Fundur forsetanna laus við „fjandskap“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 16:56 Biden og Pútín sitja fyrir myndum í sveitasetri nærri Genf þar sem þeir funduðu í dag. AP/Denis Balibouse Enginn fjandskapur var í viðræðum Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag, að sögn rússneska forsetans. Búist hafði verið við því að fundurinn gæti staðið yfir í allt að fimm tíma en honum lauk fyrr en áætlað var. Mikil spenna sem verið í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands undanfarin ár og litlar væntingar voru gerðar til þess að fundur Biden og Pútín á sveitasetri við Genf í Sviss bæri mikinn árangur. Að fundi loknum sagði Pútín að viðræðurnar hefðu verið „nokkuð uppbyggilegar“ og enginn „fjandskapur“ hefði verið á milli þeirra Biden. „Mat okkar á mörgum málum er ólíkt en að mínu mati sýndu báðir aðilar fram á vilja til að skilja hvor annan og leita leiða til að ná saman,“ sagði Pútín. Þegar uppi var staðið stóð fundur forsetanna yfir í innan við þrjár klukkustundir. Seinni hluti fundarins átti að vera tvískiptur með stuttu hléi en ekkert varð af síðari hlutanum, að sögn AP-fréttastofunnar. Forsetarnir tveir héldu ekki sameiginlegan blaðamannafund að viðræðunum loknum. Þegar Pútín ræddi einn við blaðamenn sagði hann að þeir Biden hefði náð samkomulagi um að taka aftur upp viðræður um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna sem hafa verið í nokkru uppnámi undanfarin misseri. Einnig ákváðu forsetarnir að senda sendiherra sína til baka. Rússar kölluðu sendiherra sinn í Washington-borg heim eftir að Biden lýsti Pútín sem „morðingja“ fyrir um þremur mánuðum. Bandaríski sendiherrann yfirgaf Moskvu eftir að rússnesk stjórnvöld sögðu að hann ætti að snúa heim til skrafs og ráðagerða við Bandaríkjastjórn fyrir um tveimur mánuðum. Wow. An ABC reporter is called upon for a question, tells Putin, "the list of your political opponents who are dead, imprisoned, or jailed is long," and asks, "what are you so afraid of?" Putin doesn't exactly reject the premise of her question. pic.twitter.com/xaILsr9CMZ— Aaron Rupar (@atrupar) June 16, 2021 „Við hvað ertu svona hræddur?“ Fátt var um svör hjá Pútín þegar fréttakona bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar spurði hann út í langan lista pólitískra andstæðinga hans sem væru ýmist látnir eða fangelsaðir. „Við hvað ertu svona hræddur?“ var spurning hennar til Pútín. Reyndi Pútín enn og aftur að drepa spurningunni á dreif með því að tala um viðbrögð bandarískra yfirvalda við árás stuðningsamanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Í meðförum Pútín hafi bandarísk yfirvöld skilgreint fólk „með kröfur“ sem glæpamenn og hótað þeim áralöngu fangelsi. Hundruð manna sem réðust inn í þinghúsið hafa verið sótt til saka í Bandaríkjunum. Í árásinni réðst múgur að lögreglumönnum og slösuðu marga þeirra, suma alvarlega. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í átökunum og tveir aðrir sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Lörgreglumenn skutu einn árásarmannanna til bana. Stjórn Pútín hefur aftur á móti verið sökuð um að standa að morðum og tilræðum við andófsfólk, stjórnarandstæðinga og blaðamenn í gegnum tíðina. Nú síðast lýstu rússnesk stjórnvöld öflugustu samtök stjórnarandstöðunnar ólögleg öfgasamtök sem kemur í veg fyrir að félagar í þeim geti boðið sig fram til þingkosninga í haust. Bandaríkin Rússland Sviss Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Sjá meira
Mikil spenna sem verið í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands undanfarin ár og litlar væntingar voru gerðar til þess að fundur Biden og Pútín á sveitasetri við Genf í Sviss bæri mikinn árangur. Að fundi loknum sagði Pútín að viðræðurnar hefðu verið „nokkuð uppbyggilegar“ og enginn „fjandskapur“ hefði verið á milli þeirra Biden. „Mat okkar á mörgum málum er ólíkt en að mínu mati sýndu báðir aðilar fram á vilja til að skilja hvor annan og leita leiða til að ná saman,“ sagði Pútín. Þegar uppi var staðið stóð fundur forsetanna yfir í innan við þrjár klukkustundir. Seinni hluti fundarins átti að vera tvískiptur með stuttu hléi en ekkert varð af síðari hlutanum, að sögn AP-fréttastofunnar. Forsetarnir tveir héldu ekki sameiginlegan blaðamannafund að viðræðunum loknum. Þegar Pútín ræddi einn við blaðamenn sagði hann að þeir Biden hefði náð samkomulagi um að taka aftur upp viðræður um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna sem hafa verið í nokkru uppnámi undanfarin misseri. Einnig ákváðu forsetarnir að senda sendiherra sína til baka. Rússar kölluðu sendiherra sinn í Washington-borg heim eftir að Biden lýsti Pútín sem „morðingja“ fyrir um þremur mánuðum. Bandaríski sendiherrann yfirgaf Moskvu eftir að rússnesk stjórnvöld sögðu að hann ætti að snúa heim til skrafs og ráðagerða við Bandaríkjastjórn fyrir um tveimur mánuðum. Wow. An ABC reporter is called upon for a question, tells Putin, "the list of your political opponents who are dead, imprisoned, or jailed is long," and asks, "what are you so afraid of?" Putin doesn't exactly reject the premise of her question. pic.twitter.com/xaILsr9CMZ— Aaron Rupar (@atrupar) June 16, 2021 „Við hvað ertu svona hræddur?“ Fátt var um svör hjá Pútín þegar fréttakona bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar spurði hann út í langan lista pólitískra andstæðinga hans sem væru ýmist látnir eða fangelsaðir. „Við hvað ertu svona hræddur?“ var spurning hennar til Pútín. Reyndi Pútín enn og aftur að drepa spurningunni á dreif með því að tala um viðbrögð bandarískra yfirvalda við árás stuðningsamanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Í meðförum Pútín hafi bandarísk yfirvöld skilgreint fólk „með kröfur“ sem glæpamenn og hótað þeim áralöngu fangelsi. Hundruð manna sem réðust inn í þinghúsið hafa verið sótt til saka í Bandaríkjunum. Í árásinni réðst múgur að lögreglumönnum og slösuðu marga þeirra, suma alvarlega. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í átökunum og tveir aðrir sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Lörgreglumenn skutu einn árásarmannanna til bana. Stjórn Pútín hefur aftur á móti verið sökuð um að standa að morðum og tilræðum við andófsfólk, stjórnarandstæðinga og blaðamenn í gegnum tíðina. Nú síðast lýstu rússnesk stjórnvöld öflugustu samtök stjórnarandstöðunnar ólögleg öfgasamtök sem kemur í veg fyrir að félagar í þeim geti boðið sig fram til þingkosninga í haust.
Bandaríkin Rússland Sviss Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Sjá meira