OnlyFans, klám og óskynsamlegar refsingar Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. maí 2021 13:30 Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni sem snúa að ólíkum aðstæðum ólíks fólks að gera ólíka hluti, með ólíkum afleiðingum; sumum alvarlegum. Kynfrelsi okkar er sérstök tegund af frelsi og þegar fólk neyðist til að gera eitthvað kynferðislegt sem það vill ekki, þá er augljós skaði fólginn í því. Viðhorf fólks og langanir í kynlífi eru hins vegar æði misjöfn. Við erum gríðarlega ólík þegar kemur að kynlífi. Það er allur gangur á því hvað okkur finnst ánægjulegt, hvað okkur finnst gróft, og þar á meðal hversu prívat við viljum hafa kynhegðun okkar. Sumt fólk leitast beinlínis eftir því að spóka sig fyrir öðrum. Sumt fólk leitast eftir því að horfa á annað fólk stunda kynlíf - jafnvel iðkanir sem öðrum þykja afbrigðilegar. Við erum allskonar og það segir sig sjálft í kjölfarinu, að aðstæður fólks í kynlífsiðnaði, þar á meðal klámframleiðslu, eru misjafnar. Þar er bæði að finna fólk sem starfar af fúsum og frjálsum vilja og allt yfir í fórnarlömb mansals sem er beinlínis neytt í kynlífsiðnað með hótunum, líkamlegu ofbeldi og frelsissviptingu. Síðan er flóra af aðstæðum þarna á milli sem eru einstaklingsbundnar og geta verið flóknar. Þær geta líka breyst yfir tímann. Það sem á einum tímapunkti er bara fjör og skemmtun getur breyst í kúgunarástand með tímanum. Rétt eins og kynferðisleg sambönd almennt. Hverjar sem aðstæður fólks í kynlífsiðnaði eru, hvort sem þær eru góðar (jafnvel ef bara tímabundið) eða vondar, þá er það ábyrgð yfirvalda að tryggja réttindi þess eftir fremsta megni. Tryggja að fólk hafi aðgang að hvers konar aðstoð, ekki bara til að komast úr aðstæðunum heldur líka heilbrigðisaðstoð, lögregluaðstoð og allri þeirri þjónustu og réttindavernd sem annað fólk tekur sem sjálfsögðum hlut. Lögbrjótarnir á OnlyFans Og þá að stöðunni eins og hún er. Klám er bannað á Íslandi. Fólk sem býr til klám og dreifir því á OnlyFans er í reynd að brjóta íslenska löggjöf. Við því liggja sektir og frelsissvipting, og mögulega eignaupptaka eins og farið er yfir í fréttum. Höfum alveg á hreinu, að það er ekki aðstoð við fólk í kynlífsvinnu, hvað þá fólki sem er í henni af nauðung, að gera eigur þess upptækar, sekta það eða frelsissvipta. Það stuðlar ekki að frelsi fórnarlamba mansals heldur dregur enn meira úr því. Það kennir fólki sem býr til klám af fúsum og frjálsum vilja ekki neitt um hættur kynlífsiðnaðarins né veitir þeim neina úrlausn ef það vill komast út úr honum seinna meir. Engan skyldi undra. Klámbannið snýst nefnilega ekki um að draga úr nauðung eins eða neins, heldur um að vernda meint siðgæði samfélagsins gegn hinu meinta ósiðlega. Áhrif þess eru minna frelsi kvenna, ekki meira - alveg sama í hvaða aðstæðum þær eru; meiri fordæming og útskúfun fólks sem mögulega þarf hjálp (og mögulega ekki). Það gerir nákvæmlega ekkert gagn og veldur einungis skaða. Það refsar engum sekum heldur einungis saklausum. Klámbannið í almennum hegningarlögum er vont ákvæði, og við eigum að fjarlægja það, alveg sama hvað okkur finnst um kynlífsiðnaðinn eða áhrif kláms á samfélagið. Óskynsamlegar refsingar Femínistar (og undirritaður er femínisti) hafa lengi rökrætt klám og kynlífsvinnu í gegnum tíðina og ekki er komin nein sýnileg, endanleg niðurstaða í þá umræðu - skyldi nú líka engan undra að ólík sjónarmið væru uppi um eitthvað jafn fjölbreytt og persónulegt og kynhegðun. Í þeirri umræðu læt ég duga í bili að hlusta á sjónarmið fólks sem annað hvort er í, eða hefur verið í kynlífsiðnaði, þá sérstaklega konur. En enga femíníska hugmynd þekki ég sem leiðir af sér skynsemi þess að beita fólk í kynlífsiðnaði eignaupptöku, sektum og frelsissviptingum. Þótt við þurfum að bregðast við áhrifum kláms á samfélagið, sér í lagi börn, til dæmis með aukinni fræðslu og breyttum viðhorfum til kynferðislegra samskipta, þá stendur eftir að það er einfaldlega ekki það sem klámbannið gerir, enda var það ekki einu sinni tilgangur þess eitraða meðals. Þvert á móti er klámbannið skilgetið afkvæmi feðraveldisins og sú staðreynd sést best á hvoru tveggja uppruna þess, og áhrifum. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni sem snúa að ólíkum aðstæðum ólíks fólks að gera ólíka hluti, með ólíkum afleiðingum; sumum alvarlegum. Kynfrelsi okkar er sérstök tegund af frelsi og þegar fólk neyðist til að gera eitthvað kynferðislegt sem það vill ekki, þá er augljós skaði fólginn í því. Viðhorf fólks og langanir í kynlífi eru hins vegar æði misjöfn. Við erum gríðarlega ólík þegar kemur að kynlífi. Það er allur gangur á því hvað okkur finnst ánægjulegt, hvað okkur finnst gróft, og þar á meðal hversu prívat við viljum hafa kynhegðun okkar. Sumt fólk leitast beinlínis eftir því að spóka sig fyrir öðrum. Sumt fólk leitast eftir því að horfa á annað fólk stunda kynlíf - jafnvel iðkanir sem öðrum þykja afbrigðilegar. Við erum allskonar og það segir sig sjálft í kjölfarinu, að aðstæður fólks í kynlífsiðnaði, þar á meðal klámframleiðslu, eru misjafnar. Þar er bæði að finna fólk sem starfar af fúsum og frjálsum vilja og allt yfir í fórnarlömb mansals sem er beinlínis neytt í kynlífsiðnað með hótunum, líkamlegu ofbeldi og frelsissviptingu. Síðan er flóra af aðstæðum þarna á milli sem eru einstaklingsbundnar og geta verið flóknar. Þær geta líka breyst yfir tímann. Það sem á einum tímapunkti er bara fjör og skemmtun getur breyst í kúgunarástand með tímanum. Rétt eins og kynferðisleg sambönd almennt. Hverjar sem aðstæður fólks í kynlífsiðnaði eru, hvort sem þær eru góðar (jafnvel ef bara tímabundið) eða vondar, þá er það ábyrgð yfirvalda að tryggja réttindi þess eftir fremsta megni. Tryggja að fólk hafi aðgang að hvers konar aðstoð, ekki bara til að komast úr aðstæðunum heldur líka heilbrigðisaðstoð, lögregluaðstoð og allri þeirri þjónustu og réttindavernd sem annað fólk tekur sem sjálfsögðum hlut. Lögbrjótarnir á OnlyFans Og þá að stöðunni eins og hún er. Klám er bannað á Íslandi. Fólk sem býr til klám og dreifir því á OnlyFans er í reynd að brjóta íslenska löggjöf. Við því liggja sektir og frelsissvipting, og mögulega eignaupptaka eins og farið er yfir í fréttum. Höfum alveg á hreinu, að það er ekki aðstoð við fólk í kynlífsvinnu, hvað þá fólki sem er í henni af nauðung, að gera eigur þess upptækar, sekta það eða frelsissvipta. Það stuðlar ekki að frelsi fórnarlamba mansals heldur dregur enn meira úr því. Það kennir fólki sem býr til klám af fúsum og frjálsum vilja ekki neitt um hættur kynlífsiðnaðarins né veitir þeim neina úrlausn ef það vill komast út úr honum seinna meir. Engan skyldi undra. Klámbannið snýst nefnilega ekki um að draga úr nauðung eins eða neins, heldur um að vernda meint siðgæði samfélagsins gegn hinu meinta ósiðlega. Áhrif þess eru minna frelsi kvenna, ekki meira - alveg sama í hvaða aðstæðum þær eru; meiri fordæming og útskúfun fólks sem mögulega þarf hjálp (og mögulega ekki). Það gerir nákvæmlega ekkert gagn og veldur einungis skaða. Það refsar engum sekum heldur einungis saklausum. Klámbannið í almennum hegningarlögum er vont ákvæði, og við eigum að fjarlægja það, alveg sama hvað okkur finnst um kynlífsiðnaðinn eða áhrif kláms á samfélagið. Óskynsamlegar refsingar Femínistar (og undirritaður er femínisti) hafa lengi rökrætt klám og kynlífsvinnu í gegnum tíðina og ekki er komin nein sýnileg, endanleg niðurstaða í þá umræðu - skyldi nú líka engan undra að ólík sjónarmið væru uppi um eitthvað jafn fjölbreytt og persónulegt og kynhegðun. Í þeirri umræðu læt ég duga í bili að hlusta á sjónarmið fólks sem annað hvort er í, eða hefur verið í kynlífsiðnaði, þá sérstaklega konur. En enga femíníska hugmynd þekki ég sem leiðir af sér skynsemi þess að beita fólk í kynlífsiðnaði eignaupptöku, sektum og frelsissviptingum. Þótt við þurfum að bregðast við áhrifum kláms á samfélagið, sér í lagi börn, til dæmis með aukinni fræðslu og breyttum viðhorfum til kynferðislegra samskipta, þá stendur eftir að það er einfaldlega ekki það sem klámbannið gerir, enda var það ekki einu sinni tilgangur þess eitraða meðals. Þvert á móti er klámbannið skilgetið afkvæmi feðraveldisins og sú staðreynd sést best á hvoru tveggja uppruna þess, og áhrifum. Höfundur er þingmaður Pírata
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar