Vill ekki breyta um umdeilt leikkerfi fyrir stórleik dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 11:31 Joachim Löw hefur sætt gagnrýni fyrir 3-4-3 kerfi Þýskalands. UEFA/UEFA via Getty Images Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segist þurfa að breyta til, en þó ekki um of, fyrir leik liðsins við Evrópumeistara Portúgals í F-riðli Evrópumótsins í dag. Þjóðverjar þurfa sigur eftir tap í fyrsta leik. Þjóðverjar töpuðu 1-0 fyrir heimsmeisturum Frakka á Allianz-vellinum í München í fyrsta leik þar sem Mats Hummels skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik. „Á þriðjudagskvöldið vorum við allir vonsviknir því við töpuðum vegna óheppilegs sjálfsmarks. Við höfum farið vel yfir þann leik með það í huga að við þurfum að breyta til gegn Portúgal. Við gerðum vel varnarlega gegn Frökkum en sköpuðum ekki nægilega mörg færi til að skora. Við mætum einbeittir til leiks og öruggir um það að við getum náð í góð úrslit,“ sagði Löw á blaðamannafundi fyrir leik. Líkt og Löw kom inn á gekk þeim þýsku erfiðlega að skapa sér færi gegn Frökkum og hefur þjálfarinn verið gagnrýndur fyrir að spila 3-4-3 kerfi í stað hefðbundnara 4-3-3 kerfi sem einkenndi þýska liðið þegar best gekk síðasta áratuginn. Löw stendur þó með nýja kerfinu. „Taktískt þurfum við að koma með eitthvað nýtt í leikinn, sem þýðir umfram allt meiri sóknarkraftur. Við þurfum að bregðast öðruvísi við í einhverjum aðstæðum og fylla önnur svæði. Taktískar breytingar hafa ekkert með kerfið að gera. Hvaða leikmaður sem er getur framkvæmt þessar breytingar í hvaða stöðu sem hann spilar.“ sagði Löw. Portúgal er í góðri stöðu í riðlinum eftir 3-0 sigur á Ungverjum í fyrsta leik á meðan Þjóðverjar eru án stiga eftir tapið fyrir Frökkum. Liðin mætast klukkan 16:00 í dag og verður leikurinn í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Klukkan 13:00 er þá leikur Frakklands og Ungverjalands í sama riðli. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Þjóðverjar töpuðu 1-0 fyrir heimsmeisturum Frakka á Allianz-vellinum í München í fyrsta leik þar sem Mats Hummels skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik. „Á þriðjudagskvöldið vorum við allir vonsviknir því við töpuðum vegna óheppilegs sjálfsmarks. Við höfum farið vel yfir þann leik með það í huga að við þurfum að breyta til gegn Portúgal. Við gerðum vel varnarlega gegn Frökkum en sköpuðum ekki nægilega mörg færi til að skora. Við mætum einbeittir til leiks og öruggir um það að við getum náð í góð úrslit,“ sagði Löw á blaðamannafundi fyrir leik. Líkt og Löw kom inn á gekk þeim þýsku erfiðlega að skapa sér færi gegn Frökkum og hefur þjálfarinn verið gagnrýndur fyrir að spila 3-4-3 kerfi í stað hefðbundnara 4-3-3 kerfi sem einkenndi þýska liðið þegar best gekk síðasta áratuginn. Löw stendur þó með nýja kerfinu. „Taktískt þurfum við að koma með eitthvað nýtt í leikinn, sem þýðir umfram allt meiri sóknarkraftur. Við þurfum að bregðast öðruvísi við í einhverjum aðstæðum og fylla önnur svæði. Taktískar breytingar hafa ekkert með kerfið að gera. Hvaða leikmaður sem er getur framkvæmt þessar breytingar í hvaða stöðu sem hann spilar.“ sagði Löw. Portúgal er í góðri stöðu í riðlinum eftir 3-0 sigur á Ungverjum í fyrsta leik á meðan Þjóðverjar eru án stiga eftir tapið fyrir Frökkum. Liðin mætast klukkan 16:00 í dag og verður leikurinn í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Klukkan 13:00 er þá leikur Frakklands og Ungverjalands í sama riðli. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira