Stór skref strax: Svona bætum við réttarstöðu þolenda Jóhann Páll Jóhannsson og Heiða Björg Hilmisdóttir skrifa 18. maí 2021 09:00 MeToo-byltingin hefur valdið stórkostlegri hugarfarsbreytingu en það er stjórnmálafólks að fylgja byltingunni eftir með stórum ákvörðunum: áþreifanlegum breytingum á umgjörð og leikreglum samfélagsins í þágu þolenda. Það er ekki nóg að segjast styðja þolendur; kjörnir fulltrúar verða líka að hafa pólitískan metnað til að skapa þolendavænna samfélag og bæta réttarstöðu þeirra sem brotið er á. Eftirfarandi eru sjö aðgerðir sem við í Samfylkingunni óskum eftir umboði kjósenda til að hrinda í framkvæmd á næsta kjörtímabili. 1. Breytum lögum um meðferð sakamála þannig að þau sem kæra kynferðisbrot eða ofbeldi í nánum samböndum fái aðild að sakamálinu eða flest þau réttindi sem felast í málsaðild. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki orðið við ákallinu um slíka réttarbót. Auðvitað eiga þolendur og réttargæslumenn þeirra að geta fylgst með réttarhöldum yfir geranda, lagt fram viðbótarsönnunargögn, spurt ákærða og vitni viðbótarspurninga og loks haft heimild til áfrýjunar. Slík réttindi eru tryggð í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og þannig eigum við að hafa það á Íslandi. 2. Rýmkum gjafsóknarreglur svo þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis geti einnig sótt rétt sinn í einkamáli án þess að taka á sig fjárhagsáhættu og gerum ríkissjóð ábyrgan fyrir dæmdum bótum í einkamálum gegn gerendum með sams konar hætti og kveðið er á um í lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. 3. Ráðumst í skipulegt átak til að tryggja að lögregla hafi nægan mannafla til að rannsaka kynferðis- og heimilisofbeldismál vel og málin fái skjótari málsmeðferð í réttarkerfinu. Í tilvikum þar sem sakborningur fær refsilækkun vegna tafa hjá ákæruvaldi eða dómstólum ætti brotaþoli jafnframt að fá hærri bætur sem að hluta greiðist úr ríkissjóði. 4. Tryggjum brotaþolum langtíma stuðning og öryggi meðan mál eru til rannsóknar og tryggjum að starfandi séu þolendamiðstöðvar um allt land með auknum fjárframlögum. Stuðningur við brotaþola er mikilvægt samfélagslegt verkefni. Tökum sérstaklega utan um fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna, heimilislaust fólk, transfólk og jaðarsetta hópa sem eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir ofbeldi. 5. Ráðumst í endurskoðun á lagaumhverfi og stjórnsýslu barnaverndar- og umgengnismála til að tryggja að börn njóti raunverulega vafans þegar uppi er rökstuddur grunur um ofbeldi á heimili. Ekkert barn á að vera þvingað til umgengni við foreldri sem hefur verið dæmt fyrir eða er grunað um ofbeldi gegn því. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skerpti á vernd barna gegn ofbeldi með breytingum á barnalögum árið 2012 en síðan hefur lítið hreyfst í þessum efnum. Tökum upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. 6. Tryggjum fólki aukinn rétt til launaðs leyfis í kjölfar heimilsofbeldis eins og lög í Nýja Sjálandi heimila án þess að gengið sé á önnur réttindi, almennt veikindafrí og orlof. 7. Stofnum Ofbeldisvarnarráð Íslands með bolmagn til að vinna markvisst að forvörnum og fræðslu gegn ofbeldi í samvinnu við sveitarfélög um allt land, lögreglu og grasrótarhreyfingar. Starfsemi Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar hefur gefist vel og við þurfum sams konar starf um allt land. Jafnframt þarf að rýmka lagaheimildir til miðlunar upplýsinga um heimilisofbeldismál milli félagsþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðisstofnana, skóla og lögregluembætta. Umbæturnar sem hér hefur verið lýst taka mið af reynslu nágrannaþjóða okkar og eru í senn raunhæfar og róttækar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist hafa afhent Sjálfstæðisflokknum neitunarvald í þessum málaflokki eins og svo mörgum öðrum, en við í Samfylkingunni vonumst eftir afgerandi pólitísku umboði í haust til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd og stórbæta þannig stöðu þolenda á Íslandi. Heiða Björg Hilmisdóttir er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs og ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Jóhann Páll Jóhannsson er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 MeToo Kynferðisofbeldi Jóhann Páll Jóhannsson Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
MeToo-byltingin hefur valdið stórkostlegri hugarfarsbreytingu en það er stjórnmálafólks að fylgja byltingunni eftir með stórum ákvörðunum: áþreifanlegum breytingum á umgjörð og leikreglum samfélagsins í þágu þolenda. Það er ekki nóg að segjast styðja þolendur; kjörnir fulltrúar verða líka að hafa pólitískan metnað til að skapa þolendavænna samfélag og bæta réttarstöðu þeirra sem brotið er á. Eftirfarandi eru sjö aðgerðir sem við í Samfylkingunni óskum eftir umboði kjósenda til að hrinda í framkvæmd á næsta kjörtímabili. 1. Breytum lögum um meðferð sakamála þannig að þau sem kæra kynferðisbrot eða ofbeldi í nánum samböndum fái aðild að sakamálinu eða flest þau réttindi sem felast í málsaðild. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki orðið við ákallinu um slíka réttarbót. Auðvitað eiga þolendur og réttargæslumenn þeirra að geta fylgst með réttarhöldum yfir geranda, lagt fram viðbótarsönnunargögn, spurt ákærða og vitni viðbótarspurninga og loks haft heimild til áfrýjunar. Slík réttindi eru tryggð í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og þannig eigum við að hafa það á Íslandi. 2. Rýmkum gjafsóknarreglur svo þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis geti einnig sótt rétt sinn í einkamáli án þess að taka á sig fjárhagsáhættu og gerum ríkissjóð ábyrgan fyrir dæmdum bótum í einkamálum gegn gerendum með sams konar hætti og kveðið er á um í lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. 3. Ráðumst í skipulegt átak til að tryggja að lögregla hafi nægan mannafla til að rannsaka kynferðis- og heimilisofbeldismál vel og málin fái skjótari málsmeðferð í réttarkerfinu. Í tilvikum þar sem sakborningur fær refsilækkun vegna tafa hjá ákæruvaldi eða dómstólum ætti brotaþoli jafnframt að fá hærri bætur sem að hluta greiðist úr ríkissjóði. 4. Tryggjum brotaþolum langtíma stuðning og öryggi meðan mál eru til rannsóknar og tryggjum að starfandi séu þolendamiðstöðvar um allt land með auknum fjárframlögum. Stuðningur við brotaþola er mikilvægt samfélagslegt verkefni. Tökum sérstaklega utan um fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna, heimilislaust fólk, transfólk og jaðarsetta hópa sem eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir ofbeldi. 5. Ráðumst í endurskoðun á lagaumhverfi og stjórnsýslu barnaverndar- og umgengnismála til að tryggja að börn njóti raunverulega vafans þegar uppi er rökstuddur grunur um ofbeldi á heimili. Ekkert barn á að vera þvingað til umgengni við foreldri sem hefur verið dæmt fyrir eða er grunað um ofbeldi gegn því. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skerpti á vernd barna gegn ofbeldi með breytingum á barnalögum árið 2012 en síðan hefur lítið hreyfst í þessum efnum. Tökum upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. 6. Tryggjum fólki aukinn rétt til launaðs leyfis í kjölfar heimilsofbeldis eins og lög í Nýja Sjálandi heimila án þess að gengið sé á önnur réttindi, almennt veikindafrí og orlof. 7. Stofnum Ofbeldisvarnarráð Íslands með bolmagn til að vinna markvisst að forvörnum og fræðslu gegn ofbeldi í samvinnu við sveitarfélög um allt land, lögreglu og grasrótarhreyfingar. Starfsemi Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar hefur gefist vel og við þurfum sams konar starf um allt land. Jafnframt þarf að rýmka lagaheimildir til miðlunar upplýsinga um heimilisofbeldismál milli félagsþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðisstofnana, skóla og lögregluembætta. Umbæturnar sem hér hefur verið lýst taka mið af reynslu nágrannaþjóða okkar og eru í senn raunhæfar og róttækar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist hafa afhent Sjálfstæðisflokknum neitunarvald í þessum málaflokki eins og svo mörgum öðrum, en við í Samfylkingunni vonumst eftir afgerandi pólitísku umboði í haust til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd og stórbæta þannig stöðu þolenda á Íslandi. Heiða Björg Hilmisdóttir er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs og ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Jóhann Páll Jóhannsson er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar