Einhverf börn útilokuð í Reykjavík Ólafur Ísleifsson skrifar 2. maí 2021 09:00 Áhyggjufullir foreldrar einhverfs barns sneru sér til mín fyrir skömmu og sýndu mér bréf Reykjavíkurborgar vegna barns sem fætt er árið 2015 og á því að byrja grunnskólagöngu sína í haust. Fyrir liggur niðurstaða Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um að barninu sé best borgið í sérdeild fyrir einhverfa og þar var sótt um fyrir barnið. Ég sá mig knúinn til að taka málið upp á Alþingi í liðinni viku. Ófullnægjandi og óboðlegt svar Foreldrum barnsins barst svar frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar 21. apríl með eftirfarandi yfirskrift: „Fyrirhuguð synjun umsóknar um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur.“ Í bréfinu kemur fram að sótt hafi verið um fyrir 38 nemendur í sérdeildum en aðeins átta pláss séu til ráðstöfunar. Einhverfum börnum vísað á dyr Þetta þýðir að af 38 nemendum með einhverfu komist átta að, þ.e. um 21% umsækjenda. Þetta þýðir að hin 80 prósentin, 30 börn, njóta ekki lögbundins réttar um kennslu við sitt hæfi. Ekki ölmusa eða gjafir Stöldrum við. Foreldrar sóttu ekki um ölmusu eða gjafir í þágu barns síns. Þau lögðu fram umsókn um lögvarinn rétt barnsins til að fá kennslu við sitt hæfi. Þeim er svarað með tölfræðilegum upplýsingum sem ekkert erindi eiga til þeirra. Heiðarlegra hefði verið af borgaryfirvöldum að segja beint út að þau skeyti ekki um að mæta börnum sem þurfa skólavist í sérhæfðri sérdeild. Lögvarinn réttur barna skipti þau engu máli ekki frekar en lögboðin skylda sveitarfélagsins til að sjá öllum nemendum grunnskóla kennslu við sitt hæfi. Kaldhæðnislegt má telja að sá sem undirritar bréf borgaryfirvalda ber starfsheitið verkefnastjóri menntunar fyrir alla. Alla? Nei, bréfið staðfestir að svo er ekki. Tilkynning um lögbrot af hálfu borgaryfirvalda Í lögum um grunnskóla segir um rétt nemenda: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfií hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Fyrirhuguð synjun um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur fer í bága við þetta afdráttarlausa ákvæði grunnskólalaga. Með tilvitnuðu ákvæði í lögum um grunnskóla er öllum nemendum grunnskóla tryggður réttur á kennslu við sitt hæfi. Öllum. Samkvæmt lögum um grunnskóla er sú kennsla á ábyrgð og kostnað sveitarfélags þar sem barnið býr, Reykjavíkurborgar í þessu tilfelli. Borgaryfirvöld bregðast lögboðinni skyldu og brjóta gegn lögvörðum rétti barna Reykjavíkurborg hefur enga heimild til að synja barninu um skólavist við sitt hæfi. Reykjavíkurborg ber að lögum að tryggja barninu kennslu við sitt hæfi. Frá þeirri skyldu eru engar undantekningar. Eftirlit í molum? Menntamálaráðuneyti hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Ráðherra skal á þriggja ára fresti leggja fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins. Tilvitnað bréf Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sýnir að brotið er alvarlega gegn rétti einhverfra barna til að njóta kennslu við sitt hæfi. Ráðherra menntamála svari fyrir eftirlitið Menntamálaráðherra verður að gera skýra grein fyrir hvernig staðið er að lögboðnu eftirliti og hvernig sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Þá verður ráðherra að gera grein fyrir aðgerðum sem gripið hefur verið til og þeirra aðgerða sem áformuð eru til að ganga eftir því að sveitarfélög ræki lögboðnar skyldur sínar í þessu efni. Eitt er ljóst: Ekki kemur til greina að einhverf börn beri hallann af vanrækslu sveitarfélags eða ráðuneytis gagnvart lögboðnum rétti þeirra til að njóta kennslu við sitt hæfi. Það er á ábyrgð sveitarfélags, í þessu tilfelli borgarstjórnar Reykjavíkur, og undir eftirliti menntamálaráðherra að börnin njóti lögvarins réttar síns til kennslu við sitt hæfi. Lögvarinn réttur barna Einhverft barn á það ekki undir geðþótta sveitarfélags hvort það njóti kennslu við sitt hæfi. Barnið á lögvarinn rétt til þess. Undan þeim rétti á sveitarfélagið enga undankomu. Fyrirlitlegt svar eins og hér hefur verið vitnað til leysir borgina ekki undan þeirri skyldu sem lög leggja á hana um að öll börn eigi rétt á kennslu við sitt hæfi. Aðgengi ekki bara þröskuldar og tröppur Landssamtökin Þroskahjálp starfa undir kjörorðinu Mannréttindi fyrir alla! Í stefnu sinni leggja þau áherslu á að börn með fötlun eigi rétt á þjónustu sérmenntaðs starfsfólks. Kennslan og þjálfun skal ætíð taka mið af þörfum barnsins sjálfs og námskrá aðlöguð einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Markmið í námi skulu markviss og mælanleg. Allt skólahúsnæði skal vera aðgengilegt fyrir fatlaða og tryggja þarf að aðstaða fyrir sérstuðning og þjálfun sé þar til staðar. Sérmenntaðir aðilar, svo sem þroskaþjálfar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og iðjuþjálfar, skulu kallaðir til starfa við skólann eftir því sem nauðsyn krefur. Börn greind með einhverfu eða þroskaraskanir þurfa aðgang að rými sem hentar þeim. Aðgengi snýr nefnilega ekki einungis að þröskuldum og tröppum. Ég hefi verið upplýstur um að um 30% grunnskólanema í Reykjavík þurfi aukinn stuðning í námi umfram það sem bekkjarkennari annast. Umfram þá hópa barna sem að ofan er getið má nefna börn með ADHD, lesblindu, hegðunarvanda og kvíða og börn af erlendum uppruna. Einhverfusamtökin Einhverfusamtökin voru stofnuð árið 1977. Starfsemi samtakanna beinist meðal annars að því að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin réttindi þeirra og stuðla að fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi. Helstu baráttumál samtakanna hafa verið stytting biðlista eftir greiningu, búsetumál, atvinnumál og skólamál. Tveir forráðamenn samtakanna, þær Sigrún Birgisdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, birtu athyglisverða grein hér á Vísi 30. apríl sl. um fyrirhugaða synjun borgaryfirvalda við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Foreldrar í linnulausri baráttu Foreldrar einhverfra barna hafa í fjölmiðlum lýst reiði sinni og örvæntingu. Viðbrögð þeirra eru skiljanleg. Fjöldi umsókna getur ekki hafa komið borgaryfirvöldum á óvart. Börnin hafa undanfarin ár gengið í leikskóla og vitað er um hin einhverfu börn. Samt eru boðin fram átta pláss en þrjátíu börnum skal úthýst. Foreldrar hafa lýst fyrir mér linnulausri baráttu í þágu barna sinna sem greinst hafa með einhverfu. Foreldrar og aðrir vandamenn eiga ekki að þurfa að standa í baráttu fyrir lögvörðum rétti barna sinna. Ákvæði laga um grunnskóla eru skýr: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi. Allir. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Áhyggjufullir foreldrar einhverfs barns sneru sér til mín fyrir skömmu og sýndu mér bréf Reykjavíkurborgar vegna barns sem fætt er árið 2015 og á því að byrja grunnskólagöngu sína í haust. Fyrir liggur niðurstaða Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um að barninu sé best borgið í sérdeild fyrir einhverfa og þar var sótt um fyrir barnið. Ég sá mig knúinn til að taka málið upp á Alþingi í liðinni viku. Ófullnægjandi og óboðlegt svar Foreldrum barnsins barst svar frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar 21. apríl með eftirfarandi yfirskrift: „Fyrirhuguð synjun umsóknar um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur.“ Í bréfinu kemur fram að sótt hafi verið um fyrir 38 nemendur í sérdeildum en aðeins átta pláss séu til ráðstöfunar. Einhverfum börnum vísað á dyr Þetta þýðir að af 38 nemendum með einhverfu komist átta að, þ.e. um 21% umsækjenda. Þetta þýðir að hin 80 prósentin, 30 börn, njóta ekki lögbundins réttar um kennslu við sitt hæfi. Ekki ölmusa eða gjafir Stöldrum við. Foreldrar sóttu ekki um ölmusu eða gjafir í þágu barns síns. Þau lögðu fram umsókn um lögvarinn rétt barnsins til að fá kennslu við sitt hæfi. Þeim er svarað með tölfræðilegum upplýsingum sem ekkert erindi eiga til þeirra. Heiðarlegra hefði verið af borgaryfirvöldum að segja beint út að þau skeyti ekki um að mæta börnum sem þurfa skólavist í sérhæfðri sérdeild. Lögvarinn réttur barna skipti þau engu máli ekki frekar en lögboðin skylda sveitarfélagsins til að sjá öllum nemendum grunnskóla kennslu við sitt hæfi. Kaldhæðnislegt má telja að sá sem undirritar bréf borgaryfirvalda ber starfsheitið verkefnastjóri menntunar fyrir alla. Alla? Nei, bréfið staðfestir að svo er ekki. Tilkynning um lögbrot af hálfu borgaryfirvalda Í lögum um grunnskóla segir um rétt nemenda: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfií hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Fyrirhuguð synjun um skólavist í sérhæfðri sérdeild fyrir einhverfa nemendur fer í bága við þetta afdráttarlausa ákvæði grunnskólalaga. Með tilvitnuðu ákvæði í lögum um grunnskóla er öllum nemendum grunnskóla tryggður réttur á kennslu við sitt hæfi. Öllum. Samkvæmt lögum um grunnskóla er sú kennsla á ábyrgð og kostnað sveitarfélags þar sem barnið býr, Reykjavíkurborgar í þessu tilfelli. Borgaryfirvöld bregðast lögboðinni skyldu og brjóta gegn lögvörðum rétti barna Reykjavíkurborg hefur enga heimild til að synja barninu um skólavist við sitt hæfi. Reykjavíkurborg ber að lögum að tryggja barninu kennslu við sitt hæfi. Frá þeirri skyldu eru engar undantekningar. Eftirlit í molum? Menntamálaráðuneyti hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Ráðherra skal á þriggja ára fresti leggja fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins. Tilvitnað bréf Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sýnir að brotið er alvarlega gegn rétti einhverfra barna til að njóta kennslu við sitt hæfi. Ráðherra menntamála svari fyrir eftirlitið Menntamálaráðherra verður að gera skýra grein fyrir hvernig staðið er að lögboðnu eftirliti og hvernig sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Þá verður ráðherra að gera grein fyrir aðgerðum sem gripið hefur verið til og þeirra aðgerða sem áformuð eru til að ganga eftir því að sveitarfélög ræki lögboðnar skyldur sínar í þessu efni. Eitt er ljóst: Ekki kemur til greina að einhverf börn beri hallann af vanrækslu sveitarfélags eða ráðuneytis gagnvart lögboðnum rétti þeirra til að njóta kennslu við sitt hæfi. Það er á ábyrgð sveitarfélags, í þessu tilfelli borgarstjórnar Reykjavíkur, og undir eftirliti menntamálaráðherra að börnin njóti lögvarins réttar síns til kennslu við sitt hæfi. Lögvarinn réttur barna Einhverft barn á það ekki undir geðþótta sveitarfélags hvort það njóti kennslu við sitt hæfi. Barnið á lögvarinn rétt til þess. Undan þeim rétti á sveitarfélagið enga undankomu. Fyrirlitlegt svar eins og hér hefur verið vitnað til leysir borgina ekki undan þeirri skyldu sem lög leggja á hana um að öll börn eigi rétt á kennslu við sitt hæfi. Aðgengi ekki bara þröskuldar og tröppur Landssamtökin Þroskahjálp starfa undir kjörorðinu Mannréttindi fyrir alla! Í stefnu sinni leggja þau áherslu á að börn með fötlun eigi rétt á þjónustu sérmenntaðs starfsfólks. Kennslan og þjálfun skal ætíð taka mið af þörfum barnsins sjálfs og námskrá aðlöguð einstaklingsbundnum forsendum hvers nemanda. Markmið í námi skulu markviss og mælanleg. Allt skólahúsnæði skal vera aðgengilegt fyrir fatlaða og tryggja þarf að aðstaða fyrir sérstuðning og þjálfun sé þar til staðar. Sérmenntaðir aðilar, svo sem þroskaþjálfar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og iðjuþjálfar, skulu kallaðir til starfa við skólann eftir því sem nauðsyn krefur. Börn greind með einhverfu eða þroskaraskanir þurfa aðgang að rými sem hentar þeim. Aðgengi snýr nefnilega ekki einungis að þröskuldum og tröppum. Ég hefi verið upplýstur um að um 30% grunnskólanema í Reykjavík þurfi aukinn stuðning í námi umfram það sem bekkjarkennari annast. Umfram þá hópa barna sem að ofan er getið má nefna börn með ADHD, lesblindu, hegðunarvanda og kvíða og börn af erlendum uppruna. Einhverfusamtökin Einhverfusamtökin voru stofnuð árið 1977. Starfsemi samtakanna beinist meðal annars að því að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin réttindi þeirra og stuðla að fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi. Helstu baráttumál samtakanna hafa verið stytting biðlista eftir greiningu, búsetumál, atvinnumál og skólamál. Tveir forráðamenn samtakanna, þær Sigrún Birgisdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, birtu athyglisverða grein hér á Vísi 30. apríl sl. um fyrirhugaða synjun borgaryfirvalda við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Foreldrar í linnulausri baráttu Foreldrar einhverfra barna hafa í fjölmiðlum lýst reiði sinni og örvæntingu. Viðbrögð þeirra eru skiljanleg. Fjöldi umsókna getur ekki hafa komið borgaryfirvöldum á óvart. Börnin hafa undanfarin ár gengið í leikskóla og vitað er um hin einhverfu börn. Samt eru boðin fram átta pláss en þrjátíu börnum skal úthýst. Foreldrar hafa lýst fyrir mér linnulausri baráttu í þágu barna sinna sem greinst hafa með einhverfu. Foreldrar og aðrir vandamenn eiga ekki að þurfa að standa í baráttu fyrir lögvörðum rétti barna sinna. Ákvæði laga um grunnskóla eru skýr: Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi. Allir. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun