„Alltaf megastress að spila þessa leiki“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 13:30 Heimir Hallgrímsson og Kári Árnason tylltu sér í sófann í EM-stúdíóinu. Stöð 2 Sport Á meðan að sjálfir leikdagar Íslands á EM í Frakklandi 2016 voru eiginlega þægilegustu dagarnir fyrir þjálfarann Heimi Hallgrímsson þá segir Kári Árnason því alltaf fylgja „megastress“ að eiga fyrir höndum leik við stórþjóð. Heimir og Kári voru meðal gesta í síðasta upphitunarþætti Gumma Ben og Helenu Ólafsdóttur fyrir Evrópumótið í fótbolta sem hefst í kvöld. Þar var hinn merkilegi árangur þeirra á EM í Frakklandi rifjaður upp og Gummi spurði Heimi hvernig það væri að vera þjálfari á leikdegi. Hefur maður ekki áhyggjur af öllu? „Nei, það er reyndar ekki þannig. Yfirleitt eru þetta bestu dagarnir fyrir þjálfarana; síðasti dagur fyrir leik og leikdagur. Það er búið að skipuleggja allt,“ sagði Heimir en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Heimir og Kári á leikdegi „Leikgreinendurnir eru búnir að klára sína vinnu. Við erum búnir að setja upp fundina. Æfingarnar eru ákveðnar. Þetta er ákveðið „fínpúss“. Maður þarf að sjá til þess að leikmenn séu tilbúnir. Snarpir,“ sagði Heimir og nefndi dæmi um „smáatriði“ sem þjálfararnir skoðuðu ef til vill á síðustu dögum fyrir leik: „Ég man að úti í Frakklandi áttum við fyrsta leik við Portúgala sem spiluðu við Eista rétt fyrir mótið og unnu þann leik 7-0. Við vorum þá komnir til Frakklands. Quaresma var maður leiksins gegn Eistum, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö, þannig að það var ekki Ronaldo heldur hinn kantmaðurinn. Þá förum við kannski að spjalla um eitthvað svoleiðis. En það er allt klárt. Allt tilbúið og undir strákunum komið.“ „Alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur“ Þá er einmitt komið að leikmönnunum. Kári tók heils hugar undir orð Gumma um að stressið hefði verið mikið fyrir leiki á EM, gegn nokkrum af stórþjóðum fótboltans: „Þú ert alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur, á móti þessum liðum. Það er alltaf hringsólandi í hausnum á þér, fyrir þessa leiki á móti þessum stóru þjóðum, að þú getir verið látinn líta illa út. Það gerist svo á móti Frakklandi í síðasta leiknum. Af hverju það gerist? Við vorum náttúrulega orðnir þreyttir, búnir að spila mikið á sömu mönnum og svona. Það er bara rosalega stutt á milli og þú veist að þetta getur farið illa en reynir að leiða hugann að öðru. Það er alltaf megastress að spila þessa leiki. Það skiptir í raun ekki máli á móti hverju það er og hvort það er á heima- eða útivelli, þetta er alltaf mikið stress og mikið álag. Það er rosa hjarta sem fer í þetta,“ sagði Kári. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Heimir og Kári voru meðal gesta í síðasta upphitunarþætti Gumma Ben og Helenu Ólafsdóttur fyrir Evrópumótið í fótbolta sem hefst í kvöld. Þar var hinn merkilegi árangur þeirra á EM í Frakklandi rifjaður upp og Gummi spurði Heimi hvernig það væri að vera þjálfari á leikdegi. Hefur maður ekki áhyggjur af öllu? „Nei, það er reyndar ekki þannig. Yfirleitt eru þetta bestu dagarnir fyrir þjálfarana; síðasti dagur fyrir leik og leikdagur. Það er búið að skipuleggja allt,“ sagði Heimir en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Heimir og Kári á leikdegi „Leikgreinendurnir eru búnir að klára sína vinnu. Við erum búnir að setja upp fundina. Æfingarnar eru ákveðnar. Þetta er ákveðið „fínpúss“. Maður þarf að sjá til þess að leikmenn séu tilbúnir. Snarpir,“ sagði Heimir og nefndi dæmi um „smáatriði“ sem þjálfararnir skoðuðu ef til vill á síðustu dögum fyrir leik: „Ég man að úti í Frakklandi áttum við fyrsta leik við Portúgala sem spiluðu við Eista rétt fyrir mótið og unnu þann leik 7-0. Við vorum þá komnir til Frakklands. Quaresma var maður leiksins gegn Eistum, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö, þannig að það var ekki Ronaldo heldur hinn kantmaðurinn. Þá förum við kannski að spjalla um eitthvað svoleiðis. En það er allt klárt. Allt tilbúið og undir strákunum komið.“ „Alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur“ Þá er einmitt komið að leikmönnunum. Kári tók heils hugar undir orð Gumma um að stressið hefði verið mikið fyrir leiki á EM, gegn nokkrum af stórþjóðum fótboltans: „Þú ert alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur, á móti þessum liðum. Það er alltaf hringsólandi í hausnum á þér, fyrir þessa leiki á móti þessum stóru þjóðum, að þú getir verið látinn líta illa út. Það gerist svo á móti Frakklandi í síðasta leiknum. Af hverju það gerist? Við vorum náttúrulega orðnir þreyttir, búnir að spila mikið á sömu mönnum og svona. Það er bara rosalega stutt á milli og þú veist að þetta getur farið illa en reynir að leiða hugann að öðru. Það er alltaf megastress að spila þessa leiki. Það skiptir í raun ekki máli á móti hverju það er og hvort það er á heima- eða útivelli, þetta er alltaf mikið stress og mikið álag. Það er rosa hjarta sem fer í þetta,“ sagði Kári. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira