„Við eigum að vita hvað þeim fór á milli” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2021 19:40 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að dómsmálaráðherra hafi mátt vita það frá upphafi að óformlegt símtal við lögreglustjóra á aðfangadag gæti ekki talist annað en óeðlilegt. Nefndin hyggst fjalla um málið á opnum fundi á næstu dögum. „Mér finnst að í fyrsta lagi verði svona símtöl ráðherra við undirmann sinn, við forstöðumann stofnunar sem heyrir undir ráðherrann – slíkt samtal á að skrá og innihald þess samtals á að liggja fyrir. Við eigum að vita hvað þeim fór á milli,” segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hringdi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í tvígang og innti hana eftir afsökunarbeiðni vegna dagbókarfærslu um uppákomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Lögreglustjóri greindi frá símtalinu á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars. Guðmundur Andri telur Áslaugu hafa farið út fyrir valdsvið sitt.„Þetta segir sig sjálft og hún mátti vita það að hún þyrfti að hugsa sig um hverra hagsmuna hún væri að gæta þarna á aðfangadag.”Trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars, þegar lögreglustjóri kom fyrir nefndina. Guðmundur Andri segir að það beri að virða trúnað sem þarna ríki, nema þeir sem fyrir hana komi óski eftir öðru. „Ef lögreglustjóri myndi vilja rjúfa þennan trúnað þá yrði honum aflétt,” segir hann.Nefndin hyggst fjalla um málið og kalla fulltrúa Nefndar um eftirlit með lögreglu á opinn fund á næstu dögum. Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
„Mér finnst að í fyrsta lagi verði svona símtöl ráðherra við undirmann sinn, við forstöðumann stofnunar sem heyrir undir ráðherrann – slíkt samtal á að skrá og innihald þess samtals á að liggja fyrir. Við eigum að vita hvað þeim fór á milli,” segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hringdi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í tvígang og innti hana eftir afsökunarbeiðni vegna dagbókarfærslu um uppákomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Lögreglustjóri greindi frá símtalinu á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars. Guðmundur Andri telur Áslaugu hafa farið út fyrir valdsvið sitt.„Þetta segir sig sjálft og hún mátti vita það að hún þyrfti að hugsa sig um hverra hagsmuna hún væri að gæta þarna á aðfangadag.”Trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars, þegar lögreglustjóri kom fyrir nefndina. Guðmundur Andri segir að það beri að virða trúnað sem þarna ríki, nema þeir sem fyrir hana komi óski eftir öðru. „Ef lögreglustjóri myndi vilja rjúfa þennan trúnað þá yrði honum aflétt,” segir hann.Nefndin hyggst fjalla um málið og kalla fulltrúa Nefndar um eftirlit með lögreglu á opinn fund á næstu dögum.
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira