Snjöll um alla borg Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 21. apríl 2021 15:01 Við erum komin inn í 21. öldina. Breytingar eru hraðar og Reykjavíkurborg þarf að vera þeim viðbúin. Við þurfum og viljum gera betur en að halda í skottið á 4. iðnbyltingunni. Þess vegna ákváðum við að leggja 10 milljarða í stafræna þróun til að umbylta þeirri þjónustu sem borgin er að veita. Stafræna þróunin á sér stað alls staðar í borgarkerfinu og við höfum strax séð hve mikill áhugi er að stíga þessi rafrænu skref og allir innan borgarinnar vilja vera með. Hugmyndir koma alls staðar frá um hvernig er hægt að gera betur fyrir fólk og fyrirtæki í Reykjavík og líka fyrir starfsfólk með stafrænni tækni. Snjallvæðing er keðja en ekki ein töfralausn Verið er að vinna með sérhannaðar lausnir fyrir þau vandamál sem blasa við sveitarfélögum. Ekki bara Reykjavík heldur sveitarfélögunum öllum. Þar er Reykjavík leiðandi en önnur sveitarfélög munu í kjölfarið njóta góðs af þeim lausnum, í samstarfi borgarinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga og Ísland.is. Snjallvæðingin er heil keðja sem verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Á öllum stöðum þarf keðjan að halda og búnaðurinn að vera til staðar til þess að skólar og aðrar stofnanir tali saman, stafrænt. Í dag er stafræna samtalið þarna á milli ekki nógu gott og það þarf að bæta. Því felur stafræna byltingin í sér verulega uppfærslu á nauðsynlegum notendabúnaði og upplýsingatækniinnviðum um alla borg. Töfrar að gerast í skólum borgarinnar Sérsaklega þarf að ráðast í búnaðarkaup fyrir grunn- og leikskóla. Sú fjárfesting mun nýtast skólum á breiðum grunni til að halda áfram með stafræna þróun í kennslustofum. Vinna við stafræna byltingu í kennslustofurnar er einkennandi við núgildandiMenntastefnu Reykjavíkurborgar. Skólar Reykjavíkur hafa t.d. aðgang að Nýsköpunarmiðju menntamála, sem sinnir ráðgjöf, fræðslu og stuðningi við virka þátttöku barna og starfsfólks í stafrænum náms- og kennsluháttum, stafrænni miðlun og stafrænni skólaþróun. Á síðastliðnu ári hafa aðstæður verið þannig að skólastarf hefur tekið mikið stökk fram á við í að nýta tækni til að styðja við allt skólastarf. Snillismiðjur, búnaðarbankar og stafrænn búnaður Eitt af verkefnum Nýsköpunarsmiðjunnar er Mixtúra, þar sem aðstaða er fyrir skapandi tækni í snillismiðjum, miðlunarrýmum og aðgangur að búnaðarbanka, þar sem starfsfólk skóla- og frístundasviðs getur fengið fjölbreytt náms- og kennslugögn lánuð án endurgjalds, t.d. til að kenna forritun, saumavél fyrir stafrænan útsaum, kvikmyndabúnað, þrívíddarveruleiki eða aðgangur að þrívíddarprentun eða laserskera. Nýsköpun og þróun er á fullri ferð í skólum borgarinnar. Nokkur verkefni eru í gangi sem snúast um framsækna og skapandi notkun stafrænnar tækni í skóla- og frístundastarfi. Má þar nefna drauma- og nýsköpunaraskóla eins og finna má í Víkurskóla í Grafarvogi, verkefniðskapandi námssamfélag í Breiðholti ogAustur vestur sköpunar- og tæknismiðjur sem er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla, Selásskóla og Háskóla Íslands Skólasamfélagið í Reykjavík hefur sýnt hve mikill áhugi er á stafrænni þróun í kennsluumhverfinu. Við þá þróun hafa borgarfulltrúar stutt og munu gera áfram. Stafræn þróun fyrir foreldra og börn Við viljum líka að stafræna þróunin muni birtast foreldrum þegar kemur að því að eiga í samskiptum við Reykjavíkurborg. Þá á kerfið að vera einfalt og það á að tala saman, að svo miklu leyti sem persónvernd leyfir. Að skrá börn eða fullorðna í þjónustu borgarinnar á ekki að vera flóknara en að vera í samskiptum við bankann sinn. Eða panta sér hótel eða flug. Vegna þess hve mikill áhugi er á öllum sviðum Reykjavíkurborgar að taka þátt í stafrænni byltingu borgarinnar höfum við þurft að setja upp forgangsröðun verkefna, sem er í samræmi við aðrar stefnur borgarinnar, t.a.m. fjárfestingastefnu sem við samþykktum með fjárhagsáætlun þessa árs. Þá samþykktum við að forgangsraða í þágu grænna og samfélagslegra innviða og í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að hagræðingu þegar fram í sækir. Við forgangsröðun þarf því að líta til þess hver virðisaukinn er fyrir alla borgarbúa, hvað verkefnið hefur áhrif á marga og hvernig það bætir þjónustu borgarinnar. Stafræn verkefni eru því metin eftir því hvort lausnin muni leiða til hagkvæmari rekstrar, færri handtaka og draga úr margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Það eru mörg skref eftir að taka í þessari mikilvægu þjónustuuppbyggingu þar sem Reykjavík ætlar að vera leiðandi í því að byggja upp sveitarfélag 21. aldarinnar Höfundur er oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Stafræn þróun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Við erum komin inn í 21. öldina. Breytingar eru hraðar og Reykjavíkurborg þarf að vera þeim viðbúin. Við þurfum og viljum gera betur en að halda í skottið á 4. iðnbyltingunni. Þess vegna ákváðum við að leggja 10 milljarða í stafræna þróun til að umbylta þeirri þjónustu sem borgin er að veita. Stafræna þróunin á sér stað alls staðar í borgarkerfinu og við höfum strax séð hve mikill áhugi er að stíga þessi rafrænu skref og allir innan borgarinnar vilja vera með. Hugmyndir koma alls staðar frá um hvernig er hægt að gera betur fyrir fólk og fyrirtæki í Reykjavík og líka fyrir starfsfólk með stafrænni tækni. Snjallvæðing er keðja en ekki ein töfralausn Verið er að vinna með sérhannaðar lausnir fyrir þau vandamál sem blasa við sveitarfélögum. Ekki bara Reykjavík heldur sveitarfélögunum öllum. Þar er Reykjavík leiðandi en önnur sveitarfélög munu í kjölfarið njóta góðs af þeim lausnum, í samstarfi borgarinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga og Ísland.is. Snjallvæðingin er heil keðja sem verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Á öllum stöðum þarf keðjan að halda og búnaðurinn að vera til staðar til þess að skólar og aðrar stofnanir tali saman, stafrænt. Í dag er stafræna samtalið þarna á milli ekki nógu gott og það þarf að bæta. Því felur stafræna byltingin í sér verulega uppfærslu á nauðsynlegum notendabúnaði og upplýsingatækniinnviðum um alla borg. Töfrar að gerast í skólum borgarinnar Sérsaklega þarf að ráðast í búnaðarkaup fyrir grunn- og leikskóla. Sú fjárfesting mun nýtast skólum á breiðum grunni til að halda áfram með stafræna þróun í kennslustofum. Vinna við stafræna byltingu í kennslustofurnar er einkennandi við núgildandiMenntastefnu Reykjavíkurborgar. Skólar Reykjavíkur hafa t.d. aðgang að Nýsköpunarmiðju menntamála, sem sinnir ráðgjöf, fræðslu og stuðningi við virka þátttöku barna og starfsfólks í stafrænum náms- og kennsluháttum, stafrænni miðlun og stafrænni skólaþróun. Á síðastliðnu ári hafa aðstæður verið þannig að skólastarf hefur tekið mikið stökk fram á við í að nýta tækni til að styðja við allt skólastarf. Snillismiðjur, búnaðarbankar og stafrænn búnaður Eitt af verkefnum Nýsköpunarsmiðjunnar er Mixtúra, þar sem aðstaða er fyrir skapandi tækni í snillismiðjum, miðlunarrýmum og aðgangur að búnaðarbanka, þar sem starfsfólk skóla- og frístundasviðs getur fengið fjölbreytt náms- og kennslugögn lánuð án endurgjalds, t.d. til að kenna forritun, saumavél fyrir stafrænan útsaum, kvikmyndabúnað, þrívíddarveruleiki eða aðgangur að þrívíddarprentun eða laserskera. Nýsköpun og þróun er á fullri ferð í skólum borgarinnar. Nokkur verkefni eru í gangi sem snúast um framsækna og skapandi notkun stafrænnar tækni í skóla- og frístundastarfi. Má þar nefna drauma- og nýsköpunaraskóla eins og finna má í Víkurskóla í Grafarvogi, verkefniðskapandi námssamfélag í Breiðholti ogAustur vestur sköpunar- og tæknismiðjur sem er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla, Selásskóla og Háskóla Íslands Skólasamfélagið í Reykjavík hefur sýnt hve mikill áhugi er á stafrænni þróun í kennsluumhverfinu. Við þá þróun hafa borgarfulltrúar stutt og munu gera áfram. Stafræn þróun fyrir foreldra og börn Við viljum líka að stafræna þróunin muni birtast foreldrum þegar kemur að því að eiga í samskiptum við Reykjavíkurborg. Þá á kerfið að vera einfalt og það á að tala saman, að svo miklu leyti sem persónvernd leyfir. Að skrá börn eða fullorðna í þjónustu borgarinnar á ekki að vera flóknara en að vera í samskiptum við bankann sinn. Eða panta sér hótel eða flug. Vegna þess hve mikill áhugi er á öllum sviðum Reykjavíkurborgar að taka þátt í stafrænni byltingu borgarinnar höfum við þurft að setja upp forgangsröðun verkefna, sem er í samræmi við aðrar stefnur borgarinnar, t.a.m. fjárfestingastefnu sem við samþykktum með fjárhagsáætlun þessa árs. Þá samþykktum við að forgangsraða í þágu grænna og samfélagslegra innviða og í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að hagræðingu þegar fram í sækir. Við forgangsröðun þarf því að líta til þess hver virðisaukinn er fyrir alla borgarbúa, hvað verkefnið hefur áhrif á marga og hvernig það bætir þjónustu borgarinnar. Stafræn verkefni eru því metin eftir því hvort lausnin muni leiða til hagkvæmari rekstrar, færri handtaka og draga úr margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Það eru mörg skref eftir að taka í þessari mikilvægu þjónustuuppbyggingu þar sem Reykjavík ætlar að vera leiðandi í því að byggja upp sveitarfélag 21. aldarinnar Höfundur er oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar