Besta frammistaða leikmanna í sögu EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2021 11:00 Nokkrar af stjörnum EM í gegnum tíðina. vísir Sextánda Evrópumótið í fótbolta karla hefst í dag með leik Ítalíu og Tyrklands á Ólympíuleikvanginum í Róm. Í tilefni af því að EM er að fara af stað valdi Vísir bestu frammistöðu leikmanna á einstökum mótum í sögu keppninnar. 5. Wayne Rooney á EM 2004 Wayne Rooney í leiknum örlagaríka gegn Portúgal á EM 2004.getty/liewig christian Í sögu enska landsliðsins eru mörg sár hvað ef augnablik. Eitt þeirra er hvað ef Rooney hefði ekki þurft að fara meiddur af velli í leiknum gegn Portúgal í átta liða úrslitum á EM 2004. Fram að því hafði Rooney verið ekkert minna en stórkostlegur. Flest fótboltaáhugafólk kannaðist eflaust við Rooney en á EM 2004 heilsaði hann heimsbyggðinni formlega. Til viðbótar við frábæra tækni og skothörku bjó þetta átján ára mannbarn yfir ótrúlegum íþróttaeiginleikum, var bæði snöggur og nógu sterkur til að hrista nánast alla varnarmenn af sér. Í fyrsta leik Englands á EM fór Rooney illa með frönsku vörnina og fiskaði vítaspyrnu sem David Beckham klúðraði. Englendingar fengu það í bakið þegar Zinedine Zidane skoraði tvö mörk í uppbótartíma. Þetta var samt bara lognið á undan storminum hjá Rooney. Hann skoraði tvö mörk í sigrum á Sviss, 3-0, og Króatíu, 4-2, tvö með þrumuskotum, eitt með skalla og svo eitt eftir að hafa sloppið í gegn. Auk þess að skora fjögur mörk í riðlakeppninni lagði Rooney upp eitt mark. EURO Spotlight: 18-year-old Wayne Rooney at EURO 2004 #EURO2020 | #EUROspotlight | @England | @WayneRooney pic.twitter.com/C8Gl9NmI3k— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 27, 2021 Eftir tæpan hálftíma í leiknum gegn Portúgal, í stöðunni 1-0 fyrir England, dundi svo ógæfan yfir þegar Rooney fótbrotnaði. Englendingar féllu út í vítaspyrnukeppni, að sjálfsögðu, en hefðu hæglega getað farið alla leið ef Rooney hefði ekki meiðst. 4. Zinedine Zidane á EM 2000 Zinedine Zidane með Pep Guardiola á hælunum í leik Frakklands og Spánar á EM 2000.getty/Shaun Botterill Zidane varð heimsmeistari með Frökkum 1998 og valinn besti leikmaðurinn á HM 2006 en EM 2000 var besta stórmótið hans á ferlinum. Zidane lagði upp eitt mark í riðlakeppninni en var hvíldur í síðasta leiknum gegn Hollendingum. Hann fór svo almennilega í gang í næstu tveimur leikjum. Bestu leikir Zidanes á EM voru í átta liða úrslitunum gegn Spáni og undanúrslitunum gegn Portúgal. Hann skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri á Spánverjum og var ískaldur á vítapunktinum á ögurstundu og skoraði sigurmark Frakka gegn Portúgölum, 2-1. Í báðum leikjunum sýndi hann svo magnaða boltatækni og yfirvegun undir pressu. EURO Masterclass: Zinédine Zidane Spain at EURO 2000 #EURO2020 | #EUROmasterclass | @equipedefrance pic.twitter.com/H1wO1U5Gq3— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 20, 2021 Zinédine Zidane vs Portugal at EURO 2000 Which current player is most like the French legend? #EURO2020 | #EUROmasterclass | @FrenchTeam pic.twitter.com/oYMwZKn9vb— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 30, 2021 Zidane hafði hægar um sig í úrslitaleiknum þar sem Frakkar unnu Ítali, 2-1, en það var ekki hægt að líta framhjá honum í valinu á besta leikmanni mótsins. 3. Peter Schmeichel á EM 1992 Peter Schmeichel ver víti frá Marco van Basten í undanúrslitum EM 1992.getty/Simon Bruty Sigur Dana á EM 1992 er einn sá óvæntasti hjá liði á stórmóti í fótboltasögunni. Aðdragandann þekkja flestir. Eftir að Júgóslavíu var meinuð þátttaka á EM vegna borgarastyrjaldarinnar í landinu var Danmörk kölluð til sem varaþjóð. Og varaþjóðin fór alla leið og varð Evrópumeistari. Schmeichel, sem var þarna nýbúinn að klára sitt fyrsta tímabil með Manchester United, var stórkostlegur á EM og átti kannski bestu frammistöðu markvarðar á stórmóti. Schmeichel, sem varði vanalega aldrei vítaspyrnur, varði meðal annars víti frá Marco van Basten í vítaspyrnukeppninni gegn Hollandi í undanúrslitunum. Hann geymdi hins vegar sína bestu frammistöðu þar til í úrslitaleiknum gegn Þýskalandi þar sem hann mætti leiks í nýjum og glæsilegum búningi. Schmeichel varði tvisvar ótrúlega frá Jürgen Klinsmann, fyrst þrumuskalla af stuttu færi og svo skot sem stefndi í fjærhornið en hann náði að teygja sig í. EURO Spotlight: Peter Schmeichel was a walking highlight reel at EURO 1992! Team of the tournament #EURO2020 | #EUROspotlight | @dbulandshold | @Pschmeichel1 pic.twitter.com/lqxVuVTJhs— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 4, 2020 Ekki voru veitt verðlaun fyrir besta leikmanninn á EM 1992 en þau hefðu átt að falla Schmeichel í skaut. Hann var svo í 5. sæti í kjörinu á Gullboltanum. 2. Marco van Basten á EM 1988 Marco Van Basten skorar sitt annað mark af þremur gegn Englandi á EM 1988.getty/Peter Robinson Van Basten spilaði aðeins á þremur stórmótum á alltof stuttum ferli og skoraði bara á einu þeirra, EM 1988. Og þar var hann líka besti leikmaður mótsins og markahæsti leikmaður þess. Fimmta og síðasta mark hans á EM 1988 er svo eitt frægasta mark fótboltasögunnar. Van Basten kom haltrandi inn í mótið og byrjaði á bekknum þar sem Holland tapaði fyrir Sovétríkjunum, 0-1. Rinus Michels, þjálfari Hollands, setti hann í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Englandi og Van Basten þakkaði traustið með þrennu. watch on YouTube Í undanúrslitaleiknum gegn erkióvinunum í Vestur-Þýskalandi fiskaði Van Basten vítaspyrnu sem Ronald Koeman skoraði úr og skoraði svo sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok. watch on YouTube Í úrslitaleiknum gegn Sovétríkjunum lagði hann upp mark fyrir Ruud Gullit og skoraði svo með stórkostlegu skoti á lofti úr þröngu færi í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var fyrsti, og er enn eini, sigur Hollands á stórmóti. watch on YouTube Hollenska tríóið hjá AC Milan var í efstu þremur sætunum í kjörinu á Gullboltanum. Frank Rikjaard var í 3. sæti, Gullit í 2. sætinu og Van Basten að sjálfsögðu í því fyrsta. 1. Michel Platini á EM 1984 Michel Platini fagnar sigurmarki sínu gegn Portúgal í undanúrslitum á EM 1984.getty/Pool PERRIN Fyrir utan Diego Maradona á HM 1986 er frammistaða Platinis á EM 1984 sú besta hjá leikmanni á stórmóti. Hann skoraði níu mörk í fimm leikjum á mótinu og leiddi Frakka til Evrópumeistaratitils á heimavelli. Platini skoraði eina markið þegar Frakkar unnu sterkt danskt lið í fyrsta leik sínum á mótinu. Hann gerði svo þrennu í næstu tveimur leikjum, 5-0 sigri á Belgum og 3-2 sigri á Júgóslövum. Í undanúrslitunum skoraði hann sigurmarkið gegn Portúgölum, 3-2, mínútu fyrir lok framlengingarinnar. Og í úrslitaleiknum kom hann Frökkum á bragðið í 2-0 sigri á Spánverjum. Mörk Platinis á EM 1984 voru í öllum regnbogans litum. Hann skoraði tvær fullkomnar þrennur, fimm mörk með hægri, tvö með vinstri, tvö með skalla, fjögur fyrir utan vítateig og fimm innan vítateigs. watch on YouTube Um miðjan 9. áratug stóð enginn fótboltamaður Platini framar. Hann var fékk Gullboltann þrjú ár í röð, var markakóngur ítölsku úrvalsdeildarinnar þrjú ár í röð, þrátt fyrir að vera miðjumaður að upplagi, vann ítalska meistaratitilinn og Meistaradeildina og var bestur og markahæstur á EM. Ekki amalegt það. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
5. Wayne Rooney á EM 2004 Wayne Rooney í leiknum örlagaríka gegn Portúgal á EM 2004.getty/liewig christian Í sögu enska landsliðsins eru mörg sár hvað ef augnablik. Eitt þeirra er hvað ef Rooney hefði ekki þurft að fara meiddur af velli í leiknum gegn Portúgal í átta liða úrslitum á EM 2004. Fram að því hafði Rooney verið ekkert minna en stórkostlegur. Flest fótboltaáhugafólk kannaðist eflaust við Rooney en á EM 2004 heilsaði hann heimsbyggðinni formlega. Til viðbótar við frábæra tækni og skothörku bjó þetta átján ára mannbarn yfir ótrúlegum íþróttaeiginleikum, var bæði snöggur og nógu sterkur til að hrista nánast alla varnarmenn af sér. Í fyrsta leik Englands á EM fór Rooney illa með frönsku vörnina og fiskaði vítaspyrnu sem David Beckham klúðraði. Englendingar fengu það í bakið þegar Zinedine Zidane skoraði tvö mörk í uppbótartíma. Þetta var samt bara lognið á undan storminum hjá Rooney. Hann skoraði tvö mörk í sigrum á Sviss, 3-0, og Króatíu, 4-2, tvö með þrumuskotum, eitt með skalla og svo eitt eftir að hafa sloppið í gegn. Auk þess að skora fjögur mörk í riðlakeppninni lagði Rooney upp eitt mark. EURO Spotlight: 18-year-old Wayne Rooney at EURO 2004 #EURO2020 | #EUROspotlight | @England | @WayneRooney pic.twitter.com/C8Gl9NmI3k— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 27, 2021 Eftir tæpan hálftíma í leiknum gegn Portúgal, í stöðunni 1-0 fyrir England, dundi svo ógæfan yfir þegar Rooney fótbrotnaði. Englendingar féllu út í vítaspyrnukeppni, að sjálfsögðu, en hefðu hæglega getað farið alla leið ef Rooney hefði ekki meiðst. 4. Zinedine Zidane á EM 2000 Zinedine Zidane með Pep Guardiola á hælunum í leik Frakklands og Spánar á EM 2000.getty/Shaun Botterill Zidane varð heimsmeistari með Frökkum 1998 og valinn besti leikmaðurinn á HM 2006 en EM 2000 var besta stórmótið hans á ferlinum. Zidane lagði upp eitt mark í riðlakeppninni en var hvíldur í síðasta leiknum gegn Hollendingum. Hann fór svo almennilega í gang í næstu tveimur leikjum. Bestu leikir Zidanes á EM voru í átta liða úrslitunum gegn Spáni og undanúrslitunum gegn Portúgal. Hann skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri á Spánverjum og var ískaldur á vítapunktinum á ögurstundu og skoraði sigurmark Frakka gegn Portúgölum, 2-1. Í báðum leikjunum sýndi hann svo magnaða boltatækni og yfirvegun undir pressu. EURO Masterclass: Zinédine Zidane Spain at EURO 2000 #EURO2020 | #EUROmasterclass | @equipedefrance pic.twitter.com/H1wO1U5Gq3— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 20, 2021 Zinédine Zidane vs Portugal at EURO 2000 Which current player is most like the French legend? #EURO2020 | #EUROmasterclass | @FrenchTeam pic.twitter.com/oYMwZKn9vb— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 30, 2021 Zidane hafði hægar um sig í úrslitaleiknum þar sem Frakkar unnu Ítali, 2-1, en það var ekki hægt að líta framhjá honum í valinu á besta leikmanni mótsins. 3. Peter Schmeichel á EM 1992 Peter Schmeichel ver víti frá Marco van Basten í undanúrslitum EM 1992.getty/Simon Bruty Sigur Dana á EM 1992 er einn sá óvæntasti hjá liði á stórmóti í fótboltasögunni. Aðdragandann þekkja flestir. Eftir að Júgóslavíu var meinuð þátttaka á EM vegna borgarastyrjaldarinnar í landinu var Danmörk kölluð til sem varaþjóð. Og varaþjóðin fór alla leið og varð Evrópumeistari. Schmeichel, sem var þarna nýbúinn að klára sitt fyrsta tímabil með Manchester United, var stórkostlegur á EM og átti kannski bestu frammistöðu markvarðar á stórmóti. Schmeichel, sem varði vanalega aldrei vítaspyrnur, varði meðal annars víti frá Marco van Basten í vítaspyrnukeppninni gegn Hollandi í undanúrslitunum. Hann geymdi hins vegar sína bestu frammistöðu þar til í úrslitaleiknum gegn Þýskalandi þar sem hann mætti leiks í nýjum og glæsilegum búningi. Schmeichel varði tvisvar ótrúlega frá Jürgen Klinsmann, fyrst þrumuskalla af stuttu færi og svo skot sem stefndi í fjærhornið en hann náði að teygja sig í. EURO Spotlight: Peter Schmeichel was a walking highlight reel at EURO 1992! Team of the tournament #EURO2020 | #EUROspotlight | @dbulandshold | @Pschmeichel1 pic.twitter.com/lqxVuVTJhs— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 4, 2020 Ekki voru veitt verðlaun fyrir besta leikmanninn á EM 1992 en þau hefðu átt að falla Schmeichel í skaut. Hann var svo í 5. sæti í kjörinu á Gullboltanum. 2. Marco van Basten á EM 1988 Marco Van Basten skorar sitt annað mark af þremur gegn Englandi á EM 1988.getty/Peter Robinson Van Basten spilaði aðeins á þremur stórmótum á alltof stuttum ferli og skoraði bara á einu þeirra, EM 1988. Og þar var hann líka besti leikmaður mótsins og markahæsti leikmaður þess. Fimmta og síðasta mark hans á EM 1988 er svo eitt frægasta mark fótboltasögunnar. Van Basten kom haltrandi inn í mótið og byrjaði á bekknum þar sem Holland tapaði fyrir Sovétríkjunum, 0-1. Rinus Michels, þjálfari Hollands, setti hann í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Englandi og Van Basten þakkaði traustið með þrennu. watch on YouTube Í undanúrslitaleiknum gegn erkióvinunum í Vestur-Þýskalandi fiskaði Van Basten vítaspyrnu sem Ronald Koeman skoraði úr og skoraði svo sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok. watch on YouTube Í úrslitaleiknum gegn Sovétríkjunum lagði hann upp mark fyrir Ruud Gullit og skoraði svo með stórkostlegu skoti á lofti úr þröngu færi í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var fyrsti, og er enn eini, sigur Hollands á stórmóti. watch on YouTube Hollenska tríóið hjá AC Milan var í efstu þremur sætunum í kjörinu á Gullboltanum. Frank Rikjaard var í 3. sæti, Gullit í 2. sætinu og Van Basten að sjálfsögðu í því fyrsta. 1. Michel Platini á EM 1984 Michel Platini fagnar sigurmarki sínu gegn Portúgal í undanúrslitum á EM 1984.getty/Pool PERRIN Fyrir utan Diego Maradona á HM 1986 er frammistaða Platinis á EM 1984 sú besta hjá leikmanni á stórmóti. Hann skoraði níu mörk í fimm leikjum á mótinu og leiddi Frakka til Evrópumeistaratitils á heimavelli. Platini skoraði eina markið þegar Frakkar unnu sterkt danskt lið í fyrsta leik sínum á mótinu. Hann gerði svo þrennu í næstu tveimur leikjum, 5-0 sigri á Belgum og 3-2 sigri á Júgóslövum. Í undanúrslitunum skoraði hann sigurmarkið gegn Portúgölum, 3-2, mínútu fyrir lok framlengingarinnar. Og í úrslitaleiknum kom hann Frökkum á bragðið í 2-0 sigri á Spánverjum. Mörk Platinis á EM 1984 voru í öllum regnbogans litum. Hann skoraði tvær fullkomnar þrennur, fimm mörk með hægri, tvö með vinstri, tvö með skalla, fjögur fyrir utan vítateig og fimm innan vítateigs. watch on YouTube Um miðjan 9. áratug stóð enginn fótboltamaður Platini framar. Hann var fékk Gullboltann þrjú ár í röð, var markakóngur ítölsku úrvalsdeildarinnar þrjú ár í röð, þrátt fyrir að vera miðjumaður að upplagi, vann ítalska meistaratitilinn og Meistaradeildina og var bestur og markahæstur á EM. Ekki amalegt það. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira