Delta-afbrigðið greinist í Ástralíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 23:29 Alls hafa 64 greinst smitaðir af Covid-19 í Viktoríu frá 24. maí síðastliðnum. Getty/Darrian Traynor Yfirvöld í Viktoríu í Ástralíu tilkynntu í dag að Delta-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst í fyrsta skipti í landinu í Melbourne. Kórónuveirutilfellum hefur farið fjölgandi í Ástralíu undanfarna viku og hafa yfirvöld áhyggjur af nýjustu vendingum. Delta-afbrigðið er rakið til Indlands og virðist það smitast hraðar og auðveldar en önnur afbrigði veirunnar. Afbrigðið greindist nýverið í Bretlandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu afbrigði,“ sagði Brett Sutton, yfirmaður heilbrigðisstofnunar Viktoríu, í samtali við fréttamenn í Melbourne í dag. Aðeins tveir hafa greinst smitaðir af Delta-afbrigðinu í Ástralíu og eru þeir því ekki taldir tengjast öðrum smitum sem hafa greinst. Smitrakning stendur nú yfir og vonast heilbrigðisyfirvöld til þess að geta komið í veg fyrir að afbrigðið komist út í samfélagið. Hinir smituðu, sem eru fjölskyldumeðlimir, ferðuðust til Nýju Suður Wales fyrir tveimur vikum síðan og talið er að þeir hafi verið smitandi á meðan á ferðalaginu stóð. Heimsóttu þeir fjölfarna ferðamannastaði í suðurhluta ríkisins. Sutton segir það koma til greina að fólkið hafi smitast á meðan það var á ferðalaginu en það eigi enn eftir að koma í ljós. Enginn hefur greinst smitaður af veirunni í Nýju Suður Wales í mánuð. Viktoría, sem er annað fjölmennasta ríki Ástralíu, hefur glímt við fjölda smita undanfarinn mánuð en alls hafa 64 greinst smitaðir af veirunni frá 24. maí síðastliðnum. Fyrir það hafði enginn greinst smitaður af veirunni í þrjá mánuði. Öll tilfellin hafa verið rekin til eins ferðamanns sem losnaði úr sóttkví eftir að hafa greinst neikvæður á Covid-prófi. Um leið og fyrstu smitin greindust gripu yfirvöld í Melbourne til harðra aðgerða og settu á útgöngubann. Það hefur nú verið framlengt til 10. júní en víða annars staðar í ríkinu hefur verið slakað á aðgerðum. Nú hafa alls 20 prósent fullorðinna fengið fyrsta skammt Covid-19 bólusetningar í Ástralíu en alls hafa 4,8 milljónum skammta verið útdeilt. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Delta-afbrigðið er rakið til Indlands og virðist það smitast hraðar og auðveldar en önnur afbrigði veirunnar. Afbrigðið greindist nýverið í Bretlandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu afbrigði,“ sagði Brett Sutton, yfirmaður heilbrigðisstofnunar Viktoríu, í samtali við fréttamenn í Melbourne í dag. Aðeins tveir hafa greinst smitaðir af Delta-afbrigðinu í Ástralíu og eru þeir því ekki taldir tengjast öðrum smitum sem hafa greinst. Smitrakning stendur nú yfir og vonast heilbrigðisyfirvöld til þess að geta komið í veg fyrir að afbrigðið komist út í samfélagið. Hinir smituðu, sem eru fjölskyldumeðlimir, ferðuðust til Nýju Suður Wales fyrir tveimur vikum síðan og talið er að þeir hafi verið smitandi á meðan á ferðalaginu stóð. Heimsóttu þeir fjölfarna ferðamannastaði í suðurhluta ríkisins. Sutton segir það koma til greina að fólkið hafi smitast á meðan það var á ferðalaginu en það eigi enn eftir að koma í ljós. Enginn hefur greinst smitaður af veirunni í Nýju Suður Wales í mánuð. Viktoría, sem er annað fjölmennasta ríki Ástralíu, hefur glímt við fjölda smita undanfarinn mánuð en alls hafa 64 greinst smitaðir af veirunni frá 24. maí síðastliðnum. Fyrir það hafði enginn greinst smitaður af veirunni í þrjá mánuði. Öll tilfellin hafa verið rekin til eins ferðamanns sem losnaði úr sóttkví eftir að hafa greinst neikvæður á Covid-prófi. Um leið og fyrstu smitin greindust gripu yfirvöld í Melbourne til harðra aðgerða og settu á útgöngubann. Það hefur nú verið framlengt til 10. júní en víða annars staðar í ríkinu hefur verið slakað á aðgerðum. Nú hafa alls 20 prósent fullorðinna fengið fyrsta skammt Covid-19 bólusetningar í Ástralíu en alls hafa 4,8 milljónum skammta verið útdeilt.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira