Lágstemmd hátíðarhöld á morgun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. júní 2021 17:56 Aldís Amah Hamilton var fjallkonan árið 2019. Friðrik Þór Halldórsson Hátíðarhöld verða lágstemmd í miðborginni á þjóðhátíðardegi Íslendinga á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til að forðast hópamyndanir. Hefðbundin morgunathöfn hefst á Austurvelli klukkan ellefu þar sem forsætisráðherra Íslands og fjallkonan halda ávarp en athöfninni verður í beinni útsendingu á RÚV. Þaðan verður gengið í Hólavallakirkjugarð þar sem blómsveigur verður lagður við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Að því búnu tekur við fjölbreytt hátíðardagskrá. „Það eru listhópar Hins hússins, götuleikhúsið, sirkúslistafólk, dans og tónlist. Svona „pop up“ víðsvegar um miðborgina. Þannig að ef að fólk ætlar að rölta niður í bæ þá gæti það átt von á að lúðrasveit labbi framhjá eða dans verði á götuhorni. Þannig að þetta verður smá í flæðinu,“ sagði Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, viðburðarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Hátíðarhöld í Reykjavík verða með lágstemmdara móti en venjulega vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til þess að forðast hópamyndanir. „Í fyrra fengum við að vera fimm hundruð manns saman en í ár eru aðeins þrjú hundruð þannig við reynum að dreifa álaginu. Við ætlum að vera með matarvagna bæði í Hljómskálagarði og á Klambratúni ásamt sirkusfólki sem er á vappinu um svæðið þannig við erum ekki með neina tímasetta dagskrá til þess að forðast hópamyndanir,“ sagði Aðalheiður. Fjölbreytt dagskrá um land allt Á Akureyri hefst dagskrá klukkan 13 í Lystigarðinum þar sem forseti bæjarstjórnar heldur hátíðarávarp. Milli klukkan 14 og 16 verður svo fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorginu, en að því búnu tekur við kvölddagskrá í miðbænum til miðnættis. Flest sveitarfélög hafa birt dagskrá á vef sínum. Í Kópavogi hefst dagskrá klukkan tíu þegar haldið verður hlaup fyrir 1.-6. bekk á Kópavogsvelli og í Garðabæ verður meðal annars boðið upp á Kanósiglingar í Sjálandi. 17. júní Reykjavík Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Hefðbundin morgunathöfn hefst á Austurvelli klukkan ellefu þar sem forsætisráðherra Íslands og fjallkonan halda ávarp en athöfninni verður í beinni útsendingu á RÚV. Þaðan verður gengið í Hólavallakirkjugarð þar sem blómsveigur verður lagður við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Að því búnu tekur við fjölbreytt hátíðardagskrá. „Það eru listhópar Hins hússins, götuleikhúsið, sirkúslistafólk, dans og tónlist. Svona „pop up“ víðsvegar um miðborgina. Þannig að ef að fólk ætlar að rölta niður í bæ þá gæti það átt von á að lúðrasveit labbi framhjá eða dans verði á götuhorni. Þannig að þetta verður smá í flæðinu,“ sagði Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, viðburðarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Hátíðarhöld í Reykjavík verða með lágstemmdara móti en venjulega vegna faraldurs kórónuveirunnar og verður dagskrá dreift víða um borgina til þess að forðast hópamyndanir. „Í fyrra fengum við að vera fimm hundruð manns saman en í ár eru aðeins þrjú hundruð þannig við reynum að dreifa álaginu. Við ætlum að vera með matarvagna bæði í Hljómskálagarði og á Klambratúni ásamt sirkusfólki sem er á vappinu um svæðið þannig við erum ekki með neina tímasetta dagskrá til þess að forðast hópamyndanir,“ sagði Aðalheiður. Fjölbreytt dagskrá um land allt Á Akureyri hefst dagskrá klukkan 13 í Lystigarðinum þar sem forseti bæjarstjórnar heldur hátíðarávarp. Milli klukkan 14 og 16 verður svo fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorginu, en að því búnu tekur við kvölddagskrá í miðbænum til miðnættis. Flest sveitarfélög hafa birt dagskrá á vef sínum. Í Kópavogi hefst dagskrá klukkan tíu þegar haldið verður hlaup fyrir 1.-6. bekk á Kópavogsvelli og í Garðabæ verður meðal annars boðið upp á Kanósiglingar í Sjálandi.
17. júní Reykjavík Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira