Borgarlínan og Plusbus í Álaborg Ole H.W. Jensen og Ólöf Kristjánsdóttir skrifa 22. maí 2021 09:00 Á 21. öld stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum sem snúa að umhverfismálum og lýðheilsu. Fólki fjölgar og reynsla síðustu áratuga bæði erlendis og hérlendis sýnir að þörf er á að styðja við og byggja innviði fyrir fjölbreytta, umhverfisvæna og heilsueflandi ferðamáta. Á næstu 15 árum verður ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir Íslandssögunnar á öllu höfuðborgarsvæðinu. 52 milljarðar verða lagðir í stofnvegi, 50 milljarðar í almenningssamgöngur, 8 milljarðar í göngu- og hjólastíga og 7 milljarðar í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Borgarlínan er einn hluti af því verkefni en hún verður svokallað BRT kerfi (Bus Rapid Transit). Plusbus í Álaborg er ekki BRT-Lite Þórarinn Hjaltason, samgönguverkfræðingur, gagnrýnir nýverið áform um Borgarlínuna í grein sinni „Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla“ og vísar þar til Álaborgar sem góðrar fyrirmyndar þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgöngukerfis. Þar standa nú yfir framkvæmdir á Plusbus, sem Þórarinn ályktar ranglega að sé BRT-Lite kerfi. Í Álaborg er samþykkt samgöngustefna sem felur í sér eftirfarandi forgangsröðun aðgerða: Að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Að bæta núverandi innviði. Að byggja upp nýja innviði. Forgangsröðunin snýst um að ferðaþörf framtíðar sé fyrst og fremst leyst innan núverandi gatnakerfis, m.ö.o. stendur ekki til að skapa aukið pláss fyrir bíla. Hugmyndafræðin er að koma til móts við ferðaþörf með öðrum hætti en aukinni bílaumferð. Álaborg er byggðakjarni fyrir svæði sem er ekki mjög þéttbýlt og þarf því að vera aðgengilegt fyrir fólk sem ferðast með bílum. Til að það gangi upp til framtíðar þurfa íbúar Álaborgar að breyta sínum ferðavenjum frá bílum yfir í almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra virka ferðamáta, rétt eins og er nauðsynlegt hér. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Plusbus er BRT kerfi en byrjaði þó sem léttlestarverkefni. Öllum takmörkunum fyrir bílaumferð sem gert er ráð fyrir í léttlestarkerfi er haldið með BRT kerfinu þannig að fyrir utan vagnana er verkefnið það sama. Plusbus er metnaðarfullt verkefni með sérakreinum og takmörkunum á bílaumferð á leið þess. Í raun er það í öllum meginatriðum sambærilegt fyrstu lotu Borgarlínu og að lýsa því sem BRT-Lite kerfi er hreinlega rangt. Fleiri hraðbrautir er ekki stefna Álaborgar Í grein Þórarins er fullyrt að það sé ekki stefna samgönguyfirvalda Álaborgar að þrengja að einkabílnum. Það er rangt, en eitt megininntak samgöngustefnu Álaborgar er að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Í samgöngustefnu borgarinnar segir að tryggja skuli að aðgengi bíla í miðborginni sé neðar í forgangi en aðgengi gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Til dæmis var stórri tengigötu (Nyhavnsgade-Slotspladsen-Strandvejen) sem liggur um miðborgina meðfram vatnsbakkanum breytt úr 4 akreina götu í 2 akreina götu með hjólastígum. Það er verkefni sem sýnir skýra áherslu borgarinnar á göngu og hjólreiðar og á að bæta borgarumhverfið. Í grein Þórarins kemur fram að það séu uppi áætlanir um að útvíkka stofnvegakerfið með lagningu um 20 km langrar hraðbrautar sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörð. Hér gætir ákveðins misskilnings. Í dag liggja bæði göng undir og brú yfir Limafjörð og eru bæði mannvirkin að nálgast hámarksnýtingu. Göngin eru hluti af evrópska stofnbrautakerfinu og mynda tengingu frá meginlandi Evrópu til norðurhluta Jótlands og áfram til ferjanna í Hirtshals og Frederikshavn í átt til Svíþjóðar, Noregs, Færeyja og Íslands. Það verkefni snýr því fyrst og fremst að því að greiða leið umferðar í gegnum Álaborg frekar en að auka umferðarrýmd innan borgarinnar og einnig er litið á það sem tækifæri til að minnka umferðina á núverandi brú til að þar verði hægt að breyta akreinum í sérakreinar fyrir seinni áfanga Plusbus. Álaborg, rétt eins og allar borgir sem við viljum bera okkur saman við, leggur áherslu á aukna fjölbreytni og aukið frelsi í vali á ferðamáta svo að fólk geti valið þann kost sem hentar best hverju sinni og á sama tíma aukið greiðfærni og skilvirkni í umferðinni. Stefna um vistvænar og fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið unnin í mikilli samvinnu margra sérfræðinga á sviði samgangna, skipulags og umhverfismála. Ole H.W. Jensen er samgönguverkfræðingur hjá COWI, vinnur að innleiðingu Plusbus verkefnisins í Álaborg og er ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Ólöf Kristjánsdóttir er samgönguverkfræðingur hjá Mannviti og ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Á 21. öld stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum sem snúa að umhverfismálum og lýðheilsu. Fólki fjölgar og reynsla síðustu áratuga bæði erlendis og hérlendis sýnir að þörf er á að styðja við og byggja innviði fyrir fjölbreytta, umhverfisvæna og heilsueflandi ferðamáta. Á næstu 15 árum verður ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir Íslandssögunnar á öllu höfuðborgarsvæðinu. 52 milljarðar verða lagðir í stofnvegi, 50 milljarðar í almenningssamgöngur, 8 milljarðar í göngu- og hjólastíga og 7 milljarðar í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Borgarlínan er einn hluti af því verkefni en hún verður svokallað BRT kerfi (Bus Rapid Transit). Plusbus í Álaborg er ekki BRT-Lite Þórarinn Hjaltason, samgönguverkfræðingur, gagnrýnir nýverið áform um Borgarlínuna í grein sinni „Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla“ og vísar þar til Álaborgar sem góðrar fyrirmyndar þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgöngukerfis. Þar standa nú yfir framkvæmdir á Plusbus, sem Þórarinn ályktar ranglega að sé BRT-Lite kerfi. Í Álaborg er samþykkt samgöngustefna sem felur í sér eftirfarandi forgangsröðun aðgerða: Að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Að bæta núverandi innviði. Að byggja upp nýja innviði. Forgangsröðunin snýst um að ferðaþörf framtíðar sé fyrst og fremst leyst innan núverandi gatnakerfis, m.ö.o. stendur ekki til að skapa aukið pláss fyrir bíla. Hugmyndafræðin er að koma til móts við ferðaþörf með öðrum hætti en aukinni bílaumferð. Álaborg er byggðakjarni fyrir svæði sem er ekki mjög þéttbýlt og þarf því að vera aðgengilegt fyrir fólk sem ferðast með bílum. Til að það gangi upp til framtíðar þurfa íbúar Álaborgar að breyta sínum ferðavenjum frá bílum yfir í almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra virka ferðamáta, rétt eins og er nauðsynlegt hér. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Plusbus er BRT kerfi en byrjaði þó sem léttlestarverkefni. Öllum takmörkunum fyrir bílaumferð sem gert er ráð fyrir í léttlestarkerfi er haldið með BRT kerfinu þannig að fyrir utan vagnana er verkefnið það sama. Plusbus er metnaðarfullt verkefni með sérakreinum og takmörkunum á bílaumferð á leið þess. Í raun er það í öllum meginatriðum sambærilegt fyrstu lotu Borgarlínu og að lýsa því sem BRT-Lite kerfi er hreinlega rangt. Fleiri hraðbrautir er ekki stefna Álaborgar Í grein Þórarins er fullyrt að það sé ekki stefna samgönguyfirvalda Álaborgar að þrengja að einkabílnum. Það er rangt, en eitt megininntak samgöngustefnu Álaborgar er að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Í samgöngustefnu borgarinnar segir að tryggja skuli að aðgengi bíla í miðborginni sé neðar í forgangi en aðgengi gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Til dæmis var stórri tengigötu (Nyhavnsgade-Slotspladsen-Strandvejen) sem liggur um miðborgina meðfram vatnsbakkanum breytt úr 4 akreina götu í 2 akreina götu með hjólastígum. Það er verkefni sem sýnir skýra áherslu borgarinnar á göngu og hjólreiðar og á að bæta borgarumhverfið. Í grein Þórarins kemur fram að það séu uppi áætlanir um að útvíkka stofnvegakerfið með lagningu um 20 km langrar hraðbrautar sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörð. Hér gætir ákveðins misskilnings. Í dag liggja bæði göng undir og brú yfir Limafjörð og eru bæði mannvirkin að nálgast hámarksnýtingu. Göngin eru hluti af evrópska stofnbrautakerfinu og mynda tengingu frá meginlandi Evrópu til norðurhluta Jótlands og áfram til ferjanna í Hirtshals og Frederikshavn í átt til Svíþjóðar, Noregs, Færeyja og Íslands. Það verkefni snýr því fyrst og fremst að því að greiða leið umferðar í gegnum Álaborg frekar en að auka umferðarrýmd innan borgarinnar og einnig er litið á það sem tækifæri til að minnka umferðina á núverandi brú til að þar verði hægt að breyta akreinum í sérakreinar fyrir seinni áfanga Plusbus. Álaborg, rétt eins og allar borgir sem við viljum bera okkur saman við, leggur áherslu á aukna fjölbreytni og aukið frelsi í vali á ferðamáta svo að fólk geti valið þann kost sem hentar best hverju sinni og á sama tíma aukið greiðfærni og skilvirkni í umferðinni. Stefna um vistvænar og fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið unnin í mikilli samvinnu margra sérfræðinga á sviði samgangna, skipulags og umhverfismála. Ole H.W. Jensen er samgönguverkfræðingur hjá COWI, vinnur að innleiðingu Plusbus verkefnisins í Álaborg og er ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Ólöf Kristjánsdóttir er samgönguverkfræðingur hjá Mannviti og ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar