Við verðum að endurheimta traust Halla Þorvaldsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir skrifa 20. maí 2021 09:00 Snemma á árinu 2019 kynnti heilbrigðisráðherra ákvörðun sína um að færa krabbameinsskimanir sem frá upphafi höfðu verið á höndum Krabbameinsfélags Íslands, til opinberra stofnana. Krabbameinsskimun er forvörn, rannsókn á einkennalausum einstaklingum auk eftirlits með fólki í ákveðnum áhættuhópum. Alþjóðastofnanir mæla með skimun fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Skimun er ein lykilforsenda þess mikla árangurs sem hefur orðið varðandi legháls- og brjóstakrabbamein hér á landi. Árangur af skimunum fyrir krabbameinum felst fyrst og fremst í lækkun dánartíðni af völdum sjúkdómanna hjá þjóðinni. Til að sá árangur náist þarf reglubundin þátttaka þeirra sem boðið er í skimun að vera sem mest og gæði þjónustunnar sem best. Mikil, reglubundin þátttaka í skimunum fæst helst þegar þjóðin er upplýst um gagnsemi skimunarinnar, þegar þjónustan er aðgengileg öllum, gjaldfrjáls, skilvirk og fólk ber traust til hennar. Ef árangur á að nást þarf allt ofangreint að vera uppfyllt og samráð við notendur skiptir máli. Ráðherra skrifaði um breytingarnar í blaðagrein í mars 2019, þar sem m.a. kom fram að markmiðið með breytingunum væri að ná betri árangri í baráttunni gegn krabbameini. Um þetta markmið þarf enginn að efast. Ákvörðun ráðherra var ekki skyndiákvörðun heldur átti sér aðdraganda. Landlæknir skipaði skimunarráð í apríl 2018 og skipaði einnig fagráð um skimanir fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Með framlengingu þjónustusamnings Sjúkratrygginga og Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í júní 2019 var skimun fyrir krabbameinum tryggð til loka árs 2020. Verkefnisstjórn sem var ætlað að útfæra nokkra þætti í breytingunum, m.a. hvar frumurannsóknir á leghálssýnum yrðu gerðar, skilaði skýrslu í febrúar 2020. Áhersla var lögð á að ekki yrði rof á þjónustu. Krabbameinsfélagið lagði ítrekað á það áherslu í aðdraganda breytinganna að nauðsynlegt væri að gefa nægjanlegan tíma til undirbúnings og vanda til hans á allan hátt. Undir það tóku skimunarráð og landlæknir sem hvöttu til að verkefnið yrði skipulagt til langs tíma og unnið í þrepum í góðu samráði þeirra aðila sem að máli koma. Engum dylst, að nú þegar meira en þriðjungur ársins er liðinn hefur innleiðing breytinga, sérstaklega varðandi skimun fyrir forstigum leghálskrabbameins, ekki tekist með fullnægjandi hætti og aukinn árangur í baráttunni gegn krabbameinum með skimunum er ekki í sjónmáli. Augljóst er að undirbúningur breytinganna var fjarri því að vera fullnægjandi. Svo virðist sem lykilákvarðanir hafi ekki verið teknar tímanlega, fræðsla og upplýsingar til kvenna voru langt frá því nægjanlegar, upplýsingakerfi voru ekki tilbúin og svo má lengi telja. Niðurstaðan er sú að fjöldi fólks vantreystir kerfi sem þarf að vera áreiðanlegt, skilvirkt og gegnsætt. Sú staða er óásættanleg. Fyrsta flokks skimun fyrir krabbameinum hefur hingað til leitt til mikils árangurs í baráttunni gegn krabbameinum hér á landi. Á því má ekki gefa afslátt og að því er virðist ófullburða tilraunir með fyrirkomulag þeirra eiga ekki að vera í boði. Hjá Krabbameinsfélaginu voru bundnar miklar vonir við að í kjölfar breytinganna yrði hafin skipulögð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Alþjóðastofnanir mæla með skimuninni sem bjargar mannslífum. Fréttir af undirbúningi hafa ekki borist en ráðherra hefur nefnt að fjármagni sé ætlað til verkefnisins á þessu ári. Stöðugt berast hins vegar fréttir af áhyggjum kvenna, vandræðum og vantrausti, sérstaklega vegna leghálsskimana. Á sama tíma greina fjölmiðlar frá nánast hnökralausu skipulagi bólusetninga, traustri upplýsingagjöf og fumlausum aðgerðum gegn Covid-19, sem sýna og sanna að stór verkefni í heilbrigðisþjónustu geta gengið vel. Markmið Krabbameinsfélagsins eru meðal annars að koma í veg fyrir krabbamein og draga úr dánartíðni af þeirra völdum. Vönduð, árangursrík skimun fyrir krabbameinum er eitt af lykilatriðunum hvað það varðar. Krabbameinsfélagið fer fram á að heilbrigðisyfirvöld upplýsi almenning í landinu um það, þegar í stað, hvenær og með hvaða hætti fyrirkomulagi krabbameinsskimana verði komið í það horf sem líklegt er til að endurvekja traust, auka þátttöku og árangur af skimunum. Höfundar eru Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Halla Þorvaldsdóttir Kvenheilsa Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Snemma á árinu 2019 kynnti heilbrigðisráðherra ákvörðun sína um að færa krabbameinsskimanir sem frá upphafi höfðu verið á höndum Krabbameinsfélags Íslands, til opinberra stofnana. Krabbameinsskimun er forvörn, rannsókn á einkennalausum einstaklingum auk eftirlits með fólki í ákveðnum áhættuhópum. Alþjóðastofnanir mæla með skimun fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Skimun er ein lykilforsenda þess mikla árangurs sem hefur orðið varðandi legháls- og brjóstakrabbamein hér á landi. Árangur af skimunum fyrir krabbameinum felst fyrst og fremst í lækkun dánartíðni af völdum sjúkdómanna hjá þjóðinni. Til að sá árangur náist þarf reglubundin þátttaka þeirra sem boðið er í skimun að vera sem mest og gæði þjónustunnar sem best. Mikil, reglubundin þátttaka í skimunum fæst helst þegar þjóðin er upplýst um gagnsemi skimunarinnar, þegar þjónustan er aðgengileg öllum, gjaldfrjáls, skilvirk og fólk ber traust til hennar. Ef árangur á að nást þarf allt ofangreint að vera uppfyllt og samráð við notendur skiptir máli. Ráðherra skrifaði um breytingarnar í blaðagrein í mars 2019, þar sem m.a. kom fram að markmiðið með breytingunum væri að ná betri árangri í baráttunni gegn krabbameini. Um þetta markmið þarf enginn að efast. Ákvörðun ráðherra var ekki skyndiákvörðun heldur átti sér aðdraganda. Landlæknir skipaði skimunarráð í apríl 2018 og skipaði einnig fagráð um skimanir fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Með framlengingu þjónustusamnings Sjúkratrygginga og Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í júní 2019 var skimun fyrir krabbameinum tryggð til loka árs 2020. Verkefnisstjórn sem var ætlað að útfæra nokkra þætti í breytingunum, m.a. hvar frumurannsóknir á leghálssýnum yrðu gerðar, skilaði skýrslu í febrúar 2020. Áhersla var lögð á að ekki yrði rof á þjónustu. Krabbameinsfélagið lagði ítrekað á það áherslu í aðdraganda breytinganna að nauðsynlegt væri að gefa nægjanlegan tíma til undirbúnings og vanda til hans á allan hátt. Undir það tóku skimunarráð og landlæknir sem hvöttu til að verkefnið yrði skipulagt til langs tíma og unnið í þrepum í góðu samráði þeirra aðila sem að máli koma. Engum dylst, að nú þegar meira en þriðjungur ársins er liðinn hefur innleiðing breytinga, sérstaklega varðandi skimun fyrir forstigum leghálskrabbameins, ekki tekist með fullnægjandi hætti og aukinn árangur í baráttunni gegn krabbameinum með skimunum er ekki í sjónmáli. Augljóst er að undirbúningur breytinganna var fjarri því að vera fullnægjandi. Svo virðist sem lykilákvarðanir hafi ekki verið teknar tímanlega, fræðsla og upplýsingar til kvenna voru langt frá því nægjanlegar, upplýsingakerfi voru ekki tilbúin og svo má lengi telja. Niðurstaðan er sú að fjöldi fólks vantreystir kerfi sem þarf að vera áreiðanlegt, skilvirkt og gegnsætt. Sú staða er óásættanleg. Fyrsta flokks skimun fyrir krabbameinum hefur hingað til leitt til mikils árangurs í baráttunni gegn krabbameinum hér á landi. Á því má ekki gefa afslátt og að því er virðist ófullburða tilraunir með fyrirkomulag þeirra eiga ekki að vera í boði. Hjá Krabbameinsfélaginu voru bundnar miklar vonir við að í kjölfar breytinganna yrði hafin skipulögð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Alþjóðastofnanir mæla með skimuninni sem bjargar mannslífum. Fréttir af undirbúningi hafa ekki borist en ráðherra hefur nefnt að fjármagni sé ætlað til verkefnisins á þessu ári. Stöðugt berast hins vegar fréttir af áhyggjum kvenna, vandræðum og vantrausti, sérstaklega vegna leghálsskimana. Á sama tíma greina fjölmiðlar frá nánast hnökralausu skipulagi bólusetninga, traustri upplýsingagjöf og fumlausum aðgerðum gegn Covid-19, sem sýna og sanna að stór verkefni í heilbrigðisþjónustu geta gengið vel. Markmið Krabbameinsfélagsins eru meðal annars að koma í veg fyrir krabbamein og draga úr dánartíðni af þeirra völdum. Vönduð, árangursrík skimun fyrir krabbameinum er eitt af lykilatriðunum hvað það varðar. Krabbameinsfélagið fer fram á að heilbrigðisyfirvöld upplýsi almenning í landinu um það, þegar í stað, hvenær og með hvaða hætti fyrirkomulagi krabbameinsskimana verði komið í það horf sem líklegt er til að endurvekja traust, auka þátttöku og árangur af skimunum. Höfundar eru Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar