Íslenska lögregluforlagið harmar mistök í auglýsingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2021 07:59 Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu. Skjáskot Íslenska lögregluforlagið segist harma að í auglýsingu á vegum félagsins, sem birtist í Morgunblaðinu 17. júní síðastliðinn, hafi nokkur fyrirtæki, sveitarfélög og samtök verið „skráð í auglýsinguna“ fyrir mistök. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forlaginu. „Unnið hefur verið að því að hafa samband við forsvarsmenn þeirra til að biðjast afsökunar og viðtökur oftar en ekki verið góðar. En það skal tekið fram að aðilar sem rötuðu fyrir mistök í auglýsinguna verða að sjálfsögðu ekki krafðir um greiðslu fyrir hana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að athugasemdir hafi verið gerðar við að aðilum sem ákváðu að vera með hafi ekki verið ljóst hvaða myndi koma fram í auglýsingunni. „Þær athugasemdir eiga rétt á sér og eru teknar alvarlega af hálfu útgáfuaðila og mun félagið framvegis leitast við að upplýsa styrkveitendur betur um efni þeirra auglýsinga sem verið er að birta hverju sinni.“ Sinna söfnunum og útgáfu fyrir lögregluna Í yfirlýsingunni segir einnig að Íslenska lögregluforlagið ehf. hafi verið starfrækt frá árinu 2000 og sé í eigu Nordisk Kriminalkrønike ApS, sem sé í eigu sjóðsins LEWHF. Upprunalegur tilgangur félagsins hafi verið útgáfa norrænna sakamála og útgáfa fyrir Íþróttasamband lögreglumanna en bókaútgáfunni hafi verið hætt árið 2009. „Áhersla forlagsins nú er að styrkja Íþróttasamband lögreglumanna og styðja þannig við íþróttir lögreglumanna á Íslandi. Koma lögregluforlagsins til landsins var að frumkvæði Íþróttasambands lögreglumanna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. „Sambærileg forlög voru starfrækt í tugi ára á hinum Norðurlöndunum en frá árinu 2017 er íslenska forlagið það eina sem eftir stendur. Lögregluíþróttir á hinum Norðurlöndunum voru þannig styrktar af sambærilegum lögregluforlögum í sínu heimalandi. Nordisk Kriminalkrønike ApS var móðurfélag allra forlaganna en er nú fyrst og fremst rekið utan um útgáfu hljóðbóka þeirra rita sem forlögin hafa gefið út í gegnum tíðina. Íslenska lögregluforlagið hefur hin síðari ár tekið að sér útgáfustarfsemi fyrir Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna, FÍFL og Lögreglufélag Reykjavíkur, LR. Forlagið annast þá milligöngu um þau verkefni sem félagið hefur samið um og ber fjárhagslega ábyrgð á og greiðir allan kostnað við, sér um útgáfu reikninga og tekur jafnframt á sig þau afföll sem kunna að myndast vegna verkefnanna, sem geta oft verið nokkur. Þá hefur forlagið einnig tekið að sér safnanir fyrir aðra aðila. Framkvæmdastjóri félagins hefur mest fengið 750.000 kr. í þóknun á ársgrundvelli auk stjórnarlauna 300.000 kr., fyrir árið, ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum. Síðustu stjórnarlaun sem voru greidd voru fyrir árið 2019.“ Fjölmiðlar Lögreglan Fíkn Tengdar fréttir FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. 22. júní 2021 20:43 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forlaginu. „Unnið hefur verið að því að hafa samband við forsvarsmenn þeirra til að biðjast afsökunar og viðtökur oftar en ekki verið góðar. En það skal tekið fram að aðilar sem rötuðu fyrir mistök í auglýsinguna verða að sjálfsögðu ekki krafðir um greiðslu fyrir hana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að athugasemdir hafi verið gerðar við að aðilum sem ákváðu að vera með hafi ekki verið ljóst hvaða myndi koma fram í auglýsingunni. „Þær athugasemdir eiga rétt á sér og eru teknar alvarlega af hálfu útgáfuaðila og mun félagið framvegis leitast við að upplýsa styrkveitendur betur um efni þeirra auglýsinga sem verið er að birta hverju sinni.“ Sinna söfnunum og útgáfu fyrir lögregluna Í yfirlýsingunni segir einnig að Íslenska lögregluforlagið ehf. hafi verið starfrækt frá árinu 2000 og sé í eigu Nordisk Kriminalkrønike ApS, sem sé í eigu sjóðsins LEWHF. Upprunalegur tilgangur félagsins hafi verið útgáfa norrænna sakamála og útgáfa fyrir Íþróttasamband lögreglumanna en bókaútgáfunni hafi verið hætt árið 2009. „Áhersla forlagsins nú er að styrkja Íþróttasamband lögreglumanna og styðja þannig við íþróttir lögreglumanna á Íslandi. Koma lögregluforlagsins til landsins var að frumkvæði Íþróttasambands lögreglumanna á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. „Sambærileg forlög voru starfrækt í tugi ára á hinum Norðurlöndunum en frá árinu 2017 er íslenska forlagið það eina sem eftir stendur. Lögregluíþróttir á hinum Norðurlöndunum voru þannig styrktar af sambærilegum lögregluforlögum í sínu heimalandi. Nordisk Kriminalkrønike ApS var móðurfélag allra forlaganna en er nú fyrst og fremst rekið utan um útgáfu hljóðbóka þeirra rita sem forlögin hafa gefið út í gegnum tíðina. Íslenska lögregluforlagið hefur hin síðari ár tekið að sér útgáfustarfsemi fyrir Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna, FÍFL og Lögreglufélag Reykjavíkur, LR. Forlagið annast þá milligöngu um þau verkefni sem félagið hefur samið um og ber fjárhagslega ábyrgð á og greiðir allan kostnað við, sér um útgáfu reikninga og tekur jafnframt á sig þau afföll sem kunna að myndast vegna verkefnanna, sem geta oft verið nokkur. Þá hefur forlagið einnig tekið að sér safnanir fyrir aðra aðila. Framkvæmdastjóri félagins hefur mest fengið 750.000 kr. í þóknun á ársgrundvelli auk stjórnarlauna 300.000 kr., fyrir árið, ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum. Síðustu stjórnarlaun sem voru greidd voru fyrir árið 2019.“
Fjölmiðlar Lögreglan Fíkn Tengdar fréttir FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. 22. júní 2021 20:43 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. 22. júní 2021 20:43