Fimm álmur Ásmundarsalar Björn Leví Gunnarsson skrifar 1. júlí 2021 13:00 Ásmundarsalarmálið er orðið eins og frekar ólystugt lasagna. Eftir því sem málinu hefur undið fram hafa bæst við ný lög af dómgreindarbresti og gagnrýniverðri hegðun, og eftir sitjum við með óbragði í munni. Eins og staðan er núna er Ásmundarsalarmálið fimmþætt. Allir fimm þættirnir eru mikilvægir, varhugaverðir og gagnrýniverðir, sem nauðsynlegt er að læra af. 1. Fjármálaráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn ráðherrans hafði lagt íþyngjandi kvaðir á samborgara sína, sem hann virti ekki sjálfur. Þrátt fyrir að hafa verið tvísaga, annars vegar í afsökunarbeiðni sinni og hins vegar í Kastljósi, gekkst ráðherrann við dómgreindarbresti sínum. Ólíkt mörgum kollegum hans í útlöndum sem komu sér í svipaðar aðstæður sagði ráðherrann ekki af sér. 2. Símtöl dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra má vitaskuld hringja í lögreglustjóra en þegar málið snertir samráðherra og náinn samstarfsmann má dómsmálaráðherra átta sig á hagsmunatengslunum. Að spyrjast fyrir um afsökunarbeiðni, þannig að lögreglustjóri þarf að minna dómsmálaráðherra á að hlutast ekki til um rannsóknina, bætir svo ekki úr skák. 3. Krafa um trúnað Þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um símtölin með ráðherra og lögreglustjóra var fundurinn lokaður og þær gáfu ekki leyfi til að vitna til orða sinna. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir vilja þær ekki aflétta trúnaðinum. Það múlbindur nefndarmenn og geldir eftirlitshlutverk Alþingis. Píratar hafa ítrekað kallað eftir því að nefndarfundir séu almennt opnir, einmitt til að koma í veg fyrir þessa stöðu. 4. Hagræðing á búkmyndavélaupptökum Lögreglan á ekki að geta átt við upptökur úr búkmyndavélum. Myndavélarnar eiga að tryggja öryggi lögreglumanna og að þeir misbeiti ekki valdi sínu gegn borgurunum. Upptökur eiga því að sýna nákvæmlega það sem á sér stað. Hagræðingin á upptökunum undirstrikar mikilvægi sjálfstæðs eftirlits með lögreglu, sem Píratar hafa barist fyrir. 5. Ávítur eftirlitsnefndar Lögreglumenn eru gagnrýndir fyrir einkasamtal sem hafði ekki nein áhrif á störf þeirra á vettvangi, enda kvartaði enginn undan því. Kvartað var undan dagbókarfærslu sem lögreglumennirnir skrifuðu ekki. Eftirlitsnefndin grautar saman ummælum lögreglumanns í einkasamtali við getu hans til að sinna störfum sínum af hlutlægni. Píratar hafa kallað eftir fundi til að kanna hvort þessar opinberu ávítur standist lög og reglur. Stjórnvöld hafa stigið mörg feilspor í Ásmundarsalarmálinu. Til þess að hvítþvo sitt fólk hafa stuðningsmenn stjórnvalda grautað saman ólíkum þáttum málsins, sagt að einn trompi annan og þannig reynt að færa umræðuna á grundvöll sem hentar þeim betur. En til þess að við getum dregið heildstæðan lærdóm af málinu þurfum við að tækla alla þætti þess. Þó svo að það sé ólystugt þá hefðum við gott af því að klára þetta lasagna. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Ásmundarsalarmálið er orðið eins og frekar ólystugt lasagna. Eftir því sem málinu hefur undið fram hafa bæst við ný lög af dómgreindarbresti og gagnrýniverðri hegðun, og eftir sitjum við með óbragði í munni. Eins og staðan er núna er Ásmundarsalarmálið fimmþætt. Allir fimm þættirnir eru mikilvægir, varhugaverðir og gagnrýniverðir, sem nauðsynlegt er að læra af. 1. Fjármálaráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn ráðherrans hafði lagt íþyngjandi kvaðir á samborgara sína, sem hann virti ekki sjálfur. Þrátt fyrir að hafa verið tvísaga, annars vegar í afsökunarbeiðni sinni og hins vegar í Kastljósi, gekkst ráðherrann við dómgreindarbresti sínum. Ólíkt mörgum kollegum hans í útlöndum sem komu sér í svipaðar aðstæður sagði ráðherrann ekki af sér. 2. Símtöl dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra má vitaskuld hringja í lögreglustjóra en þegar málið snertir samráðherra og náinn samstarfsmann má dómsmálaráðherra átta sig á hagsmunatengslunum. Að spyrjast fyrir um afsökunarbeiðni, þannig að lögreglustjóri þarf að minna dómsmálaráðherra á að hlutast ekki til um rannsóknina, bætir svo ekki úr skák. 3. Krafa um trúnað Þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um símtölin með ráðherra og lögreglustjóra var fundurinn lokaður og þær gáfu ekki leyfi til að vitna til orða sinna. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir vilja þær ekki aflétta trúnaðinum. Það múlbindur nefndarmenn og geldir eftirlitshlutverk Alþingis. Píratar hafa ítrekað kallað eftir því að nefndarfundir séu almennt opnir, einmitt til að koma í veg fyrir þessa stöðu. 4. Hagræðing á búkmyndavélaupptökum Lögreglan á ekki að geta átt við upptökur úr búkmyndavélum. Myndavélarnar eiga að tryggja öryggi lögreglumanna og að þeir misbeiti ekki valdi sínu gegn borgurunum. Upptökur eiga því að sýna nákvæmlega það sem á sér stað. Hagræðingin á upptökunum undirstrikar mikilvægi sjálfstæðs eftirlits með lögreglu, sem Píratar hafa barist fyrir. 5. Ávítur eftirlitsnefndar Lögreglumenn eru gagnrýndir fyrir einkasamtal sem hafði ekki nein áhrif á störf þeirra á vettvangi, enda kvartaði enginn undan því. Kvartað var undan dagbókarfærslu sem lögreglumennirnir skrifuðu ekki. Eftirlitsnefndin grautar saman ummælum lögreglumanns í einkasamtali við getu hans til að sinna störfum sínum af hlutlægni. Píratar hafa kallað eftir fundi til að kanna hvort þessar opinberu ávítur standist lög og reglur. Stjórnvöld hafa stigið mörg feilspor í Ásmundarsalarmálinu. Til þess að hvítþvo sitt fólk hafa stuðningsmenn stjórnvalda grautað saman ólíkum þáttum málsins, sagt að einn trompi annan og þannig reynt að færa umræðuna á grundvöll sem hentar þeim betur. En til þess að við getum dregið heildstæðan lærdóm af málinu þurfum við að tækla alla þætti þess. Þó svo að það sé ólystugt þá hefðum við gott af því að klára þetta lasagna. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar