Juventus gæti verið rekið úr ítölsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 09:30 Cristiano Ronaldo er með samning við Juventus út næsta tímabil eða til 30. júní 2022. AP/Luca Bruno Það er mikil pressa á Juventus að félagið dragi sig út úr Ofurdeildinni sem ítalska félagið hefur ekki ennþá gert. Nýjasta útspil ítalska knattspyrnusambandsins er að hóta Juventus því að félagið gæti verið rekið út úr ítölsku deildinni ef þeir verða áfram hluti af Ofurdeildarsamkomlaginu. Juventus er eitt af þremur félögum sem hefur ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn en hin eru spænsku félögin Barcelona og Real Madrid. Hin níu félögin sem stofnuðu Ofurdeildina fyrir tæpum mánuði, þar á meðal öll sex ensku félögin, hafa hætt við þátttöku í Ofurdeildinni. Gabriele Gravina, forseti ítalska sambandsins talaði ekki undir rós: „Ef Juventus virðir ekki reglurnar þá verður félaginu sparkað úr deildinni,“ sagði Gravina. Hann hélt áfram. Juventus face being kicked out of Serie A if the club do not withdraw from the European Super League, Italian football federation president Gabriele Gravina has said.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 10, 2021 „Ef Juventus verður ekki búið að draga sig út úr Ofurdeildinni þegar félagið skráir sig inn fyrir næsta tímabil í Seríu A þá mun félagið ekki fá keppnisleyfi hjá okkur,“ sagði Gravina. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur einnig hótað þessum þremur félögum sem lifa enn í þeim draumaheimi að Ofurdeildin geti orðið að veruleika. „Við erum orðin þreytt á þessu stríði milli UEFA og þessara þriggja félaga. Ég vona að þessi deila verði leyst eins fljót og mögulegt er. Ég vonast líka til að geta miðlað málum á milli Juventus og UEFA,“ sagði Gravina. „Það er alveg á hreinu að félög mega ekki taka þátt í okkar deild ef þau fylgja ekki þeim lögmálum sem UEFA ákveður. Það er ekki gott fyrir alþjóðlegan fótbolta, ekki gott fyrir ítalskan fótbolta og ekki gott fyrir Juventus. Við höfum þegar sagt að okkar knattspyrnusamband mun fylgja reglunum,“ sagði Gabriele Gravina. Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Nýjasta útspil ítalska knattspyrnusambandsins er að hóta Juventus því að félagið gæti verið rekið út úr ítölsku deildinni ef þeir verða áfram hluti af Ofurdeildarsamkomlaginu. Juventus er eitt af þremur félögum sem hefur ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn en hin eru spænsku félögin Barcelona og Real Madrid. Hin níu félögin sem stofnuðu Ofurdeildina fyrir tæpum mánuði, þar á meðal öll sex ensku félögin, hafa hætt við þátttöku í Ofurdeildinni. Gabriele Gravina, forseti ítalska sambandsins talaði ekki undir rós: „Ef Juventus virðir ekki reglurnar þá verður félaginu sparkað úr deildinni,“ sagði Gravina. Hann hélt áfram. Juventus face being kicked out of Serie A if the club do not withdraw from the European Super League, Italian football federation president Gabriele Gravina has said.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 10, 2021 „Ef Juventus verður ekki búið að draga sig út úr Ofurdeildinni þegar félagið skráir sig inn fyrir næsta tímabil í Seríu A þá mun félagið ekki fá keppnisleyfi hjá okkur,“ sagði Gravina. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur einnig hótað þessum þremur félögum sem lifa enn í þeim draumaheimi að Ofurdeildin geti orðið að veruleika. „Við erum orðin þreytt á þessu stríði milli UEFA og þessara þriggja félaga. Ég vona að þessi deila verði leyst eins fljót og mögulegt er. Ég vonast líka til að geta miðlað málum á milli Juventus og UEFA,“ sagði Gravina. „Það er alveg á hreinu að félög mega ekki taka þátt í okkar deild ef þau fylgja ekki þeim lögmálum sem UEFA ákveður. Það er ekki gott fyrir alþjóðlegan fótbolta, ekki gott fyrir ítalskan fótbolta og ekki gott fyrir Juventus. Við höfum þegar sagt að okkar knattspyrnusamband mun fylgja reglunum,“ sagði Gabriele Gravina.
Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira