Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar Snorri Másson skrifar 4. maí 2021 20:12 Sölvi Tryggvason segir að fjölskylda hans hafi verið í losti eftir að fjölmiðlar fóru að fjalla um sögusagnir um ofbeldi af hans hálfu. Sölvi Tryggvason „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ Þetta segir Sölvi Tryggvason hlaðvarpsstjórnandi í upphafi nýs þáttar sem hann hefur gefið út, þar sem hann ræðir orðróma sem fóru á kreik um hann á dögunum við lögmann sinn, Sögu Ýr Jónsdóttur. Sölvi opnar sig um reynslu sína af síðustu dögum í þættinum og brestur margsinnis í grát: „Nú hef ég tekið viðtöl við á vel á annað hundrað manns um þeirra innilegustu og viðkvæmustu mál. Núna er röðin komin að mér.“ Í yfirlýsingu gærdagsins blés Sölvi á sögusagnir þess efnis að hann hefði beitt vændiskonu ofbeldi í aprílmánuði og í kjölfarið verið handtekinn. Hann sagði sögurnar þvætting frá rótum. Nú segir Sölvi að sú sem hótaði honum mannorðsmissi hafi verið einstaklingur sem hann var í ástarsambandi með sem gekk ekki upp. Segir hræðilegt ef sú sem hótaði honum er „allt í einu orðin vændiskona“ Sölvi birti í gær málaskrá sína hjá lögreglu sem nær aftur til 1. apríl en segist sjálfur hafa leitað til lögreglu fyrir sex eða sjö vikum síðan af því að manneskja hótaði að rústa mannorði hans. „Það er það sem er skrýtnast af öllu fyrir mig, að ég vil ekki einu sinni nota það til að svara fyrir mig vegna þess að ég er hræddur um að þá komi sagan: Já, Sölvi, lögregla, hann hlýtur nú að vera sekur. Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótar að rústa mannorði mínu og nú er það búið að gerast, eða þ.e.a.s. tilraunin er búin að eiga sér stað.“ Sölvi segist síðan óttast að ef hann segi frá því að hann hafi hringt í lögregluna, telji fólk víst að hann hljóti að vera sekur. Saga Ýr lögmaður segir að þannig megi þetta ekki að vera, hann verði að segja frá. „Þegar ég fékk fyrst að heyra af þessari sögu, hugsaði ég með mér að hún geti ekki tengst þessari manneskju sem hótaði mér þessu fyrir þessum tíma, vegna þess að sú manneskja er ekki vændiskona. Ég hugsaði: Það hlýtur að vera hræðilegt ef þetta kemur frá henni, að hún sé allt í einu orðin vændiskona,“ segir Sölvi. Sölvi segist ekki reiður út í manneskjuna sem hótaði honum umræddu mannorðsmorði: „Sú manneskja, það var ástarsamband sem gekk ekki upp. Hún var í mjög miklum sárindum yfir því að það væri búið og ég skildi það bara. En ég leitaði til lögreglunnar til að bera hönd fyrir höfuð mér.“ „Það að fá á sig sakir eins og í fréttinni um þig er virkilega þungbært. Það tekur virkilega á og kannski verður þetta til þess að fólk hugsar sig tvisvar sinnum um áður en það slúðrar um náungann, sérstaklega þegar um er að ræða rætið slúður eins og í þessari frétt,“ segir Saga Ýr Jónsdóttir lögmaður Sölva.Sölvi Tryggvason Saga lögmaður furðar sig á að þegar DV hafi haft samband við meintan brotaþola og hún sagt að ekkert hafi gerst, að þá hafi ekki allt slokknað. „Hefði þá ekki allt að vera búið?“ spyr Saga lögmaður. „Það hefði ég haldið, en er það sami brotaþoli og um er að ræða í kjaftasögunni um mig? Ég veit það ekki,“ segir Sölvi. „Mér er búið að líða eins og ég sé skrímsli í augum kvenfólks“ Sölvi lýsir því í viðtalinu að á laugardagskvöld, þegar frétt Mannlífs um sögusagnirnar birtist, hafi hann þegar fengið ábendingu frá vini sínum um að sögurnar væru til staðar. Þegar honum var bent á umfjöllunina hafi hann verið staddur í fjölskylduboði. „Ég les fréttina og fyrstu viðbrögðin mín voru bara hnútur í magann. Það er eitthvað hræðilegt búið að gerast, en svo les ég fréttina og ég hugsa, ah, mér er létt. Af því að þessi frétt hlýtur að vera um einhvern annan en mig. Af því að það stendur í fréttinni: Samkvæmt heimildum þessa fjölmiðils var maðurinn handtekinn fyrir tveimur vikum síðan, ókei, það er ekki ég. Það stendur líka að þessi maður hafi áður gert sambærilega hluti, þannig að ég hugsaði þetta hlýtur að vera einhver annar en ég. Engu síður er ég í þannig losti að þegar ég kem fram aftur úr herberginu, sit ég við matarborðið og ég gat ekki borðað. Ég var í blackout-i og það byrja allir að spyrja mig hvað er að.“ Sölvi lýsir því að fjöldi fólks hafi sett sig í samband við hann eftir að hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Meðal annars hafi fyrrverandi kærustur hans haft samband. „Það sem mér þótti mest vænt um í gær, var að konur sem hafa verið í ástarsambandi með mér hringdu í mig. Þá hrundi ég saman í hvert einasta skipti. Mér er búið að líða eins og ég sé skrímsli í augum kvenfólks,“ segir Sölvi og brestur í grát. „Þannig að mér þótti ofboðslega vænt um það þegar ég fæ skilaboðum frá konum sem hafa búið með mér og þekkja mig út og inn og þær segja: Sölvi, eitt veit ég um þig eftir að hafa búið með þér allan þennan tíma. Þú ert ekki svona,“ heldur Sölvi áfram. Podcast með Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55 Hannes ráðleggur Sölva að gleyma þessu með Gróusögurnar Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er meðal fjölmargra sem lýsir yfir stuðningi við Sölva Tryggvason fjölmiðlamann en bendir honum á að láta rætnar kjaftasögurnar sem vind um eyru þjóta. 3. maí 2021 17:37 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Þetta segir Sölvi Tryggvason hlaðvarpsstjórnandi í upphafi nýs þáttar sem hann hefur gefið út, þar sem hann ræðir orðróma sem fóru á kreik um hann á dögunum við lögmann sinn, Sögu Ýr Jónsdóttur. Sölvi opnar sig um reynslu sína af síðustu dögum í þættinum og brestur margsinnis í grát: „Nú hef ég tekið viðtöl við á vel á annað hundrað manns um þeirra innilegustu og viðkvæmustu mál. Núna er röðin komin að mér.“ Í yfirlýsingu gærdagsins blés Sölvi á sögusagnir þess efnis að hann hefði beitt vændiskonu ofbeldi í aprílmánuði og í kjölfarið verið handtekinn. Hann sagði sögurnar þvætting frá rótum. Nú segir Sölvi að sú sem hótaði honum mannorðsmissi hafi verið einstaklingur sem hann var í ástarsambandi með sem gekk ekki upp. Segir hræðilegt ef sú sem hótaði honum er „allt í einu orðin vændiskona“ Sölvi birti í gær málaskrá sína hjá lögreglu sem nær aftur til 1. apríl en segist sjálfur hafa leitað til lögreglu fyrir sex eða sjö vikum síðan af því að manneskja hótaði að rústa mannorði hans. „Það er það sem er skrýtnast af öllu fyrir mig, að ég vil ekki einu sinni nota það til að svara fyrir mig vegna þess að ég er hræddur um að þá komi sagan: Já, Sölvi, lögregla, hann hlýtur nú að vera sekur. Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótar að rústa mannorði mínu og nú er það búið að gerast, eða þ.e.a.s. tilraunin er búin að eiga sér stað.“ Sölvi segist síðan óttast að ef hann segi frá því að hann hafi hringt í lögregluna, telji fólk víst að hann hljóti að vera sekur. Saga Ýr lögmaður segir að þannig megi þetta ekki að vera, hann verði að segja frá. „Þegar ég fékk fyrst að heyra af þessari sögu, hugsaði ég með mér að hún geti ekki tengst þessari manneskju sem hótaði mér þessu fyrir þessum tíma, vegna þess að sú manneskja er ekki vændiskona. Ég hugsaði: Það hlýtur að vera hræðilegt ef þetta kemur frá henni, að hún sé allt í einu orðin vændiskona,“ segir Sölvi. Sölvi segist ekki reiður út í manneskjuna sem hótaði honum umræddu mannorðsmorði: „Sú manneskja, það var ástarsamband sem gekk ekki upp. Hún var í mjög miklum sárindum yfir því að það væri búið og ég skildi það bara. En ég leitaði til lögreglunnar til að bera hönd fyrir höfuð mér.“ „Það að fá á sig sakir eins og í fréttinni um þig er virkilega þungbært. Það tekur virkilega á og kannski verður þetta til þess að fólk hugsar sig tvisvar sinnum um áður en það slúðrar um náungann, sérstaklega þegar um er að ræða rætið slúður eins og í þessari frétt,“ segir Saga Ýr Jónsdóttir lögmaður Sölva.Sölvi Tryggvason Saga lögmaður furðar sig á að þegar DV hafi haft samband við meintan brotaþola og hún sagt að ekkert hafi gerst, að þá hafi ekki allt slokknað. „Hefði þá ekki allt að vera búið?“ spyr Saga lögmaður. „Það hefði ég haldið, en er það sami brotaþoli og um er að ræða í kjaftasögunni um mig? Ég veit það ekki,“ segir Sölvi. „Mér er búið að líða eins og ég sé skrímsli í augum kvenfólks“ Sölvi lýsir því í viðtalinu að á laugardagskvöld, þegar frétt Mannlífs um sögusagnirnar birtist, hafi hann þegar fengið ábendingu frá vini sínum um að sögurnar væru til staðar. Þegar honum var bent á umfjöllunina hafi hann verið staddur í fjölskylduboði. „Ég les fréttina og fyrstu viðbrögðin mín voru bara hnútur í magann. Það er eitthvað hræðilegt búið að gerast, en svo les ég fréttina og ég hugsa, ah, mér er létt. Af því að þessi frétt hlýtur að vera um einhvern annan en mig. Af því að það stendur í fréttinni: Samkvæmt heimildum þessa fjölmiðils var maðurinn handtekinn fyrir tveimur vikum síðan, ókei, það er ekki ég. Það stendur líka að þessi maður hafi áður gert sambærilega hluti, þannig að ég hugsaði þetta hlýtur að vera einhver annar en ég. Engu síður er ég í þannig losti að þegar ég kem fram aftur úr herberginu, sit ég við matarborðið og ég gat ekki borðað. Ég var í blackout-i og það byrja allir að spyrja mig hvað er að.“ Sölvi lýsir því að fjöldi fólks hafi sett sig í samband við hann eftir að hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Meðal annars hafi fyrrverandi kærustur hans haft samband. „Það sem mér þótti mest vænt um í gær, var að konur sem hafa verið í ástarsambandi með mér hringdu í mig. Þá hrundi ég saman í hvert einasta skipti. Mér er búið að líða eins og ég sé skrímsli í augum kvenfólks,“ segir Sölvi og brestur í grát. „Þannig að mér þótti ofboðslega vænt um það þegar ég fæ skilaboðum frá konum sem hafa búið með mér og þekkja mig út og inn og þær segja: Sölvi, eitt veit ég um þig eftir að hafa búið með þér allan þennan tíma. Þú ert ekki svona,“ heldur Sölvi áfram.
Podcast með Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55 Hannes ráðleggur Sölva að gleyma þessu með Gróusögurnar Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er meðal fjölmargra sem lýsir yfir stuðningi við Sölva Tryggvason fjölmiðlamann en bendir honum á að láta rætnar kjaftasögurnar sem vind um eyru þjóta. 3. maí 2021 17:37 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55
Hannes ráðleggur Sölva að gleyma þessu með Gróusögurnar Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er meðal fjölmargra sem lýsir yfir stuðningi við Sölva Tryggvason fjölmiðlamann en bendir honum á að láta rætnar kjaftasögurnar sem vind um eyru þjóta. 3. maí 2021 17:37