England á toppi D-riðils eftir sigur gegn Tékkum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júní 2021 21:03 Raheem Sterling fagnar marki sínu gegn Tékklandi. getty/Marc Atkins Englendingar og Tékkar mættust í úrslitaleik um efsta sæti D-riðils á EM í kvöld. Raheem Sterling skoraði eina mark leiksins snemma leiks og Englendingar tryggðu sér því efsta sæti riðilsins. Sterling fékk virkilega gott færi í upphafi leiks, en hann slapp einn í gegn þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar af leiknum. Luke Shaw átti þá flotta sendingu innfyrir og Sterling gerði vel í að lyfta boltanum yfir Tomas Vaclik í marki Tékka. Sterling hafði þó ekki heppnina með sér því boltinn endaði í stönginni og Tékkar sluppu með skrekkinn. Jack Grealish var í byrjunarliði Englendinga, og hann þakkaði traustið á tólftu mínútu þegar falleg fyrirgjöf hans fann kollinn á Raheem Sterling sem kláraði færið og kom Englendingum í 1-0. Hvorugt liðið fann sér nógu gott færi til að auka markaskorun fyrri hálfleiks frekar og því fóru Englendingar með eins marks forsytu í leikhléið. Englendingar héldu boltanum vel í seinni hálfleik og kláruðu leikinn að lokum með 1-0 sigri. Bæði lið voru örugg áfram fyrir leikinn, en Englendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með þessum sigri. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Englendingar og Tékkar mættust í úrslitaleik um efsta sæti D-riðils á EM í kvöld. Raheem Sterling skoraði eina mark leiksins snemma leiks og Englendingar tryggðu sér því efsta sæti riðilsins. Sterling fékk virkilega gott færi í upphafi leiks, en hann slapp einn í gegn þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar af leiknum. Luke Shaw átti þá flotta sendingu innfyrir og Sterling gerði vel í að lyfta boltanum yfir Tomas Vaclik í marki Tékka. Sterling hafði þó ekki heppnina með sér því boltinn endaði í stönginni og Tékkar sluppu með skrekkinn. Jack Grealish var í byrjunarliði Englendinga, og hann þakkaði traustið á tólftu mínútu þegar falleg fyrirgjöf hans fann kollinn á Raheem Sterling sem kláraði færið og kom Englendingum í 1-0. Hvorugt liðið fann sér nógu gott færi til að auka markaskorun fyrri hálfleiks frekar og því fóru Englendingar með eins marks forsytu í leikhléið. Englendingar héldu boltanum vel í seinni hálfleik og kláruðu leikinn að lokum með 1-0 sigri. Bæði lið voru örugg áfram fyrir leikinn, en Englendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með þessum sigri. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti