Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2021 20:55 Leikmenn Manchester United fagna fyrra marki Edinson Cavani í kvöld. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. Það kom á óvart hversu sterki byrjunarliði Ole Gunnar Solskjær stillti upp en hans menn unnu fyrri leik liðanna 6-2 og leikur kvöldsins nánast formsatriði. Heimamenn í Roma byrjuðu þó mun betur og í raun rannsóknarefni hvernig þeim tókst ekki að komast yfir. David De Gea þurfti að taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni í fyrri hálfleik áður en Edinson Cavani kom Man United 1-0 yfir með föstu skoti eftir að hafa fengið sendingu frá Fred. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik og staðan því 7-2 fyrir Man United samanlagt. Edin Džeko skorar hins vegar alltaf þegar hann spilar við Man United. Hann jafnaði metin í 1-1 þegar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Pedro. Edin Dzeko has now scored nine career goals against Manchester United, versus no side has he scored more #UEL pic.twitter.com/GX9zaYJv4a— WhoScored.com (@WhoScored) May 6, 2021 Aðeins þremur mínútum síðar var Fred að dandalast fyrir utan eigin vítateig, tapaði boltanum og allt í einu voru heimamenn komnir 2-1 yfir. Lorenzo Pellegrini vann þá boltann af Brasilíumanninum, renndi honum á Bryan Cristante sem þrumaði boltanum í netið. Í kjölfarið fengu heimamenn gullin tækifæri til að komast 3-1 yfir en De Gea varði í tvígang. Þá fóru Bruno Fernandes og Mason Greenwood illa með fín tækifæri hinum megin á vellinum. Það var svo á 68. mínútu sem Cavani slökkti endanlega í vonum heimamanna með föstum skalla af stuttu færi eftir sendingu Fernandes. Þar með hafði hann komið að sex af átta mörkum Man Utd í einvíginu. Edinson Cavani has played a direct hand in six of the eight goals Manchester United have scored against Roma in their Europa League semi-final (four goals, two assists) #UEL pic.twitter.com/KLWy0LO2dE— WhoScored.com (@WhoScored) May 6, 2021 Nicola Zalewski kom heimamönnum í 3-2 á 84. mínútu þegar hann átti skot sem fór í Alex Telles og þaðan í netið. Reyndust það lokatölur í þessum ótrúlega leik á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. Manchester United er þar með komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villareal sem fram fer í Gdańsk í Póllandi þann 26. maí. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. Það kom á óvart hversu sterki byrjunarliði Ole Gunnar Solskjær stillti upp en hans menn unnu fyrri leik liðanna 6-2 og leikur kvöldsins nánast formsatriði. Heimamenn í Roma byrjuðu þó mun betur og í raun rannsóknarefni hvernig þeim tókst ekki að komast yfir. David De Gea þurfti að taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni í fyrri hálfleik áður en Edinson Cavani kom Man United 1-0 yfir með föstu skoti eftir að hafa fengið sendingu frá Fred. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik og staðan því 7-2 fyrir Man United samanlagt. Edin Džeko skorar hins vegar alltaf þegar hann spilar við Man United. Hann jafnaði metin í 1-1 þegar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Pedro. Edin Dzeko has now scored nine career goals against Manchester United, versus no side has he scored more #UEL pic.twitter.com/GX9zaYJv4a— WhoScored.com (@WhoScored) May 6, 2021 Aðeins þremur mínútum síðar var Fred að dandalast fyrir utan eigin vítateig, tapaði boltanum og allt í einu voru heimamenn komnir 2-1 yfir. Lorenzo Pellegrini vann þá boltann af Brasilíumanninum, renndi honum á Bryan Cristante sem þrumaði boltanum í netið. Í kjölfarið fengu heimamenn gullin tækifæri til að komast 3-1 yfir en De Gea varði í tvígang. Þá fóru Bruno Fernandes og Mason Greenwood illa með fín tækifæri hinum megin á vellinum. Það var svo á 68. mínútu sem Cavani slökkti endanlega í vonum heimamanna með föstum skalla af stuttu færi eftir sendingu Fernandes. Þar með hafði hann komið að sex af átta mörkum Man Utd í einvíginu. Edinson Cavani has played a direct hand in six of the eight goals Manchester United have scored against Roma in their Europa League semi-final (four goals, two assists) #UEL pic.twitter.com/KLWy0LO2dE— WhoScored.com (@WhoScored) May 6, 2021 Nicola Zalewski kom heimamönnum í 3-2 á 84. mínútu þegar hann átti skot sem fór í Alex Telles og þaðan í netið. Reyndust það lokatölur í þessum ótrúlega leik á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. Manchester United er þar með komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villareal sem fram fer í Gdańsk í Póllandi þann 26. maí. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti