Skipstjóri sviptur skipstjórnarréttindum vegna siglingar undir áhrifum fíkniefna Árni Sæberg skrifar 18. júní 2021 15:59 Skipstjórinn stýrði skipinu meðal annars inn í Sauðárkrókshöfn undir áhrifum kannabisefna og amfetamínskyldra lyfja. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag sakfellingardóm yfir skipstjóra sem gerðist sekur um að stýra fiskiskipi undir áhrifum tetrahýdrókannabínóls og metýlfenídats. Skipstjóranum var gefið að sök brot á siglingalögum með því að hafa, síðdegis þriðjudaginn 13. nóvember 2018, sem skipstjóri fiskiskips siglt skipinu um Skagafjörð og lagt því við bryggju í Sauðárkrókshöfn, óhæfur til að sinna skipstjórninni á fullnægjandi hátt vegna áhrifa tetrahýdrókannabínóls og metýlfenídats. Fyrrnefnda efnið er virka efnið í kannabis og hið síðarnefnda er örvandi lyf skylt amfetamíni. Skipstjórinn bar fyrir sig við meðferð málsins að hann hafi ekki verið við skipstjórn í umræddri veiðiferð. Yfirstýrimaður hafi stýrt skipinu undir handleiðslu hans enda stóð til að yfirstýrimaðurinn leysti skipstórann af tímabundið. Landsréttur gaf lítið fyrir útskýringar mannsins og lagði til grundvallar að hann hafi verið skipstjóri á fiskiskipinu þegar því var siglt um Skagafjörð og bar hann sem slíkur ábyrgð á stjórn þess. Refsing mannsins var ákveðin 380 þúsund króna sekt sem greiðist í ríkissjóð og svipting skipstjórnarréttinda í þrjá mánuði. Þá greiði skipstjórinn alls 730 þúsund krónur í málskostnað. Sjávarútvegur Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Skipstjóranum var gefið að sök brot á siglingalögum með því að hafa, síðdegis þriðjudaginn 13. nóvember 2018, sem skipstjóri fiskiskips siglt skipinu um Skagafjörð og lagt því við bryggju í Sauðárkrókshöfn, óhæfur til að sinna skipstjórninni á fullnægjandi hátt vegna áhrifa tetrahýdrókannabínóls og metýlfenídats. Fyrrnefnda efnið er virka efnið í kannabis og hið síðarnefnda er örvandi lyf skylt amfetamíni. Skipstjórinn bar fyrir sig við meðferð málsins að hann hafi ekki verið við skipstjórn í umræddri veiðiferð. Yfirstýrimaður hafi stýrt skipinu undir handleiðslu hans enda stóð til að yfirstýrimaðurinn leysti skipstórann af tímabundið. Landsréttur gaf lítið fyrir útskýringar mannsins og lagði til grundvallar að hann hafi verið skipstjóri á fiskiskipinu þegar því var siglt um Skagafjörð og bar hann sem slíkur ábyrgð á stjórn þess. Refsing mannsins var ákveðin 380 þúsund króna sekt sem greiðist í ríkissjóð og svipting skipstjórnarréttinda í þrjá mánuði. Þá greiði skipstjórinn alls 730 þúsund krónur í málskostnað.
Sjávarútvegur Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira