Amazon kaupir MGM og James Bond Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 14:10 Söguheimurinn um njósnarann James Bond, sem Daniel Craig hefur leikið á undanförnum árum, er ein verðmætasata eign MGM. AP/Michael Sohn Amazon hefur gert samning um að kaupa kvikmyndaver og kvikmynda- og þáttasafn fyrirtækisins MGM. Þar með er njósnarinn frægi, James Bond, kominn í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. MGM kostar Amazon 8,45 milljarða dala, sem samsvarar um einni billjón króna. Samkvæmt frétt Variety inniheldur safn MGM rúmlega fjögur þúsund kvikmyndir og um sautján þúsund sjónvarpsþætti. Þetta efni mun líklegast bætast við efnisveitu Amazon, Prime Video. Ekki liggur fyrir hvenær kaupin munu ganga í gegn. Kaupin munu einnig gera Amazon kleift að framleiða upprunalegt efni sem tengist kvikmyndum og þáttum um frægar persónur eins og Bond, Rocky, Robocop og aðrar. Meðal þáttaraða sem MGM á eru Handmaid's Tale, Vikings, Fargo og Stargate. Í tilkynningu um samningin er haft eftir einum yfirmanna Prime Video að Amazon sjái mikla möguleika með það efni sem MGM á höfundarrétt að. Það bjóði upp á gífurleg tækifæri til sögusköpunar. MGM hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Variety segir aðra sem hafa haft til skoðunar að kaupa kvikmyndaverið hafa lýst yfir furðu sinni á verðinu sem Amazon ætlar að greiða. Flestir hafi hingað til metið fyrirtækið á um fimm milljarða dala. Í frétt CNBC segir að kaupin sé til marks um vilja forsvarsmanna Amazon til að eiga í samkeppni við fyrirtæki sem reka aðrar efnisveitur eins og Netflix og Disney. Þessi fyrirtæki hafa öll varið miklum fjármunum í að byggja upp efnissöfn sín. Þá hafi stór fyrirtæki í framleiðslu sjónvarpsefnis verið sameinuð undanfarið og er sameining WarnerMedia og Discovery nefnd sem dæmi. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu eru þegar að skoða umsvif Amazon með tilliti til samkeppnissjónarmiða og segir í frétt CNBC að kaupin á MGM gætu aukið þær áhyggjur sem ráðamenn hafa af yfirburðastöðu Amazon. Amazon Bíó og sjónvarp James Bond Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Samkvæmt frétt Variety inniheldur safn MGM rúmlega fjögur þúsund kvikmyndir og um sautján þúsund sjónvarpsþætti. Þetta efni mun líklegast bætast við efnisveitu Amazon, Prime Video. Ekki liggur fyrir hvenær kaupin munu ganga í gegn. Kaupin munu einnig gera Amazon kleift að framleiða upprunalegt efni sem tengist kvikmyndum og þáttum um frægar persónur eins og Bond, Rocky, Robocop og aðrar. Meðal þáttaraða sem MGM á eru Handmaid's Tale, Vikings, Fargo og Stargate. Í tilkynningu um samningin er haft eftir einum yfirmanna Prime Video að Amazon sjái mikla möguleika með það efni sem MGM á höfundarrétt að. Það bjóði upp á gífurleg tækifæri til sögusköpunar. MGM hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Variety segir aðra sem hafa haft til skoðunar að kaupa kvikmyndaverið hafa lýst yfir furðu sinni á verðinu sem Amazon ætlar að greiða. Flestir hafi hingað til metið fyrirtækið á um fimm milljarða dala. Í frétt CNBC segir að kaupin sé til marks um vilja forsvarsmanna Amazon til að eiga í samkeppni við fyrirtæki sem reka aðrar efnisveitur eins og Netflix og Disney. Þessi fyrirtæki hafa öll varið miklum fjármunum í að byggja upp efnissöfn sín. Þá hafi stór fyrirtæki í framleiðslu sjónvarpsefnis verið sameinuð undanfarið og er sameining WarnerMedia og Discovery nefnd sem dæmi. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu eru þegar að skoða umsvif Amazon með tilliti til samkeppnissjónarmiða og segir í frétt CNBC að kaupin á MGM gætu aukið þær áhyggjur sem ráðamenn hafa af yfirburðastöðu Amazon.
Amazon Bíó og sjónvarp James Bond Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira