Evrópumeistararnir úr leik eftir tap gegn Belgum 27. júní 2021 20:58 Belgar eru á leið í átta liða úrslit EM. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images Nú er það orðið ljóst að Portúgal mun ekki verja Evrópumeistaratitilinn eftir að liðið féll úr leik gegn Belgum í kvöld. Lokatölur 1-0 þar sem Thorgan Hazard skoraði eina mark leiksins rétt fyrir hálfleik. Belgar voru sterkari aðilinn framan af í fyrri hálfleik en áttu erfitt með að skapa sér opin marktækifæri. Það var ekki fyrr en á 42. mínútu sem Thorgan Hazard fékk boltann úti á vinstri kanti frá Thomas Meunier og lét vaða fyrir utan teig að Belgarnir náðu loksins að brjóta ísinn. Frábært mark frá Hazard og staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Rétt fyrir hálfleik var brotið á Kevin De Bruyne og hann lá eftir. De Bruyne byrjaði seinni hálfleikinn, en þurfti að fara af velli tveim mínútum síðar. Mikill missir fyrir Belga ef þessi frábæri leikmaður reynist alvarlega meiddur. Leikmenn Portúgal juku pressu sína jafnt og þétt eftir því sem líða fór á hálfleikinn. Það gekk þó erfiðlega að brjóta sterka varnarlínu Belga á bak aftur. Á 77. mínútu fékk Pepe gult spjald fyrir að brjóta harkalega á Thorgan Hazard og mögulega var hann heppinn að fá að hanga inni á vellinum. Fimm mínútum síðar tók Bruno Fernandes hornspyrnu fyrir Portúgal. Spyrnan fann kollinn á Andre Silva sem var í upplögðu marktækifæri, en skalli hans beint á Thibaut Courtois í marki Belga. Rétt um mínútu síðar komst Raphael Guerreiro í gott færi til að jafna leikinn, en skot hans í stöngina. Portúgalir náðu ekki að jafna leikinn og það eru því Belgar sem eru á leið í átta liða úrslit á kostnað Evrópumeistaranna. Belgar mæta Ítölum í átta liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Nú er það orðið ljóst að Portúgal mun ekki verja Evrópumeistaratitilinn eftir að liðið féll úr leik gegn Belgum í kvöld. Lokatölur 1-0 þar sem Thorgan Hazard skoraði eina mark leiksins rétt fyrir hálfleik. Belgar voru sterkari aðilinn framan af í fyrri hálfleik en áttu erfitt með að skapa sér opin marktækifæri. Það var ekki fyrr en á 42. mínútu sem Thorgan Hazard fékk boltann úti á vinstri kanti frá Thomas Meunier og lét vaða fyrir utan teig að Belgarnir náðu loksins að brjóta ísinn. Frábært mark frá Hazard og staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Rétt fyrir hálfleik var brotið á Kevin De Bruyne og hann lá eftir. De Bruyne byrjaði seinni hálfleikinn, en þurfti að fara af velli tveim mínútum síðar. Mikill missir fyrir Belga ef þessi frábæri leikmaður reynist alvarlega meiddur. Leikmenn Portúgal juku pressu sína jafnt og þétt eftir því sem líða fór á hálfleikinn. Það gekk þó erfiðlega að brjóta sterka varnarlínu Belga á bak aftur. Á 77. mínútu fékk Pepe gult spjald fyrir að brjóta harkalega á Thorgan Hazard og mögulega var hann heppinn að fá að hanga inni á vellinum. Fimm mínútum síðar tók Bruno Fernandes hornspyrnu fyrir Portúgal. Spyrnan fann kollinn á Andre Silva sem var í upplögðu marktækifæri, en skalli hans beint á Thibaut Courtois í marki Belga. Rétt um mínútu síðar komst Raphael Guerreiro í gott færi til að jafna leikinn, en skot hans í stöngina. Portúgalir náðu ekki að jafna leikinn og það eru því Belgar sem eru á leið í átta liða úrslit á kostnað Evrópumeistaranna. Belgar mæta Ítölum í átta liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti