Bollaleggingar á villigötum Svanur Guðmundsson skrifar 10. júní 2021 08:01 Það er eftirtektarvert að sjá hvernig hagfræðingurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Samfylkingarinnar, Bolli Héðinsson, beitir hagfræðiþekkingu sinni. Í greininni Kringlukvóti[1]í Fréttablaðinu 8. júní sl. býr hann til ímyndað dæmi sem gengur út á að verslunarmiðstöðin Smáralind væri í eigu þjóðarinnar. Gefur hann sér að bókabúðin í ríkisreknu verslunarmiðstöðinni, sem við skulum kalla Ríkislind, geti ekki borgað sömu leigu og aðrir og eigi því að fá niðurgreiðslu á leigunni. Það yrði gert með millifærslum af leigugreiðslum til bókabúðarinnar frá þeim sem hafa betri afkomu í Ríkislindinni, því bókabúðin gegnir lykilhlutverki sem menningarmiðstöð. Ekki veit ég hvernig Ríkislindin hans Bolla liti út ef ríkið hefði byggt hana eða hvernig ástand eignarinnar væri þá. En eflaust væru þar margir stjórnarmenn og mikið um fundi og ferðir þeirra við að spekúlera í verslunarmiðstöðvum um allan heim. Litlu yrði breytt og miklu eytt. Leigan væri „fullt gjald” og enginn myndi hafa neina afkomu af sínum rekstri. Sérstakt rekstrarform væri um ríkisfyrirtækið Ríkislindin ohf. eins og á við um vel þekkt fyrirtæki eins og Isavia, Fríhöfnina, Ríkisútvarpið, ÁTVR, Íslandspóst, Landsnet eða Landsvirkjun. Stjórnin sem aldrei myndi láta ná í sig kæmi til með að flokka verslanir eftir mikilfengleik samkvæmt þeirra pólitísku sýn. Þannig gætu þeir aflað sínum flokki velvildar með niðurfellingu á leigu eða millifærslu til vel valina rýma eins og bókabúðarinnar sem sinna „mikilvægu” hlutverki að þeirra mati. Markmiðið væri pólitísk rétthugsun ekki hagkvæmur rekstur. Allar þessar Bollaleggingar eru til þess eins að segja fólki að þjóðin sé „alls ekki fá þá leigu sem henni ber (fullt gjald)” af fiskveiðiauðlindinni. Samfylkingarfólk tönglast á þessari staðhæfingu og virðist nokkuð ágengt við að rugla umræðuna. Staðreyndin er sú að sjávarútvegsfyrirtæki greiða fullan skatt af hagnaði sínum eins og önnur fyrirtæki en að auki greiða þau skatta umfram aðrar atvinnugreinar. Önnur fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins eru ekki að greiða aukaskatt fyrir nýtinguna, þau sem nýta vatnið, loftið eða landið. En Samfylkingin hefur sannarlega fengið að láta reyna á stjórnvisku sína. Reykjavíkurborg takmarkar mjög aðgang að byggingalandi og heldur þannig uppi, með takmörkunum, verðmæti eigna í borginni. Þar stjórnar Samfylkingin hans Bolla framboðinu á lóðum og eykur þannig kostnað þeirra sem vilja þak yfir höfuðið. Í raun er Reykjavíkurborg búin að búa til kvótakerfi um úthlutun á landi á kostnað íbúa. Allt að óþörfu því nægt land er til umráða. Með ríkisrekstri á verslunarmiðstöðum gæti Bolli náð sama árangri. Hins vegar var takmörkun sett á sjávarútvegi vegna ofveiði og til verndar fiskistofnum. Með kvótakerfinu urðu miklar breytingar á sjávarútvegi. Fyrirtæki sem voru þá í rekstri lögðust sum hver af eða sameinuðust öðrum til að ná hagkvæmni. Mörg þeirra fyrirtækja voru ríkisrekin eða í eigu sveitarfélaga á sínum tíma. Í dag er grimm samkeppni í sjávarútvegi og eignaraðild dreifð umfram aðrar greinar viðskiptakerfis Íslands eins og kemur fram í skýrslu sem ég setti saman um Samkeppni í sjávarútvegi[2]. Í nýrri skýrslu sjávarútvegsráðuneytisins, Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi[3] segir: „Samkvæmt nýjustu tölum OECD sker Ísland sig sérstaklega úr hvað varðar greiðslur fyrirtækja í greininni fyrir aðgang að auðlindinni. [.....] þá sker Ísland sig verulega úr í hópi OECD landa því það er eina landið sem sjávarútvegsgreinin borgar meira til hins opinbera en hann fær greitt úr opinberum sjóðum”. Í þeirri skýrslu kemur skýrt fram að árangur af kvótakerfinu hér á landi er góður og hefur gert fyrirtækjum kleift að skila jákvæðri afkomu án stuðning ríkis eða sveitarfélaga. Það er nokkuð sem aðrar þjóðir gætu lært af okkur. Sem betur fer er Ríkislindin ekki til, ríkisrekin sjávarútvegsfyrirtæki eða bæjarútgerðir. Er kannski hagfræðingurinn að boða þá stefnu? Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Svanur Guðmundsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það er eftirtektarvert að sjá hvernig hagfræðingurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Samfylkingarinnar, Bolli Héðinsson, beitir hagfræðiþekkingu sinni. Í greininni Kringlukvóti[1]í Fréttablaðinu 8. júní sl. býr hann til ímyndað dæmi sem gengur út á að verslunarmiðstöðin Smáralind væri í eigu þjóðarinnar. Gefur hann sér að bókabúðin í ríkisreknu verslunarmiðstöðinni, sem við skulum kalla Ríkislind, geti ekki borgað sömu leigu og aðrir og eigi því að fá niðurgreiðslu á leigunni. Það yrði gert með millifærslum af leigugreiðslum til bókabúðarinnar frá þeim sem hafa betri afkomu í Ríkislindinni, því bókabúðin gegnir lykilhlutverki sem menningarmiðstöð. Ekki veit ég hvernig Ríkislindin hans Bolla liti út ef ríkið hefði byggt hana eða hvernig ástand eignarinnar væri þá. En eflaust væru þar margir stjórnarmenn og mikið um fundi og ferðir þeirra við að spekúlera í verslunarmiðstöðvum um allan heim. Litlu yrði breytt og miklu eytt. Leigan væri „fullt gjald” og enginn myndi hafa neina afkomu af sínum rekstri. Sérstakt rekstrarform væri um ríkisfyrirtækið Ríkislindin ohf. eins og á við um vel þekkt fyrirtæki eins og Isavia, Fríhöfnina, Ríkisútvarpið, ÁTVR, Íslandspóst, Landsnet eða Landsvirkjun. Stjórnin sem aldrei myndi láta ná í sig kæmi til með að flokka verslanir eftir mikilfengleik samkvæmt þeirra pólitísku sýn. Þannig gætu þeir aflað sínum flokki velvildar með niðurfellingu á leigu eða millifærslu til vel valina rýma eins og bókabúðarinnar sem sinna „mikilvægu” hlutverki að þeirra mati. Markmiðið væri pólitísk rétthugsun ekki hagkvæmur rekstur. Allar þessar Bollaleggingar eru til þess eins að segja fólki að þjóðin sé „alls ekki fá þá leigu sem henni ber (fullt gjald)” af fiskveiðiauðlindinni. Samfylkingarfólk tönglast á þessari staðhæfingu og virðist nokkuð ágengt við að rugla umræðuna. Staðreyndin er sú að sjávarútvegsfyrirtæki greiða fullan skatt af hagnaði sínum eins og önnur fyrirtæki en að auki greiða þau skatta umfram aðrar atvinnugreinar. Önnur fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins eru ekki að greiða aukaskatt fyrir nýtinguna, þau sem nýta vatnið, loftið eða landið. En Samfylkingin hefur sannarlega fengið að láta reyna á stjórnvisku sína. Reykjavíkurborg takmarkar mjög aðgang að byggingalandi og heldur þannig uppi, með takmörkunum, verðmæti eigna í borginni. Þar stjórnar Samfylkingin hans Bolla framboðinu á lóðum og eykur þannig kostnað þeirra sem vilja þak yfir höfuðið. Í raun er Reykjavíkurborg búin að búa til kvótakerfi um úthlutun á landi á kostnað íbúa. Allt að óþörfu því nægt land er til umráða. Með ríkisrekstri á verslunarmiðstöðum gæti Bolli náð sama árangri. Hins vegar var takmörkun sett á sjávarútvegi vegna ofveiði og til verndar fiskistofnum. Með kvótakerfinu urðu miklar breytingar á sjávarútvegi. Fyrirtæki sem voru þá í rekstri lögðust sum hver af eða sameinuðust öðrum til að ná hagkvæmni. Mörg þeirra fyrirtækja voru ríkisrekin eða í eigu sveitarfélaga á sínum tíma. Í dag er grimm samkeppni í sjávarútvegi og eignaraðild dreifð umfram aðrar greinar viðskiptakerfis Íslands eins og kemur fram í skýrslu sem ég setti saman um Samkeppni í sjávarútvegi[2]. Í nýrri skýrslu sjávarútvegsráðuneytisins, Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi[3] segir: „Samkvæmt nýjustu tölum OECD sker Ísland sig sérstaklega úr hvað varðar greiðslur fyrirtækja í greininni fyrir aðgang að auðlindinni. [.....] þá sker Ísland sig verulega úr í hópi OECD landa því það er eina landið sem sjávarútvegsgreinin borgar meira til hins opinbera en hann fær greitt úr opinberum sjóðum”. Í þeirri skýrslu kemur skýrt fram að árangur af kvótakerfinu hér á landi er góður og hefur gert fyrirtækjum kleift að skila jákvæðri afkomu án stuðning ríkis eða sveitarfélaga. Það er nokkuð sem aðrar þjóðir gætu lært af okkur. Sem betur fer er Ríkislindin ekki til, ríkisrekin sjávarútvegsfyrirtæki eða bæjarútgerðir. Er kannski hagfræðingurinn að boða þá stefnu? Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201
Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar