Akademísk aukastörf í lögfræði Trausti Fannar Valsson skrifar 25. maí 2021 09:01 Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu. Frá árinu 2017 hefur það verið samþykkt stefna Lagadeildar Háskóla Íslands að til hennar verði ráðnir færustu lögfræðingar sem vilja helga sig akademísku starfi. Áhersla deildarinnar er því sú að fastir akademískir starfsmenn hafi þau störf að aðalstarfi en ekki aukastarfi. Þannig er leitast við að tryggja gæði í innra starfi og skipulagi en um leið skiptir þetta máli vegna sjálfstæðis deildarinnar og ásýndar hennar. Þessari stefnu hefur verið fylgt við allar ráðningar í fastar stöður að Lagadeild undanfarin ár. Í þessu felst ekki að akademísk aukastörf séu almennt óæskileg. Slík störf geta og hafa þvert á móti stutt faglegt starf á háskólastigi og gera reglur Háskóla Íslands og alþjóðlegar hefðir ráð fyrir því að svo geti verið. Til Lagadeildar Háskóla Íslands hefur því í nokkrum tilvikum verið ráðið akademískt starfsfólk í ótímabundnar (fastar) hlutastöður sem gert er ráð fyrir að sinnt sé sem aukastarfi, síðast þó fyrir rúmum áratug. Lagadeildin sækir einnig á hverju starfsári mikinn faglegan styrk með tímabundnum samningum við stundakennara og akademíska gestakennara. Nemendur hafa af þessari ástæðu getað notið þess að lögfræðinni er miðlað til þeirra af færustu sérfræðingum hvers sviðs á hverjum tíma, sem margir hverjir gegna samhliða æðstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Þetta fyrirkomulag hefur ekki aðeins bætt nám við deildina heldur einnig stuðlað að fjölbreyttari rannsóknum. Mikilvægt er að fræðimenn við lagadeildir íslenskra háskóla séu í stakk búnir til að greina og gagnrýna, þar á meðal dómstólana. Starfsfólk Lagadeildar Háskóla Íslands, sem er elsta og stærsta lagadeild landsins, stendur undir þessu. Þar skiptir bæði máli að við deildina starfar sterkur hópur fræðimanna sem hefur það starf að aðalstarfi og að deildin tilheyrir sjálfstæðum og öflugum háskóla. Þótt við deildina séu vissulega akademískir starfsmenn sem gegna ótímabundnum hlutastörfum að aukastarfi meðfram aðalstarfi sínu þá er umfang þeirra starfa ekki óeðlilegt með tilliti til þeirrar starfsemi sem fram fer við deildina í heild sinni. Í umræðunni hefur einkum verið vísað til akademískra aukastarfa hæstaréttardómara. Af því tilefni þarf sérstaklega að geta þess að það getur átt sér eðlilegar skýringar ef einstakir starfsmenn Lagadeildar Háskóla Íslands gera tímabundna samninga um vinnuframlag í þágu Háskólans um lyktir tiltekinna verkefna þegar þeir hverfa til annarra starfa, s.s. dómstarfa, en sú er raunin með tvo dómara sem nýverið hafa fengið skipun við réttinn. Á sama sjónarmið getur reynt þegar nýráðnir starfsmenn að deildinni fá leyfi Háskólans til að ljúka verkefnum sem tilheyra þeirra fyrra aðalstarfi áður en þeir helga sig háskólastarfinu að fullu. Slík aukastörf eru í eðli sínu takmörkuð. Í tilefni af umræðu um akademísk aukastörf dómara og annarra verður jafnframt að minna á þá almennu staðreynd að það hvort vinnuveitandi í aðalstarfi samþykkir að starfsmaður taki að sér aukastarf við Háskóla Íslands ræðst af þeim lögum og samningum sem um það starf (aðalstarfið) gilda. Almennt ætti þó atvinnulífið og samfélagið að öðru leyti að líta það jákvæðum augum að starfsmenn utan háskólanna fái tækifæri til að koma inn í háskólana til þátttöku í kennslu og rannsóknum. Akademísk störf eru ekki bundin af sérhagsmunum, í þeim felst ekki hagsmunagæsla fyrir aðra og þar gildir meginreglan um akademískt frelsi og sjálfstæði. Þegar þetta er haft í huga kemur ekki á óvart að kennsla og fræðilegar rannsóknir, innan eðlilegra marka, sé sú tegund aukastarfa dómara sem almennt er litin jákvæðum augum bæði í nágrannalöndum okkar og hér á landi, sbr. ákvæði reglna nr. 1165/2017 um aukastörf dómara. Sömu niðurstöðu má einnig leiða af nokkuð afdráttarlausum ummælum í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 50/2016 um dómstóla. Höfundur er forseti Lagadeildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Skóla - og menntamál Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu. Frá árinu 2017 hefur það verið samþykkt stefna Lagadeildar Háskóla Íslands að til hennar verði ráðnir færustu lögfræðingar sem vilja helga sig akademísku starfi. Áhersla deildarinnar er því sú að fastir akademískir starfsmenn hafi þau störf að aðalstarfi en ekki aukastarfi. Þannig er leitast við að tryggja gæði í innra starfi og skipulagi en um leið skiptir þetta máli vegna sjálfstæðis deildarinnar og ásýndar hennar. Þessari stefnu hefur verið fylgt við allar ráðningar í fastar stöður að Lagadeild undanfarin ár. Í þessu felst ekki að akademísk aukastörf séu almennt óæskileg. Slík störf geta og hafa þvert á móti stutt faglegt starf á háskólastigi og gera reglur Háskóla Íslands og alþjóðlegar hefðir ráð fyrir því að svo geti verið. Til Lagadeildar Háskóla Íslands hefur því í nokkrum tilvikum verið ráðið akademískt starfsfólk í ótímabundnar (fastar) hlutastöður sem gert er ráð fyrir að sinnt sé sem aukastarfi, síðast þó fyrir rúmum áratug. Lagadeildin sækir einnig á hverju starfsári mikinn faglegan styrk með tímabundnum samningum við stundakennara og akademíska gestakennara. Nemendur hafa af þessari ástæðu getað notið þess að lögfræðinni er miðlað til þeirra af færustu sérfræðingum hvers sviðs á hverjum tíma, sem margir hverjir gegna samhliða æðstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Þetta fyrirkomulag hefur ekki aðeins bætt nám við deildina heldur einnig stuðlað að fjölbreyttari rannsóknum. Mikilvægt er að fræðimenn við lagadeildir íslenskra háskóla séu í stakk búnir til að greina og gagnrýna, þar á meðal dómstólana. Starfsfólk Lagadeildar Háskóla Íslands, sem er elsta og stærsta lagadeild landsins, stendur undir þessu. Þar skiptir bæði máli að við deildina starfar sterkur hópur fræðimanna sem hefur það starf að aðalstarfi og að deildin tilheyrir sjálfstæðum og öflugum háskóla. Þótt við deildina séu vissulega akademískir starfsmenn sem gegna ótímabundnum hlutastörfum að aukastarfi meðfram aðalstarfi sínu þá er umfang þeirra starfa ekki óeðlilegt með tilliti til þeirrar starfsemi sem fram fer við deildina í heild sinni. Í umræðunni hefur einkum verið vísað til akademískra aukastarfa hæstaréttardómara. Af því tilefni þarf sérstaklega að geta þess að það getur átt sér eðlilegar skýringar ef einstakir starfsmenn Lagadeildar Háskóla Íslands gera tímabundna samninga um vinnuframlag í þágu Háskólans um lyktir tiltekinna verkefna þegar þeir hverfa til annarra starfa, s.s. dómstarfa, en sú er raunin með tvo dómara sem nýverið hafa fengið skipun við réttinn. Á sama sjónarmið getur reynt þegar nýráðnir starfsmenn að deildinni fá leyfi Háskólans til að ljúka verkefnum sem tilheyra þeirra fyrra aðalstarfi áður en þeir helga sig háskólastarfinu að fullu. Slík aukastörf eru í eðli sínu takmörkuð. Í tilefni af umræðu um akademísk aukastörf dómara og annarra verður jafnframt að minna á þá almennu staðreynd að það hvort vinnuveitandi í aðalstarfi samþykkir að starfsmaður taki að sér aukastarf við Háskóla Íslands ræðst af þeim lögum og samningum sem um það starf (aðalstarfið) gilda. Almennt ætti þó atvinnulífið og samfélagið að öðru leyti að líta það jákvæðum augum að starfsmenn utan háskólanna fái tækifæri til að koma inn í háskólana til þátttöku í kennslu og rannsóknum. Akademísk störf eru ekki bundin af sérhagsmunum, í þeim felst ekki hagsmunagæsla fyrir aðra og þar gildir meginreglan um akademískt frelsi og sjálfstæði. Þegar þetta er haft í huga kemur ekki á óvart að kennsla og fræðilegar rannsóknir, innan eðlilegra marka, sé sú tegund aukastarfa dómara sem almennt er litin jákvæðum augum bæði í nágrannalöndum okkar og hér á landi, sbr. ákvæði reglna nr. 1165/2017 um aukastörf dómara. Sömu niðurstöðu má einnig leiða af nokkuð afdráttarlausum ummælum í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 50/2016 um dómstóla. Höfundur er forseti Lagadeildar Háskóla Íslands.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar