Fengu ómerktan vökva gegn Covid Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júní 2021 12:15 Rúna Hauksdóttir Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Lögregla rannsakar nú ábendingar sem Lyfjastofnun barst um að einstaklingum hafi verið afhentur vökvi í ómerktu glasi með fyrirmælum um að hann skyldi nota til meðferðar og forvarnar gegn Covid. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir lögreglu nú skoða ábendinguna enda geti lyfjagjöf sem þessi verið hættuleg. „Það voru engar upplýsingar um hvert innihald vökvans var. Það getur stafað af því mikil hætta að afhenda svona óskilgreinda vöru. Það er ákvæði í lyfjalögum sem fjallar um markaðssetningu og dreifingu og ávísun lyfja. Þetta uppfyllir þau engan veginn. Fyrir utan það að þetta er öryggisatriði fyrir sjúklinga, að vita ekki hvað er í þessu,“segir Rúna. Forstjóri Lyfjastofnunar segir málið á borði lögreglu.Vísir/Getty DV sagði frá því í gærkvöldi að lögregla hafi yfirheyrt Guðmund Karl Snæbjörnsson lækni vegna málsins en hann hefur talað fyrir notkun lyfsins ívermektín gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur ekki samþykkt lyfið til meðferðar gegn sjúkdómnum og það hefur Lyfjastofnun Evrópu ekki gert heldur. Í viðtali við DV sagði Guðmundur Karl Lyfjastofnun hafa kært sig eftir að hann krafðist vísindalegra raka fyrir þeirri afstöðu. Rúna segir kæru stofnunarinnar ekki beinast gegn einstaklingi og að málið snúist ekki um ívermektín. Ekki liggi fyrir hvað hafi verið í hinum dularfulla vökva í raun og veru. Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur vakið athygli fyrir baráttu sína varðandi notkun rafretta.Vísir „Lögreglan hefur skoðað þetta og þessi vökvi er í einhverri greiningu. Það eru tiltekin einhver innihaldsefni, ívermektín er þar ásamt öðrum, en það veit enginn hvort það er þarna í eða hvernig framleiðslan er,“ segir Rúna. Bólusetningar gegn kórónuveirunni halda áfram í Laugardalshöll í dag og verða níu til tíu þúsund skammtar af bóluefni Janssen í boði í dag. Þetta er síðasti Janssen-dagurinn fyrir sumarfrí. Opið verður fyrir alla, þá sérstaklega fyrir fólk sem hefur smitast, eftir hádegi vegna dræmrar mætingar. Enginn greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir lögreglu nú skoða ábendinguna enda geti lyfjagjöf sem þessi verið hættuleg. „Það voru engar upplýsingar um hvert innihald vökvans var. Það getur stafað af því mikil hætta að afhenda svona óskilgreinda vöru. Það er ákvæði í lyfjalögum sem fjallar um markaðssetningu og dreifingu og ávísun lyfja. Þetta uppfyllir þau engan veginn. Fyrir utan það að þetta er öryggisatriði fyrir sjúklinga, að vita ekki hvað er í þessu,“segir Rúna. Forstjóri Lyfjastofnunar segir málið á borði lögreglu.Vísir/Getty DV sagði frá því í gærkvöldi að lögregla hafi yfirheyrt Guðmund Karl Snæbjörnsson lækni vegna málsins en hann hefur talað fyrir notkun lyfsins ívermektín gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur ekki samþykkt lyfið til meðferðar gegn sjúkdómnum og það hefur Lyfjastofnun Evrópu ekki gert heldur. Í viðtali við DV sagði Guðmundur Karl Lyfjastofnun hafa kært sig eftir að hann krafðist vísindalegra raka fyrir þeirri afstöðu. Rúna segir kæru stofnunarinnar ekki beinast gegn einstaklingi og að málið snúist ekki um ívermektín. Ekki liggi fyrir hvað hafi verið í hinum dularfulla vökva í raun og veru. Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur vakið athygli fyrir baráttu sína varðandi notkun rafretta.Vísir „Lögreglan hefur skoðað þetta og þessi vökvi er í einhverri greiningu. Það eru tiltekin einhver innihaldsefni, ívermektín er þar ásamt öðrum, en það veit enginn hvort það er þarna í eða hvernig framleiðslan er,“ segir Rúna. Bólusetningar gegn kórónuveirunni halda áfram í Laugardalshöll í dag og verða níu til tíu þúsund skammtar af bóluefni Janssen í boði í dag. Þetta er síðasti Janssen-dagurinn fyrir sumarfrí. Opið verður fyrir alla, þá sérstaklega fyrir fólk sem hefur smitast, eftir hádegi vegna dræmrar mætingar. Enginn greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira