Blóðug aftaka náðist á myndband Snorri Másson skrifar 19. maí 2021 07:30 Þrír háhyrningar sveimuðu um hríð í kringum sel áður en þeir réðust í að taka hann af lífi. Hörður Jónsson Það var ójafn leikur þegar þrír háhyrningar tóku varnarlausan sel af lífi skammt vestan við Hvammsvík í Hvalfirði á dögunum, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Þetta er hringrás lífsins, en grimmileg birtingarmynd, eins og Hörður Jónsson vefhönnuður lýsir því í samtali við Vísi. „Þetta var alveg magnað atriði hérna beint út úr stofuglugganum,“ segir Hörður, sem tók atburðarásina upp á myndband af pallinum hjá sér, eftir að hann og sonur hans komu auga á hamagang á hafi úti. Hann klippti myndbandið saman og gaf Vísi leyfi til að birta það. Klippa: Grimmir háhyrningar og varnarlaus selur Hörður og fjölskylda hans sjá á eftir Sella sel eins og þau hafa kallað hann, sem hafði vanið komu sína í litla vík við heimili þeirra við Hvalfjörðinn. Þrír háhyrningar, sem vitað er að sást einnig til vestur á fjörðum fyrir skemmstu, birtust í byrjun mánaðar og voru ekki lengi að finna sér fórnarlamb. „Þeir byrjuðu á að leika sér eiginlega bara að selnum. Þetta er móðir og tveir kálfar, þannig að kannski var hún að kenna þeim að veiða, því að það var ekki eins og þeir þyrftu að elta selinn neitt. Hann syndir aðeins upp úr nokkrum sinnum eftir að þeir umkringja hann, þar til einn þeirra tekur gott glefs í hann,“ segir Hörður. Eftir það glefs átti Selli selur sér ekki viðreisnar von og mávarnir voru síðan ekki lengi að renna á lyktina, eins og sést í myndbandinu þegar þeir hafa á brott innyfli selsins. Það var eftirsjá að Sella að sögn Harðar en bót í máli að nýr selur hefur gert sig heimankominn við ströndina. Dýr Kjósarhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þetta er hringrás lífsins, en grimmileg birtingarmynd, eins og Hörður Jónsson vefhönnuður lýsir því í samtali við Vísi. „Þetta var alveg magnað atriði hérna beint út úr stofuglugganum,“ segir Hörður, sem tók atburðarásina upp á myndband af pallinum hjá sér, eftir að hann og sonur hans komu auga á hamagang á hafi úti. Hann klippti myndbandið saman og gaf Vísi leyfi til að birta það. Klippa: Grimmir háhyrningar og varnarlaus selur Hörður og fjölskylda hans sjá á eftir Sella sel eins og þau hafa kallað hann, sem hafði vanið komu sína í litla vík við heimili þeirra við Hvalfjörðinn. Þrír háhyrningar, sem vitað er að sást einnig til vestur á fjörðum fyrir skemmstu, birtust í byrjun mánaðar og voru ekki lengi að finna sér fórnarlamb. „Þeir byrjuðu á að leika sér eiginlega bara að selnum. Þetta er móðir og tveir kálfar, þannig að kannski var hún að kenna þeim að veiða, því að það var ekki eins og þeir þyrftu að elta selinn neitt. Hann syndir aðeins upp úr nokkrum sinnum eftir að þeir umkringja hann, þar til einn þeirra tekur gott glefs í hann,“ segir Hörður. Eftir það glefs átti Selli selur sér ekki viðreisnar von og mávarnir voru síðan ekki lengi að renna á lyktina, eins og sést í myndbandinu þegar þeir hafa á brott innyfli selsins. Það var eftirsjá að Sella að sögn Harðar en bót í máli að nýr selur hefur gert sig heimankominn við ströndina.
Dýr Kjósarhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira