Menningarnótt 21. ágúst nema faraldurinn setji aftur strik í reikninginn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. maí 2021 15:00 Frá tónleikum Bylgjunnar á Menningarnótt 2018. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur ákveðið að halda Menningarnótt þann 21. ágúst. Lagt er upp með að hátíðin verði með sama hætti og fyrri ár með fyrirvara um breytingar vegna sóttvarna. Verkefnastjóri Menningarnætur býst við að allt að þúsund viðburðir verði í boði. Fresta þurfti Menningarnótt á síðasta ári vegna Covid-19 faraldursins en í ár hefur verið ákveðið að halda hátíðina. Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnisstjóri hennar segir ákvörðunina tekna að vandlega íhuguðu máli . Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnisstjóri Menningarnætur.Vísir „Við ákváðum að gera þetta eftir að hafa verið í samráði við sóttvarnaryfirvöld og fleiri. Við komust að þeirri niðurstöðu að þar sem þetta lítur afar vel út að halda okkar striki. En auðvitað erum við tilbúin að gera einhverjar breytingar ef eitthvað breytist,“ segir Guðmundur. Aðspurður um hvort einhverjar breytingar verði gerðar á hátíðinni í ár svarar Guðmundur: „Við erum að hugsa hana eins og áður. Einu fyrirvarar sem við setjum eru stærstu tónleikarnir. Hvort við þurfum hólfaskiptingu eða fjöldatakmarkanir þegar þeir verða haldnir. Guðmundur segir að búast megi við gríðarmörgum viðburðum eins og áður. „Ef allir viðburðir stórir og smáir eru taldir með hafa þeir náð allt að þúsund talsins og má búast við að sú tala verði einnig í ár,“ segir hann. Nú er verið að auglýsa eftir hugmyndum að viðburðum í Menningarnæturpott Landsbankans. „Við erum með frest til 18. júní til að sækja um í pottinn. Ég vil bara hvetja fólk til að koma með góðar hugmyndir og taka þátt í Menningarnótt á fallegan og skemmtilegan máta,“ segir Guðmundur Birgir að lokum. Hér að neðan má sjá Pál Óskar koma fram í Garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt 2018. Menningarnótt Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Fresta þurfti Menningarnótt á síðasta ári vegna Covid-19 faraldursins en í ár hefur verið ákveðið að halda hátíðina. Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnisstjóri hennar segir ákvörðunina tekna að vandlega íhuguðu máli . Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnisstjóri Menningarnætur.Vísir „Við ákváðum að gera þetta eftir að hafa verið í samráði við sóttvarnaryfirvöld og fleiri. Við komust að þeirri niðurstöðu að þar sem þetta lítur afar vel út að halda okkar striki. En auðvitað erum við tilbúin að gera einhverjar breytingar ef eitthvað breytist,“ segir Guðmundur. Aðspurður um hvort einhverjar breytingar verði gerðar á hátíðinni í ár svarar Guðmundur: „Við erum að hugsa hana eins og áður. Einu fyrirvarar sem við setjum eru stærstu tónleikarnir. Hvort við þurfum hólfaskiptingu eða fjöldatakmarkanir þegar þeir verða haldnir. Guðmundur segir að búast megi við gríðarmörgum viðburðum eins og áður. „Ef allir viðburðir stórir og smáir eru taldir með hafa þeir náð allt að þúsund talsins og má búast við að sú tala verði einnig í ár,“ segir hann. Nú er verið að auglýsa eftir hugmyndum að viðburðum í Menningarnæturpott Landsbankans. „Við erum með frest til 18. júní til að sækja um í pottinn. Ég vil bara hvetja fólk til að koma með góðar hugmyndir og taka þátt í Menningarnótt á fallegan og skemmtilegan máta,“ segir Guðmundur Birgir að lokum. Hér að neðan má sjá Pál Óskar koma fram í Garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt 2018.
Menningarnótt Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira