Lokavitni, myndband og málflutningur á lokadegi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2021 09:01 Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra. Síðasti dagur aðalmeðferðar í málinu er í dag. Vísir/Vilhelm Síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, er í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps. Þrír fórust í brunanum að Bræðraborgastígi 1 í fyrrasumar. Hann hefur neitað sök og hefur jafnframt verið metinn ósakhæfur. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag í síðustu viku og vitnaleiðslur stóðu yfir í þrjá daga. Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Marek er sá fyrsti í Íslandssögunni sem er gefið það að sök að hafa banað þremur. Fyrir dóminn í dag koma þrjú vitni, myndband verður sýnt og í framhaldinu munu Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Stefán Karl Kristjánsson verjandi mannsins ljúka málinu með málflutningi. Fram kom við aðalmeðferðina í síðustu viku að Marek hafi sýnt af sér einkennilega hegðun í aðdraganda eldsvoðans og að hann hafi verið í maníu þegar bruninn varð. Talið er mögulegt að áfall sem hann varð fyrir á spítala skömmu fyrir brunann hafi komið andlegum veikindum hans af stað. Þrír fórust og fjórir slösuðust í brunanum Þann 25. júní í fyrra var slökkvilið kallað út að Bræðraborgarstíg 1 þar sem logaði eldur. Þrettán íbúar hússins voru heima. Þrír fórust í brunanum en öðrum íbúum tókst að forða sér frá eldtungunum. Flestir íbúanna voru verkafólk af erlendu bergi brotið. 21 árs kona og 24 ára maður, bæði frá Póllandi létust í brunanum. Önnur kona sem var 26 ára lést af völdum höfuðáverka sem hún hlaut þegar hún féll niður af þriðju hæð hússins við það að reyna að flýja eldinn. Af þeim tíu sem lifðu brunann af slösuðust fjögur. Kona á fertugsaldri hlaut væga reykeitrun, karlmaður á fertugsaldri hlaut reykeitrun en hann kastaði sér út um glugga á þriðju hæð og hlaut skurði á bæði hné, staðbundna heilaáverka, fjölda brota á höfuðkúpu og andlitsbeinum auk blóðtappa í slagæðum lungna. Karlmaður á fertugsaldri hlaut einnig reykeitrun, sár á vinstri hendi og fótlegg. Karlmaður á sextugsaldri hlaut reykeitrun auk annars og þriðja stigs brunasár á samtals 17 prósentum líkamans. Manninum var haldið sofandi á Landspítala í mánuð og lá hann inni á spítalanum í mánuð til viðbótar. Hann bar vitni fyrir héraðsdómi í síðustu viku þar sem hann sagði frá því að hann sé nú í endurhæfingu og sálfræðimeðferð vegna atviksins. Maðurinn þurfti að gangast undir mikla húðágræðslu vegna áverkanna sem hann hlaut og sagði hann litlar líkur á að áverkar á tveimur fingrum lagist nokkurn tímann. Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn Talið er að Marek hafi lagt eld að húsinu á þremur stöðum: á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð hússins, á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undri stiga sem lá upp á þriðju hæð hússins. Eldurinn breiddist hratt út um aðra og þriðju hæð hússins og það var nær alelda þegar slökkvistarf hófst. Húsið gjöreyðilagðist. Eftir að eldur kviknaði í húsinu hélt Marek að rússneska sendiráðinu við Garðastræti og sló þar tvo lögreglumenn með gúmmímottu þegar þeir reyndu að handtaka hann. Fyrir það er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Annar lögreglumannanna sem handtók Marek við sendiráðið kom fyrir dóm í síðustu viku. Lýsti hann því að Marek hafi látið öllum illum látum við sendiráðið áður en þeim tókst að færa hann í járn. Munirnir sem Marek hafði með sér voru á víð og dreif við sendiráðið, meðal annars fáni af Vladimír Pútín Rússlandsforseta og föt. Þá sagði lögreglumaðurinn aðspurður að Marek hafi haldið á kveikjara í annarri hendi þegar hann var handtekinn. Lýstu „kaosástandi“ og hræðslu Sex íbúar Bræðraborgarstígs 1 báru vitni fyrir dómi á mánudag í síðustu viku. Lýstu þeir ringulreiðinni sem braust út þegar þeir áttuðu sig á því að kviknað væri í húsinu. Lýsti eitt vitnið því að hann hafi verið í vinnu daginn sem kviknaði í en hann hafi fengið að vita af eldsvoðanum þegar eiginkona hans, sem búsett var á Bræðraborgarstíg með honum, hafi hringt í hann og sagt honum að húsið brynni. Hún hafi fyrr um daginn hringt í hann og sagt að Marek væri að haga sér illa. Hann væri „agressívur“, að angra hana og kalla hana illum nöfnum. Annað vitni lýsti því að hann hafi verið inni í herbergi sínu með heyrnatól á sér og ekki tekið eftir eldinum fyrr en hann varð reyks var inni í herberginu. Íbúinn komst út með því að brjóta glugga á herberginu og fór út á þak sem var þar fyrir neðan. Skýrsla sem íbúinn gaf lögreglu nokkrum dögum eftir brunann var borin undir hann fyrir dómi, þar sem hann lýsti því að hann hafi hitt Marek fyrir um hálftíma áður en eldurinn kviknaði. Þá hafi Marek verið að tala um að hann ætlaði til Kaupmannahafnar, hann væri kominn með leið á öllu og væri reiður. Enn annar íbúi lýsti því að hann hafi verið inni í herbergi sínu að hita sér mat þegar hann heyrði hrópað frammi á pólsku, sem hann talar ekki. Síðar hafi komið í ljós að hrópað hafði verið: „Eldur, eldur, eldur!“ Maðurinn hljóp þá fram á gang en sá ekkert nema reyk og eld. Kona sem bjó í herberginu við hliðina á honum hefði verið á leið út en komið aftur inn á ganginn – þá í ljósum logum. Hann hafi í kjölfarið lokað sig af inni í herbergi og borið blautan bol að vitum sér. Hann hefði svo brotið rúðu í glugga herbergisins og stungið höfðinu út þar sem hann beið eftir hjálp. Talið er að áfall hafi hrundið andlegum veikindum af stað Eins og fram hefur komið urðu íbúar á Bræðraborgarstíg 1 varir við það að Marek hegðaði sér undarlega í aðdraganda brunans. Stuttu fyrir daginn örlagaríka hafði Marek fengið þær fregnir að hann væri líklega með illkynja krabbamein og telja geðlæknar líklegt að þær fregnir hafi hrundið andlegum veikindum Mareks af stað – sem enduðu með maníu eða geðrofsástandi. Geðlæknir hafði eftir bróðurdóttur Mareks að aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Marek hefði verið tilkynnt að hann gæti verið með krabbamein, sem líklega gæti leitt til dauða, hefði hegðun hans gjörbreyst. Það var svo ekki fyrr en eftir brunann sem í ljós kom að veikindin væru ekki illkynja. Tveir menn, sem voru að gera upp hús við Vesturgötu, báru vitni fyrir dómi í síðustu viku þar sem þeir lýstu því að þeir hefðu tekið eftir undarlegri hegðun Mareks nokkrum mínútum áður en eldurinn kviknaði. Sáu þeir hann kasta sólgleraugum út um herbergisglugga sinn. Maðurinn hafi látið „skringilega“ og verið ör og æstur fyrir utan húsið daginn áður. Nokkrum mínútum síðar sáu þeir manninn ganga út úr húsinu með föt á bakinu og ganga upp Bræðraborgarstíginn. Stuttu síðar urðu þeir varir við reyk sem lagði út um gluggann á herberginu þar sem maðurinn hafði hent sólgleraugunum út. Eins og áður segir er síðasti dagur aðalmeðferðar málsins í dag og mun málflutningur fara fram. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Fréttaskýringar Tengdar fréttir Krefjast kyrrsetningar eigna eiganda hússins við Bræðraborgarstíg Lögmaður aðstandenda þeirra sem létust í brunanum við Bræðraborgarstíg hefur krafist þess að eignir eiganda hússins verði kyrrsettar til tryggingar fullnustu bótakrafna umbjóðenda sinna. 3. maí 2021 06:48 Síðasta degi aðalmeðferðar frestað Síðasta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku. 30. apríl 2021 10:35 Gjörbreyttur eftir áfallið á spítalanum Marek Moszczynski, pólskur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar, taldi sig vera með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Geðlæknar telja líklegt að áfallið við þær fréttir hafi komið andlegum veikindum hans af stað. 28. apríl 2021 12:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag í síðustu viku og vitnaleiðslur stóðu yfir í þrjá daga. Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Marek er sá fyrsti í Íslandssögunni sem er gefið það að sök að hafa banað þremur. Fyrir dóminn í dag koma þrjú vitni, myndband verður sýnt og í framhaldinu munu Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Stefán Karl Kristjánsson verjandi mannsins ljúka málinu með málflutningi. Fram kom við aðalmeðferðina í síðustu viku að Marek hafi sýnt af sér einkennilega hegðun í aðdraganda eldsvoðans og að hann hafi verið í maníu þegar bruninn varð. Talið er mögulegt að áfall sem hann varð fyrir á spítala skömmu fyrir brunann hafi komið andlegum veikindum hans af stað. Þrír fórust og fjórir slösuðust í brunanum Þann 25. júní í fyrra var slökkvilið kallað út að Bræðraborgarstíg 1 þar sem logaði eldur. Þrettán íbúar hússins voru heima. Þrír fórust í brunanum en öðrum íbúum tókst að forða sér frá eldtungunum. Flestir íbúanna voru verkafólk af erlendu bergi brotið. 21 árs kona og 24 ára maður, bæði frá Póllandi létust í brunanum. Önnur kona sem var 26 ára lést af völdum höfuðáverka sem hún hlaut þegar hún féll niður af þriðju hæð hússins við það að reyna að flýja eldinn. Af þeim tíu sem lifðu brunann af slösuðust fjögur. Kona á fertugsaldri hlaut væga reykeitrun, karlmaður á fertugsaldri hlaut reykeitrun en hann kastaði sér út um glugga á þriðju hæð og hlaut skurði á bæði hné, staðbundna heilaáverka, fjölda brota á höfuðkúpu og andlitsbeinum auk blóðtappa í slagæðum lungna. Karlmaður á fertugsaldri hlaut einnig reykeitrun, sár á vinstri hendi og fótlegg. Karlmaður á sextugsaldri hlaut reykeitrun auk annars og þriðja stigs brunasár á samtals 17 prósentum líkamans. Manninum var haldið sofandi á Landspítala í mánuð og lá hann inni á spítalanum í mánuð til viðbótar. Hann bar vitni fyrir héraðsdómi í síðustu viku þar sem hann sagði frá því að hann sé nú í endurhæfingu og sálfræðimeðferð vegna atviksins. Maðurinn þurfti að gangast undir mikla húðágræðslu vegna áverkanna sem hann hlaut og sagði hann litlar líkur á að áverkar á tveimur fingrum lagist nokkurn tímann. Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn Talið er að Marek hafi lagt eld að húsinu á þremur stöðum: á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð hússins, á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undri stiga sem lá upp á þriðju hæð hússins. Eldurinn breiddist hratt út um aðra og þriðju hæð hússins og það var nær alelda þegar slökkvistarf hófst. Húsið gjöreyðilagðist. Eftir að eldur kviknaði í húsinu hélt Marek að rússneska sendiráðinu við Garðastræti og sló þar tvo lögreglumenn með gúmmímottu þegar þeir reyndu að handtaka hann. Fyrir það er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Annar lögreglumannanna sem handtók Marek við sendiráðið kom fyrir dóm í síðustu viku. Lýsti hann því að Marek hafi látið öllum illum látum við sendiráðið áður en þeim tókst að færa hann í járn. Munirnir sem Marek hafði með sér voru á víð og dreif við sendiráðið, meðal annars fáni af Vladimír Pútín Rússlandsforseta og föt. Þá sagði lögreglumaðurinn aðspurður að Marek hafi haldið á kveikjara í annarri hendi þegar hann var handtekinn. Lýstu „kaosástandi“ og hræðslu Sex íbúar Bræðraborgarstígs 1 báru vitni fyrir dómi á mánudag í síðustu viku. Lýstu þeir ringulreiðinni sem braust út þegar þeir áttuðu sig á því að kviknað væri í húsinu. Lýsti eitt vitnið því að hann hafi verið í vinnu daginn sem kviknaði í en hann hafi fengið að vita af eldsvoðanum þegar eiginkona hans, sem búsett var á Bræðraborgarstíg með honum, hafi hringt í hann og sagt honum að húsið brynni. Hún hafi fyrr um daginn hringt í hann og sagt að Marek væri að haga sér illa. Hann væri „agressívur“, að angra hana og kalla hana illum nöfnum. Annað vitni lýsti því að hann hafi verið inni í herbergi sínu með heyrnatól á sér og ekki tekið eftir eldinum fyrr en hann varð reyks var inni í herberginu. Íbúinn komst út með því að brjóta glugga á herberginu og fór út á þak sem var þar fyrir neðan. Skýrsla sem íbúinn gaf lögreglu nokkrum dögum eftir brunann var borin undir hann fyrir dómi, þar sem hann lýsti því að hann hafi hitt Marek fyrir um hálftíma áður en eldurinn kviknaði. Þá hafi Marek verið að tala um að hann ætlaði til Kaupmannahafnar, hann væri kominn með leið á öllu og væri reiður. Enn annar íbúi lýsti því að hann hafi verið inni í herbergi sínu að hita sér mat þegar hann heyrði hrópað frammi á pólsku, sem hann talar ekki. Síðar hafi komið í ljós að hrópað hafði verið: „Eldur, eldur, eldur!“ Maðurinn hljóp þá fram á gang en sá ekkert nema reyk og eld. Kona sem bjó í herberginu við hliðina á honum hefði verið á leið út en komið aftur inn á ganginn – þá í ljósum logum. Hann hafi í kjölfarið lokað sig af inni í herbergi og borið blautan bol að vitum sér. Hann hefði svo brotið rúðu í glugga herbergisins og stungið höfðinu út þar sem hann beið eftir hjálp. Talið er að áfall hafi hrundið andlegum veikindum af stað Eins og fram hefur komið urðu íbúar á Bræðraborgarstíg 1 varir við það að Marek hegðaði sér undarlega í aðdraganda brunans. Stuttu fyrir daginn örlagaríka hafði Marek fengið þær fregnir að hann væri líklega með illkynja krabbamein og telja geðlæknar líklegt að þær fregnir hafi hrundið andlegum veikindum Mareks af stað – sem enduðu með maníu eða geðrofsástandi. Geðlæknir hafði eftir bróðurdóttur Mareks að aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Marek hefði verið tilkynnt að hann gæti verið með krabbamein, sem líklega gæti leitt til dauða, hefði hegðun hans gjörbreyst. Það var svo ekki fyrr en eftir brunann sem í ljós kom að veikindin væru ekki illkynja. Tveir menn, sem voru að gera upp hús við Vesturgötu, báru vitni fyrir dómi í síðustu viku þar sem þeir lýstu því að þeir hefðu tekið eftir undarlegri hegðun Mareks nokkrum mínútum áður en eldurinn kviknaði. Sáu þeir hann kasta sólgleraugum út um herbergisglugga sinn. Maðurinn hafi látið „skringilega“ og verið ör og æstur fyrir utan húsið daginn áður. Nokkrum mínútum síðar sáu þeir manninn ganga út úr húsinu með föt á bakinu og ganga upp Bræðraborgarstíginn. Stuttu síðar urðu þeir varir við reyk sem lagði út um gluggann á herberginu þar sem maðurinn hafði hent sólgleraugunum út. Eins og áður segir er síðasti dagur aðalmeðferðar málsins í dag og mun málflutningur fara fram.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Fréttaskýringar Tengdar fréttir Krefjast kyrrsetningar eigna eiganda hússins við Bræðraborgarstíg Lögmaður aðstandenda þeirra sem létust í brunanum við Bræðraborgarstíg hefur krafist þess að eignir eiganda hússins verði kyrrsettar til tryggingar fullnustu bótakrafna umbjóðenda sinna. 3. maí 2021 06:48 Síðasta degi aðalmeðferðar frestað Síðasta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku. 30. apríl 2021 10:35 Gjörbreyttur eftir áfallið á spítalanum Marek Moszczynski, pólskur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar, taldi sig vera með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Geðlæknar telja líklegt að áfallið við þær fréttir hafi komið andlegum veikindum hans af stað. 28. apríl 2021 12:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Krefjast kyrrsetningar eigna eiganda hússins við Bræðraborgarstíg Lögmaður aðstandenda þeirra sem létust í brunanum við Bræðraborgarstíg hefur krafist þess að eignir eiganda hússins verði kyrrsettar til tryggingar fullnustu bótakrafna umbjóðenda sinna. 3. maí 2021 06:48
Síðasta degi aðalmeðferðar frestað Síðasta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku. 30. apríl 2021 10:35
Gjörbreyttur eftir áfallið á spítalanum Marek Moszczynski, pólskur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar, taldi sig vera með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Geðlæknar telja líklegt að áfallið við þær fréttir hafi komið andlegum veikindum hans af stað. 28. apríl 2021 12:26