Ísland með mannréttindum? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 19. maí 2021 09:00 Fyrir tæplega tíu árum síðan viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Nú þegar svívirðileg mannréttindabrot eru að eiga sér stað þar í landi er vitaskuld hávært ákall um aðgerðir íslenskra stjórnvalda til stuðnings Palestínu. Að minnsta kosti 212 hafa látið lífið á Gaza, þar af 62 börn frá 10. maí sl., og 17 manns á Vesturbakkanum. Um 1500 eru særðir, um þrjú börn slasast á hverri klukkustund og eru um 40 þúsund manneskjur á flótta innan Gaza svæðisins. Á meðan þessu stendur gerir íslenska ríkisvaldið sitt besta við að vísa palestínsku flóttafólki úr landi og til Grikklands, þangað sem Rauði krossinn á Íslandi sagði fyrr í mánuðinum að væri ekki forsvaranlegt að senda fólk. Ástandið í Palestínu er fjarri því sem nokkur á að þurfa að gera sér hugarlund um og mun það bara versna ef marka má orð forsætisráðherra Ísrael en hann telur árásirnar nauðsynlegar þar til friður kemst á sem hann segir að muni taka tíma. Utanríkisráðherra Palestínu hefur ítrekað ákall sitt um viðskiptaþvinganir þjóða gagnvart Ísrael og það hefur félagið Ísland Palestína einnig gert. Utanríkisráðherra Íslands hefur gefið út að hann taki slíkt því miður ekki í mál fyrir Íslands hönd, landsins sem var fyrst vestur- og norður evrópskra ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Væri ekki betur í samræmi við þá afstöðu sem við tókum með Palestínu fyrir um tíu árum síðan, að taka afstöðu með þeim núna og leggja okkur fram við að leiða alþjóðasamfélagið til sameiginlegrar niðurstöðu um sniðgöngu á stjórnmálasviði- og/eða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael, líkt og Palestína kallar eftir? Fólk hérlendis sem stendur með mannréttindum upplifir sig margt aðgerðalaust og vanmátta. Við sjáum myndir af hörmungunum, lesum um óhugsandi ástand, horfum upp á barsmíðar og fylgjumst með börnum og fjölskyldum berjast fyrir lífi sínu. Íslenskur almenningur, sem annt er um mannréttindi, getur þó lagt sitt af mörkum. Bent hefur verið á að Moroccan Oil, Sodastream, Caterpillar AHAVA og ísraelskar döðlur, appelsínur, sítrónur, hvítlaukur og avókadó eru hluti af hversdagslegum innkaupum sem við getum kosið að versla ekki. Við getum reynt okkar besta við að sniðganga ísraelska framleiðslu, hætt að hafa viðskipti við alþjóðleg fyrirtæki, HP og Puma, sem styðja eða hagnast á mannréttindabrotum og stríðsglæpum Ísrael. Frætt okkur um ástandið, notað forréttindastöðu okkar til að vekja athygli á málinu, styrkt hjálparstarf o.s.frv. Staðan er þó augljóslega alvarlegri en svo að sniðganga upplýstra neytenda dugi ein og sér til að bregðast við henni og það er á ábyrgð stjórnvalda. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) hefur flokkað aðferðir Ísraels sem glæp gegn mannúð, nánar tiltekið kynþáttaaðskilnað (apartheid). Það er brot gegn Rómarsamþykktinni um alþjóðlega sakamáladómstólinn sem Ísland hefur fullgilt. Ef viðskiptaþvinganir eru ekki réttlætanlegar í slíku ástandi, hvenær þá? B’Tselem (The Israeli Information Center for Human Rights in the Occupied Territories) segir að aðgerðum Ísraels verði að linna til þess að hægt sé að tryggja mannréttindi, lýðræði, frelsi og jöfnuð á svæðinu. Saklausir borgarar eru að deyja vegna brota Ísraels á alþjóðalögum og verið er að traðka á mannréttindum palestínskra borgara. Þau grátbiðja um aðstoð og um skýrar aðgerðir. Ísland verður að gera sitt allra besta í að standa með mannréttindum. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Vekja skal sérstaka athygli á eftirfarandi: Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til þess að halda áfram mikilvægum verkefnum nú þegar ástandið í Palestínu er eins erfitt og raun ber vitni. Hægt er að veita stuðning með eftirtöldum leiðum: Styrkja í gegnum söfnunarsíðu Rauða krossins Senda sms-ið HJALP í 1900 (2.900 kr.) Styrkja í gegnum Aur (@raudikrossinn / 1235704000) Styrkja í gegnum Kass (778 3609) Leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Mannréttindi Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega tíu árum síðan viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Nú þegar svívirðileg mannréttindabrot eru að eiga sér stað þar í landi er vitaskuld hávært ákall um aðgerðir íslenskra stjórnvalda til stuðnings Palestínu. Að minnsta kosti 212 hafa látið lífið á Gaza, þar af 62 börn frá 10. maí sl., og 17 manns á Vesturbakkanum. Um 1500 eru særðir, um þrjú börn slasast á hverri klukkustund og eru um 40 þúsund manneskjur á flótta innan Gaza svæðisins. Á meðan þessu stendur gerir íslenska ríkisvaldið sitt besta við að vísa palestínsku flóttafólki úr landi og til Grikklands, þangað sem Rauði krossinn á Íslandi sagði fyrr í mánuðinum að væri ekki forsvaranlegt að senda fólk. Ástandið í Palestínu er fjarri því sem nokkur á að þurfa að gera sér hugarlund um og mun það bara versna ef marka má orð forsætisráðherra Ísrael en hann telur árásirnar nauðsynlegar þar til friður kemst á sem hann segir að muni taka tíma. Utanríkisráðherra Palestínu hefur ítrekað ákall sitt um viðskiptaþvinganir þjóða gagnvart Ísrael og það hefur félagið Ísland Palestína einnig gert. Utanríkisráðherra Íslands hefur gefið út að hann taki slíkt því miður ekki í mál fyrir Íslands hönd, landsins sem var fyrst vestur- og norður evrópskra ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Væri ekki betur í samræmi við þá afstöðu sem við tókum með Palestínu fyrir um tíu árum síðan, að taka afstöðu með þeim núna og leggja okkur fram við að leiða alþjóðasamfélagið til sameiginlegrar niðurstöðu um sniðgöngu á stjórnmálasviði- og/eða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael, líkt og Palestína kallar eftir? Fólk hérlendis sem stendur með mannréttindum upplifir sig margt aðgerðalaust og vanmátta. Við sjáum myndir af hörmungunum, lesum um óhugsandi ástand, horfum upp á barsmíðar og fylgjumst með börnum og fjölskyldum berjast fyrir lífi sínu. Íslenskur almenningur, sem annt er um mannréttindi, getur þó lagt sitt af mörkum. Bent hefur verið á að Moroccan Oil, Sodastream, Caterpillar AHAVA og ísraelskar döðlur, appelsínur, sítrónur, hvítlaukur og avókadó eru hluti af hversdagslegum innkaupum sem við getum kosið að versla ekki. Við getum reynt okkar besta við að sniðganga ísraelska framleiðslu, hætt að hafa viðskipti við alþjóðleg fyrirtæki, HP og Puma, sem styðja eða hagnast á mannréttindabrotum og stríðsglæpum Ísrael. Frætt okkur um ástandið, notað forréttindastöðu okkar til að vekja athygli á málinu, styrkt hjálparstarf o.s.frv. Staðan er þó augljóslega alvarlegri en svo að sniðganga upplýstra neytenda dugi ein og sér til að bregðast við henni og það er á ábyrgð stjórnvalda. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) hefur flokkað aðferðir Ísraels sem glæp gegn mannúð, nánar tiltekið kynþáttaaðskilnað (apartheid). Það er brot gegn Rómarsamþykktinni um alþjóðlega sakamáladómstólinn sem Ísland hefur fullgilt. Ef viðskiptaþvinganir eru ekki réttlætanlegar í slíku ástandi, hvenær þá? B’Tselem (The Israeli Information Center for Human Rights in the Occupied Territories) segir að aðgerðum Ísraels verði að linna til þess að hægt sé að tryggja mannréttindi, lýðræði, frelsi og jöfnuð á svæðinu. Saklausir borgarar eru að deyja vegna brota Ísraels á alþjóðalögum og verið er að traðka á mannréttindum palestínskra borgara. Þau grátbiðja um aðstoð og um skýrar aðgerðir. Ísland verður að gera sitt allra besta í að standa með mannréttindum. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Vekja skal sérstaka athygli á eftirfarandi: Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til þess að halda áfram mikilvægum verkefnum nú þegar ástandið í Palestínu er eins erfitt og raun ber vitni. Hægt er að veita stuðning með eftirtöldum leiðum: Styrkja í gegnum söfnunarsíðu Rauða krossins Senda sms-ið HJALP í 1900 (2.900 kr.) Styrkja í gegnum Aur (@raudikrossinn / 1235704000) Styrkja í gegnum Kass (778 3609) Leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar