Bretar felldu saklaust fólk í Belfast Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 17:04 Ættingjar fólk sem breskir hermenn drápu í Ballymurphy-fjöldamorðinu árið 1971 héldu á myndum af þeim áður en niðurstaða dánardómstjóra var kynnt í Belfast í dag. AP/Peter Morrison Breskir hermenn drápu fólk sem var blásaklaust í aðgerðum sínum í Belfast fyrir fimmtíu árum. Dánardómstjóri á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að hermenn hefðu valdi dauða að minnsta kosti níu af tíu manns sem féllu. Breska ríkisstjórnin ætlar að veita fyrrverandi hermönnum á Norður-Írlandi aukna friðhelgi fyrir saksókn. Dánardómstjóri hefur rannsakað dauða tíu manna sem voru drepnir í aðgerðum breska hersins til að kveða niður óeirðir sem geisuðu í þrjá daga í ágúst árið 1971. Kaþólikkar í Ballymurphy-hverfinu í Belfast þustu út á götur til að mótmæla því að grunuðum uppreisnarmönnum væri haldið föngnum án réttarhalda. Drápin urðu kveikjan að enn frekari ofbeldisverkum í því sem hefur verið kallað „vandræðin“ á Norður-Írlandi. Niðurstaða dánardómstjórans var að bresku hermennirnir hafi ýmist skotið eða beitt fólkið óhóflegu valdi og þannig valdið dauða níu þeirra. Ekki voru nægar sannanir til að úrskurða hvort að hermennirnir hefðu valdið dauða tíunda mannsins sem var skotinn að handahófi þar sem hann var á leið sinni til vinnu. Prestur skotinn í bakið þegar hann hugaði að særðum manni Siobhan Keegan, dánardómstjórinn, sagði að ekkert fórnarlambanna hefði tekið þátt í aðgerðum vopnaðra sveita þegar þau voru skotin til bana. Á meðal fórnarlambanna var átta barna móðir, kaþólskur prestur og uppgjafarhermaður úr síðari heimsstyrjöldinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hugh Mullan, 38 ára gamall prestur, var að huga að særðum manni og veifaði hvítu fyrirbæri þegar hann var skotinn tvisvar í bakið. Fjölskyldur þeirra látnu þrýstu á um rannsóknina sem bresk yfirvöld féllust loks á árið 2011. Fögnuðu þær með lófataki þegar Keegan lýsti niðurstöðu sinni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómarinn sagði þó mörgum spurningum ósvarað um hvaða hermenn hefðu skotið mörg fórnarlambanna. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur fyrir drápin og rannsókn dánardómstjórans miðaði aðeins að því að komast að því sanna, ekki að sækja einstaklinga til saka. Bresk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að þau ætli sér að leggja fram frumvarp að lögum til að verja uppgjafarhermenn sem gegndu herþjónustu á Norður-Írlandi á meðan á „vandræðunum“ stóð aukna lagavernd. Írsk stjórnvöld og margir Norðurírar eru afar ósáttir við þau áform. Um 3.600 manns létu lífið í hörðum átökum írskra þjóðernissinna, sambandssinna hliðhollum Bretlandi og breska hersins. Stillt var til friðar að mestu leyti með friðarsamningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Undanfarna mánuði hefur spenna á milli fylkinga aukist á ný vegna ólgu á meðal sambandssinna sem eru ósáttir við stöðu Norður-Írlands eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Bretland Norður-Írland Írland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Dánardómstjóri hefur rannsakað dauða tíu manna sem voru drepnir í aðgerðum breska hersins til að kveða niður óeirðir sem geisuðu í þrjá daga í ágúst árið 1971. Kaþólikkar í Ballymurphy-hverfinu í Belfast þustu út á götur til að mótmæla því að grunuðum uppreisnarmönnum væri haldið föngnum án réttarhalda. Drápin urðu kveikjan að enn frekari ofbeldisverkum í því sem hefur verið kallað „vandræðin“ á Norður-Írlandi. Niðurstaða dánardómstjórans var að bresku hermennirnir hafi ýmist skotið eða beitt fólkið óhóflegu valdi og þannig valdið dauða níu þeirra. Ekki voru nægar sannanir til að úrskurða hvort að hermennirnir hefðu valdið dauða tíunda mannsins sem var skotinn að handahófi þar sem hann var á leið sinni til vinnu. Prestur skotinn í bakið þegar hann hugaði að særðum manni Siobhan Keegan, dánardómstjórinn, sagði að ekkert fórnarlambanna hefði tekið þátt í aðgerðum vopnaðra sveita þegar þau voru skotin til bana. Á meðal fórnarlambanna var átta barna móðir, kaþólskur prestur og uppgjafarhermaður úr síðari heimsstyrjöldinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hugh Mullan, 38 ára gamall prestur, var að huga að særðum manni og veifaði hvítu fyrirbæri þegar hann var skotinn tvisvar í bakið. Fjölskyldur þeirra látnu þrýstu á um rannsóknina sem bresk yfirvöld féllust loks á árið 2011. Fögnuðu þær með lófataki þegar Keegan lýsti niðurstöðu sinni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómarinn sagði þó mörgum spurningum ósvarað um hvaða hermenn hefðu skotið mörg fórnarlambanna. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur fyrir drápin og rannsókn dánardómstjórans miðaði aðeins að því að komast að því sanna, ekki að sækja einstaklinga til saka. Bresk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að þau ætli sér að leggja fram frumvarp að lögum til að verja uppgjafarhermenn sem gegndu herþjónustu á Norður-Írlandi á meðan á „vandræðunum“ stóð aukna lagavernd. Írsk stjórnvöld og margir Norðurírar eru afar ósáttir við þau áform. Um 3.600 manns létu lífið í hörðum átökum írskra þjóðernissinna, sambandssinna hliðhollum Bretlandi og breska hersins. Stillt var til friðar að mestu leyti með friðarsamningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Undanfarna mánuði hefur spenna á milli fylkinga aukist á ný vegna ólgu á meðal sambandssinna sem eru ósáttir við stöðu Norður-Írlands eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Bretland Norður-Írland Írland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira