Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 08:31 Vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir þurfa ekki að keppa á móti hverri annarri í undanúrslitum heimsleikanna í CrossFit. Katrín Tanja keppir á mótinu í Þýskalandi en Anníe Mist á mótinu í Hollandi. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. CrossFit samtökin hafa nú skipt besta CrossFit fólki heims niður á undanúrslitamótin í júní þar sem þau geta tryggt sér farseðla á heimsleikunum í haust. Eftir átta liða úrslitin tryggðu þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur sér áframhaldandi þátttöku í undankeppni heimsleikanna í CrossFit og fékk hver og einn þeirra þátttökurétt í móti sem gefur síðan sæti á leikunum. Íslenska fólkið tryggir sér sæti í gegnum Evrópu og þar ræður þjóðerni en ekki hvar viðkomandi hefur aðsetur. Katrín Tanja Daviðsdóttir æfir í Bandaríkjunum en þarf samt að tryggja sér sæti á heimsleikunum í gegnum Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) Evrópu fékk alls 60 sæti í undanúrslitunum en flest sæti fóru til Bandaríkjanna og Kanada eða samtals 120 talsins. 30 komust síðan áfram frá hverjum af hinum álfunum fjórum sem eru Eyjaálfa, Suður-Ameríka, Asía og Afríka. Ísland á alls sjö keppendur í næsta hluta, þrjá karla og fjórar konur. Íslenska CrossFit fólkið keppir á tveimur undanúrslitamótum sem áttu að fara fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta eru mótin CrossFit Lowlands Throwdown í Apeldoorn í Hollandi og German Throwdown í Þýskalandi. Mótin áttu að fara fram á staðnum en vegna ástandsins í heimsfaraldrinum þá var ákveðið að þetta yrðu netmót í staðin. Íslenska fólkið er því að keppa í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima hjá sér eins og í hinum hlutnum tveimur, The Open og átta liða úrslitunum. Þetta er sérstaklega þægilegt fyrir Katrínu Tönju sem sparar sér langt ferðalag til Þýskalands í júní. Bæði mótin í Evrópu fara fram frá 11. til 13. júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja er jafnframt eini íslenska konan sem keppir á German Throwdown en allar hinar íslensku konurnar keppa á CrossFit Lowlands Throwdow í Hollandi. Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir keppa því allar í hollenska mótinu. Haraldur Holgersson og Þröstur Ólafson keppa aftur á móti báðir á þýska mótinu en Björgvin Karl Guðmundsson er aftur á móti eini íslenski karlinn sem keppir á mótinu í Hollandi. Einnig komst eitt lið (Crossfit Stöð) áfram í undanúrslitin frá Íslandi, CFS Sport (Crossfit Sporthúsinu) endaði í 32. sæti í Evrópu og það eru 40 lið sem komast áfram í undanúrslitin. Ekki er komið á hreint hvoru mótinu liðið keppir en það kemur í ljós á næstu vikum. CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú skipt besta CrossFit fólki heims niður á undanúrslitamótin í júní þar sem þau geta tryggt sér farseðla á heimsleikunum í haust. Eftir átta liða úrslitin tryggðu þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur sér áframhaldandi þátttöku í undankeppni heimsleikanna í CrossFit og fékk hver og einn þeirra þátttökurétt í móti sem gefur síðan sæti á leikunum. Íslenska fólkið tryggir sér sæti í gegnum Evrópu og þar ræður þjóðerni en ekki hvar viðkomandi hefur aðsetur. Katrín Tanja Daviðsdóttir æfir í Bandaríkjunum en þarf samt að tryggja sér sæti á heimsleikunum í gegnum Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) Evrópu fékk alls 60 sæti í undanúrslitunum en flest sæti fóru til Bandaríkjanna og Kanada eða samtals 120 talsins. 30 komust síðan áfram frá hverjum af hinum álfunum fjórum sem eru Eyjaálfa, Suður-Ameríka, Asía og Afríka. Ísland á alls sjö keppendur í næsta hluta, þrjá karla og fjórar konur. Íslenska CrossFit fólkið keppir á tveimur undanúrslitamótum sem áttu að fara fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta eru mótin CrossFit Lowlands Throwdown í Apeldoorn í Hollandi og German Throwdown í Þýskalandi. Mótin áttu að fara fram á staðnum en vegna ástandsins í heimsfaraldrinum þá var ákveðið að þetta yrðu netmót í staðin. Íslenska fólkið er því að keppa í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima hjá sér eins og í hinum hlutnum tveimur, The Open og átta liða úrslitunum. Þetta er sérstaklega þægilegt fyrir Katrínu Tönju sem sparar sér langt ferðalag til Þýskalands í júní. Bæði mótin í Evrópu fara fram frá 11. til 13. júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja er jafnframt eini íslenska konan sem keppir á German Throwdown en allar hinar íslensku konurnar keppa á CrossFit Lowlands Throwdow í Hollandi. Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir keppa því allar í hollenska mótinu. Haraldur Holgersson og Þröstur Ólafson keppa aftur á móti báðir á þýska mótinu en Björgvin Karl Guðmundsson er aftur á móti eini íslenski karlinn sem keppir á mótinu í Hollandi. Einnig komst eitt lið (Crossfit Stöð) áfram í undanúrslitin frá Íslandi, CFS Sport (Crossfit Sporthúsinu) endaði í 32. sæti í Evrópu og það eru 40 lið sem komast áfram í undanúrslitin. Ekki er komið á hreint hvoru mótinu liðið keppir en það kemur í ljós á næstu vikum.
CrossFit Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Sjá meira