda samkvæmt sóttvarnareglum og því væri ekki ráðlagt að halda viðburðinn. „Við mæltum einnig með því að þau myndu skoða að halda viðburðinn rafrænt og að ekki ætti að safna saman þátttakendum frá mismunandi sveitarfélögum,“ segir Fuglem. „Sama hvernig það er skilgreint þá hljómar ekki skynsamlega að safna saman svona mörgum á einn stað.“ Samtökin Human-Etisk halda því fram að vel hafi verið hugað að gildandi sóttvarnareglum. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
NRK greinir frá þessu í dag þar sem vitnað er í frétt norska blaðsins Oppland Arbeiderblad. Haft er eftir stúlku sem stödd var á svæðinu að ungmennin hafi setið þétt saman og að sóttvörnum hafi verið ábótavant. Sveitarstjóri í Gjøvik gagnrýnir að ungmennum úr fimm sveitarfélögum hafi verið hópað saman til að sækja viðburðinn sem stóð yfir dagana 10. til 11. apríl. „Við viljum forðast fjöldasamkomur þar sem fólk frá ólíkum sveitarfélögum kemur saman. Það eykur hættuna á að því að einhver beri með sér smit sem getur breiðst út,“ segir Siri Fuglem Berg, sveitarstjóri. Samkomuhúsið Campus Arena er í eigu sveitarfélagsins sem leigða það út til samtakanna. Við undirbúning viðburðarins var send fyrirspurn til sveitarfélagsins. Svar sveitarfélagsins var á þá leið að viðburðurinn væri á mörkum þess að falla undir skilgreiningu þeirrar tegundar viðburða sem heimilt er að halda samkvæmt sóttvarnareglum og því væri ekki ráðlagt að halda viðburðinn. „Við mæltum einnig með því að þau myndu skoða að halda viðburðinn rafrænt og að ekki ætti að safna saman þátttakendum frá mismunandi sveitarfélögum,“ segir Fuglem. „Sama hvernig það er skilgreint þá hljómar ekki skynsamlega að safna saman svona mörgum á einn stað.“ Samtökin Human-Etisk halda því fram að vel hafi verið hugað að gildandi sóttvarnareglum.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira