Til hjálpar fíkniefnaneytendum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 12. maí 2021 07:00 Nú liggur fyrir á þinginu frumvarp heilbrigðisráðherra um svonefnda afglæpavæðingu neysluskammta á fíkniefnum. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að „snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna og að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu.“ Á þeim forsendum er það lagt til í frumvarpinu að varsla neysluskammta af fíkniefnum verði heimil og skref tekið í þá átt að vandi fíkniefnanotenda sé meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Um árabil hafa mál varðandi einkaneyslu verið meðhöndluð þannig að þeim er lokið með sektargerð komi þau til kasta lögreglu. Því hafa fangelsisrefsingar fyrir slík brot í raun verið aflagðar. Það er mikilvæg nálgun og viðhorfsbreyting að fíknisjúkdómar séu meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun. Við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Sá árangur sem náðst hefur í þeim efnum er ekki sjálfgefinn og honum má ekki stefna í hættu. Sú hugsun sem býr að baki frumvarpi heilbrigðisráðherra er ekki röng en skilaboðin sem í því felast eru varasöm. Með því að gera vörslu og neyslu ólögmætra vímuefna refsilausa erum við að senda fólki, sérstaklega ungu fólki, þau skilaboð að þetta sé í lagi. Við þurfum að stíga stærri skref í forvörnum, fræðslu og meðferðarúrræðum áður en við getum farið að huga að því að „normalisera“ neyslu efnanna með þeim hætti sem gert er með frumvarpinu. Neysla eiturlyfja er alvarlegt vandamál sem hefur þungbærar afleiðingar bæði fyrir fíkniefnaneytendur og fyrir fjölskyldur þeirra. Á hverju ári missum við ungmenni úr neyslu. Hvert eitt og einasta er einu of mikið. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Við þurfum að stíga skrefin í réttri röð og ekki auka á þann vanda sem við erum að reyna að leysa. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á þinginu frumvarp heilbrigðisráðherra um svonefnda afglæpavæðingu neysluskammta á fíkniefnum. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að „snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna og að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu.“ Á þeim forsendum er það lagt til í frumvarpinu að varsla neysluskammta af fíkniefnum verði heimil og skref tekið í þá átt að vandi fíkniefnanotenda sé meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Um árabil hafa mál varðandi einkaneyslu verið meðhöndluð þannig að þeim er lokið með sektargerð komi þau til kasta lögreglu. Því hafa fangelsisrefsingar fyrir slík brot í raun verið aflagðar. Það er mikilvæg nálgun og viðhorfsbreyting að fíknisjúkdómar séu meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun. Við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Sá árangur sem náðst hefur í þeim efnum er ekki sjálfgefinn og honum má ekki stefna í hættu. Sú hugsun sem býr að baki frumvarpi heilbrigðisráðherra er ekki röng en skilaboðin sem í því felast eru varasöm. Með því að gera vörslu og neyslu ólögmætra vímuefna refsilausa erum við að senda fólki, sérstaklega ungu fólki, þau skilaboð að þetta sé í lagi. Við þurfum að stíga stærri skref í forvörnum, fræðslu og meðferðarúrræðum áður en við getum farið að huga að því að „normalisera“ neyslu efnanna með þeim hætti sem gert er með frumvarpinu. Neysla eiturlyfja er alvarlegt vandamál sem hefur þungbærar afleiðingar bæði fyrir fíkniefnaneytendur og fyrir fjölskyldur þeirra. Á hverju ári missum við ungmenni úr neyslu. Hvert eitt og einasta er einu of mikið. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Við þurfum að stíga skrefin í réttri röð og ekki auka á þann vanda sem við erum að reyna að leysa. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar