Deane Williams var sex mánaða þegar Keflavík sendi KR síðast í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 13:01 Deane Williams hefur verið frábær með Keflavíkurliðinu á þessu tímabili. Vísir/Vilhelm Deildarmeistarar Keflavíkur mæta aftur til leiks í úrslitakeppnina í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld eftir tíu daga frí þegar KR-inga koma í heimsókn í Blue höllina á Sunnubrautinni. KR-liðið fékk bara fjögurra daga frí eftir einvígi sitt á móti Val og hefur spilað þrjá leiki síðan að Keflvíkingar tryggðu sig inn í undanúrslitin 22. maí. KR-ingar hafa hins vegar verið með ágæt tök á Keflvíkingum í úrslitakeppninni undanfarin ár enda slegið lið Keflavíkur út í síðustu fjórum viðureignum félaganna. Keflvíkingar hafa ekki slegið KR-inga úr úr úrslitakeppninni síðan á síðustu öld eða síðan í undanúrslitaeinvíginu 1997. Það var fyrsta úrslitakeppni Sigurðar Ingimundarsonar með Keflavíkurliðið og þá Keflvíkingurinn Hrannar Hólm þjálfari KR-liðsins. Það eru því liðin 24 ár og rúmir níu mánuðir síðan að Keflavík tókst síðast að senda KR-inga í sumarfrí. Þá var Deane Williams, leikmaður Keflavíkurliðsins, aðeins sex mánaða gamall sem dæmi. Flestir leikmenn Keflavíkurliðsins voru líka á leikskólaaldri 23. mars 1997 þegar Keflavík innsiglaði þennan umrædda 3-1 sigur á KR í undanúrslitunum. Fyrirliðinn Hörður Axel var samt kominn í skóla og Reggie Dupree var búinn að halda upp á níu ára afmælið sitt. KR hefur slegið Keflavík út samanlagt 6-1 í tveimur einvígum liðanna undanfarinn áratug en einvígi liðanna vorið 2011 fór alla leið í oddaleik eftir að Keflavík vann upp 2-0 forskot KR-inga. KR vann einvígi liðanna árið 2009 í þremur leikjum en lokaleikurinn var fjórframlengdur. Leikur Keflavíkur og KR í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.45 á sömu rás. Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
KR-liðið fékk bara fjögurra daga frí eftir einvígi sitt á móti Val og hefur spilað þrjá leiki síðan að Keflvíkingar tryggðu sig inn í undanúrslitin 22. maí. KR-ingar hafa hins vegar verið með ágæt tök á Keflvíkingum í úrslitakeppninni undanfarin ár enda slegið lið Keflavíkur út í síðustu fjórum viðureignum félaganna. Keflvíkingar hafa ekki slegið KR-inga úr úr úrslitakeppninni síðan á síðustu öld eða síðan í undanúrslitaeinvíginu 1997. Það var fyrsta úrslitakeppni Sigurðar Ingimundarsonar með Keflavíkurliðið og þá Keflvíkingurinn Hrannar Hólm þjálfari KR-liðsins. Það eru því liðin 24 ár og rúmir níu mánuðir síðan að Keflavík tókst síðast að senda KR-inga í sumarfrí. Þá var Deane Williams, leikmaður Keflavíkurliðsins, aðeins sex mánaða gamall sem dæmi. Flestir leikmenn Keflavíkurliðsins voru líka á leikskólaaldri 23. mars 1997 þegar Keflavík innsiglaði þennan umrædda 3-1 sigur á KR í undanúrslitunum. Fyrirliðinn Hörður Axel var samt kominn í skóla og Reggie Dupree var búinn að halda upp á níu ára afmælið sitt. KR hefur slegið Keflavík út samanlagt 6-1 í tveimur einvígum liðanna undanfarinn áratug en einvígi liðanna vorið 2011 fór alla leið í oddaleik eftir að Keflavík vann upp 2-0 forskot KR-inga. KR vann einvígi liðanna árið 2009 í þremur leikjum en lokaleikurinn var fjórframlengdur. Leikur Keflavíkur og KR í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.45 á sömu rás. Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða
Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira