Enskir yfirburðir í Róm 3. júlí 2021 20:50 Ukraine v England - UEFA Euro 2020: Quarter-final ROME, ITALY - JULY 03: Harry Kane of England celebrates with Raheem Sterling and Luke Shaw after scoring their side's first goal during the UEFA Euro 2020 Championship Quarter-final match between Ukraine and England at Olimpico Stadium on July 03, 2021 in Rome, Italy. (Photo by Lars Baron/Getty Images) England vann öruggan 4-0 sigur á Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Þeir ensku mæta Dönum í undanúrslitum á miðvikudagskvöld. England var að spila sinn fyrsta leik utan heimalandsins, eftir fjóra leiki á Wembley, og voru þeir mættir til Rómarborgar í kvöld. Þeir kunnu litlu verr við sig þar en heima við þar sem þeir voru með tögl og hagldir allt frá upphafi. Englendingar byrjuðu af krafti. Harry Kane kom liðinu í forystu eftir aðeins fjögurra mínútna leik þegar hann afgreiddi boltann vel af stuttu færi eftir frábæra stoðsendingu Raheem Sterling sem hafði sótt inn á völlinn frá vinstri áður en hann sendi Kane í gegn. Frá fáu öðru er að segja í fyrri hálfleiknum. Úkraínumönnum gekk bölvanlega að finna leiðir fram hjá enska liðinu sem stýrði ferðinni, hélt í boltann, og virtist sátt við stöðuna. 1-0 stóð í hléi. 4 - England have scored four goals in a knockout stage match of a major tournament (World Cup/EUROs) for only a second time; the other instance was the 1966 World Cup Final against Germany (4-2). Coming. #EURO2020 pic.twitter.com/RnMYo9y5im— OptaJoe (@OptaJoe) July 3, 2021 Síðari hálfleikurinn fór hins vegar álíka fjörlega af stað og sá fyrri. England fékk aukaspyrnu á fyrstu mínútu sem Luke Shaw gaf fyrir markið. Hann fann höfuðið á Harry Maguire sem skallaði boltann í netið á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Aðeins fjórum mínútum síðar átti Luke Shaw aðra fyrirgjöf eftir að Sterling gaf hælsendingu á hann í utanáhlaup. Shaw fann þar aftur höfuðið á Harry, en í þetta sinn Kane, sem skallaði boltann á milli fóta Heorhiy Buschan, markvarðar Úkraínu. Staðan var því orðin 3-0 eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. @LukeShaw23 crossing !— Gary Neville (@GNev2) July 3, 2021 Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, kom inn á sem varamaður fyrir Declan Rice skömmu síðar og hann skoraði fjórða mark Englands á 63. mínútu þegar hann skallaði inn hornspyrnu Masons Mount. Markið var það fyrsta hjá Henderson fyrir enska landsliðið, í hans 62. landsleik. Yfirburður Englendinga í leiknum voru í raun algjörir. Úkraínumenn sáu aldrei til sólar og þeir ensku áttu auðvelt með framhaldið sem var tíðindalítið. 4-0 urðu úrslit leiksins, Englandi í vil, og munu þeir því snúa heim á Wembley og mæta þar Dönum í undanúrslitum. Leikur Englands og Danmerkur fer fram á miðvikudagskvöld klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 EM. Degi áður er leikur Spánar og Ítalíu í undanúrslitum, klukkan 19:00 á þriðjudag. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta
England vann öruggan 4-0 sigur á Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Þeir ensku mæta Dönum í undanúrslitum á miðvikudagskvöld. England var að spila sinn fyrsta leik utan heimalandsins, eftir fjóra leiki á Wembley, og voru þeir mættir til Rómarborgar í kvöld. Þeir kunnu litlu verr við sig þar en heima við þar sem þeir voru með tögl og hagldir allt frá upphafi. Englendingar byrjuðu af krafti. Harry Kane kom liðinu í forystu eftir aðeins fjögurra mínútna leik þegar hann afgreiddi boltann vel af stuttu færi eftir frábæra stoðsendingu Raheem Sterling sem hafði sótt inn á völlinn frá vinstri áður en hann sendi Kane í gegn. Frá fáu öðru er að segja í fyrri hálfleiknum. Úkraínumönnum gekk bölvanlega að finna leiðir fram hjá enska liðinu sem stýrði ferðinni, hélt í boltann, og virtist sátt við stöðuna. 1-0 stóð í hléi. 4 - England have scored four goals in a knockout stage match of a major tournament (World Cup/EUROs) for only a second time; the other instance was the 1966 World Cup Final against Germany (4-2). Coming. #EURO2020 pic.twitter.com/RnMYo9y5im— OptaJoe (@OptaJoe) July 3, 2021 Síðari hálfleikurinn fór hins vegar álíka fjörlega af stað og sá fyrri. England fékk aukaspyrnu á fyrstu mínútu sem Luke Shaw gaf fyrir markið. Hann fann höfuðið á Harry Maguire sem skallaði boltann í netið á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Aðeins fjórum mínútum síðar átti Luke Shaw aðra fyrirgjöf eftir að Sterling gaf hælsendingu á hann í utanáhlaup. Shaw fann þar aftur höfuðið á Harry, en í þetta sinn Kane, sem skallaði boltann á milli fóta Heorhiy Buschan, markvarðar Úkraínu. Staðan var því orðin 3-0 eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. @LukeShaw23 crossing !— Gary Neville (@GNev2) July 3, 2021 Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, kom inn á sem varamaður fyrir Declan Rice skömmu síðar og hann skoraði fjórða mark Englands á 63. mínútu þegar hann skallaði inn hornspyrnu Masons Mount. Markið var það fyrsta hjá Henderson fyrir enska landsliðið, í hans 62. landsleik. Yfirburður Englendinga í leiknum voru í raun algjörir. Úkraínumenn sáu aldrei til sólar og þeir ensku áttu auðvelt með framhaldið sem var tíðindalítið. 4-0 urðu úrslit leiksins, Englandi í vil, og munu þeir því snúa heim á Wembley og mæta þar Dönum í undanúrslitum. Leikur Englands og Danmerkur fer fram á miðvikudagskvöld klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 EM. Degi áður er leikur Spánar og Ítalíu í undanúrslitum, klukkan 19:00 á þriðjudag. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti