Danir í undanúrslit í fjórða sinn 3. júlí 2021 18:00 Danir fögnuðu vel í leikslok. Pool/Getty Images/Tolga Bozoglu Danmörk vann 2-1 sigur á Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í Bakú í Aserbaídsjan. Danir eru komnir í undanúrslit í fyrsta sinn í 29 ár. Danir hófu leikinn betur. Thomas Delaney kom liðinu í forystu eftir aðeins fimm mínútna leik þegar hann var aleinn og yfirgefinn á teig Dana og skallaði inn hornspyrnu Jens Stryger Larsens. Danir voru ívið hættulegri í fyrri hálfleiknum en Tékkar bitu þó frá sér og ógnuðu eftir föst leikatriði. Færin létu þó á sér standa, allt þar til á 42. mínútu þegar Joakim Mæhle átti gullfallega utanfótar fyrirgjöf með hægri fæti frá vinstri kanti sem fann Kasper Dolberg sem átti auðvelt með að skora sitt þriðja mark á mótinu af stuttu færi. Danir komust því 2-0 yfir rétt fyrir hléið og útlitið dökkt fyrir þá tékknesku. 1st team ever to progress from EURO group stage after losing opening 2 games 1st team in EURO finals history to score 4 goals in successive matches Sum up this Denmark team in one word! #EURO2020 pic.twitter.com/Kqo0h6K3Oq— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 3, 2021 Jaroslav Silhavy, þjálfara Tékka, var ljóst að breytinga var þörf. Bæði Michael Krmencik og Jakub Jankto komu inn á í hálfleiknum. Innan við 60 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik þegar Kasper Schmeichel var búinn að verja tvö skot Tékka, þar sem þeir komu af gríðarlegum krafti inn í hálfleikinn. Tveimur mínútum síðar átti Vladimir Coufal fyrirgjöf frá hægri sem Patrick Schick afgreiddi snyrtilega í vinstra hornið. Staðan 2-1 eftir fimmta mark Schick í keppninni sem jafnaði þar með Cristiano Ronaldo sem markahæsti maður mótsins. EURO 2020 top scorers: 5 Cristiano Ronaldo 5 Patrik Schick #EURO2020 pic.twitter.com/ovRdAqLYsy— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 3, 2021 Tékkar reyndu að fylgja frábærri byrjun eftir en Danir unnu sig hægt og rólega aftur inn í leikinn. Eftir því sem leið á fór steikjandi hitinn í Bakú og álag síðustu daga hins vegar að segja til sín þar sem hægði gríðarlega á leiknum. Fleiri en einn og fleiri en tveir fóru meiddir, stífir og örmagna af velli. Þreyttir Tékkar reyndu hvað þeir gátu að koma inn marki en varð ekki erindi sem erfiði. Danir kláruðu sitt, unnu leikinn 2-1, og eru komnir í undanúrslit á EM í fyrsta sinn síðan árið 1992 þegar þeir unnu mótið. Áður voru Danir í undanúrslitum 1964 og 1984. 1992 - Denmark have reached the semi-final stage of the European Championship for the first time since 1992, with their 29 year gap between last four appearances the longest in the history of the competition. Patience. #CZEDEN #EURO2020— OptaJoe (@OptaJoe) July 3, 2021 Danir mæta þar annað hvort Úkraínu eða Englandi sem mætast klukkan 19:00 í Róm. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 EM og hefst upphitun klukkan 18:30. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Danmörk
Danmörk vann 2-1 sigur á Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í Bakú í Aserbaídsjan. Danir eru komnir í undanúrslit í fyrsta sinn í 29 ár. Danir hófu leikinn betur. Thomas Delaney kom liðinu í forystu eftir aðeins fimm mínútna leik þegar hann var aleinn og yfirgefinn á teig Dana og skallaði inn hornspyrnu Jens Stryger Larsens. Danir voru ívið hættulegri í fyrri hálfleiknum en Tékkar bitu þó frá sér og ógnuðu eftir föst leikatriði. Færin létu þó á sér standa, allt þar til á 42. mínútu þegar Joakim Mæhle átti gullfallega utanfótar fyrirgjöf með hægri fæti frá vinstri kanti sem fann Kasper Dolberg sem átti auðvelt með að skora sitt þriðja mark á mótinu af stuttu færi. Danir komust því 2-0 yfir rétt fyrir hléið og útlitið dökkt fyrir þá tékknesku. 1st team ever to progress from EURO group stage after losing opening 2 games 1st team in EURO finals history to score 4 goals in successive matches Sum up this Denmark team in one word! #EURO2020 pic.twitter.com/Kqo0h6K3Oq— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 3, 2021 Jaroslav Silhavy, þjálfara Tékka, var ljóst að breytinga var þörf. Bæði Michael Krmencik og Jakub Jankto komu inn á í hálfleiknum. Innan við 60 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik þegar Kasper Schmeichel var búinn að verja tvö skot Tékka, þar sem þeir komu af gríðarlegum krafti inn í hálfleikinn. Tveimur mínútum síðar átti Vladimir Coufal fyrirgjöf frá hægri sem Patrick Schick afgreiddi snyrtilega í vinstra hornið. Staðan 2-1 eftir fimmta mark Schick í keppninni sem jafnaði þar með Cristiano Ronaldo sem markahæsti maður mótsins. EURO 2020 top scorers: 5 Cristiano Ronaldo 5 Patrik Schick #EURO2020 pic.twitter.com/ovRdAqLYsy— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 3, 2021 Tékkar reyndu að fylgja frábærri byrjun eftir en Danir unnu sig hægt og rólega aftur inn í leikinn. Eftir því sem leið á fór steikjandi hitinn í Bakú og álag síðustu daga hins vegar að segja til sín þar sem hægði gríðarlega á leiknum. Fleiri en einn og fleiri en tveir fóru meiddir, stífir og örmagna af velli. Þreyttir Tékkar reyndu hvað þeir gátu að koma inn marki en varð ekki erindi sem erfiði. Danir kláruðu sitt, unnu leikinn 2-1, og eru komnir í undanúrslit á EM í fyrsta sinn síðan árið 1992 þegar þeir unnu mótið. Áður voru Danir í undanúrslitum 1964 og 1984. 1992 - Denmark have reached the semi-final stage of the European Championship for the first time since 1992, with their 29 year gap between last four appearances the longest in the history of the competition. Patience. #CZEDEN #EURO2020— OptaJoe (@OptaJoe) July 3, 2021 Danir mæta þar annað hvort Úkraínu eða Englandi sem mætast klukkan 19:00 í Róm. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 EM og hefst upphitun klukkan 18:30. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti