Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2021 10:06 Jovenel Moise, forseti Haítí. Getty/Riccardo Savi Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. Ástand hennar liggur ekki fyrir. Haítíski miðillinn Juno7, vísar í tilkynningu frá Claude Joseph, starfandi forsætisráðherra landsins, þar sem dauðsfall forsetans er tilkynnt. Í þeirri tilkynningu segir að einhverjir árásarmannanna hafi talað spænsku og er árásin fordæmd harðlega. Joseph kallar eftir ró meðal íbúa Haítí og segir lögregluna og herinn vera með stjórn á ástandinu. Moise, sem var 53 ára gamall, skipaði í gær nýjan mann í embætti forsætisráðherra en Joseph hefur verið starfandi forsætisráðherra í rúma tvo mánuði. Síðasti forsætisráðherra Haítí sat í embætti í minna en þrjá mánuði. Sá nýji heitir Ariel Henry og er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. AFP fréttaveitan segir Joseph halda því fram að hann stjórni nú Haítí. Blaðamaður Le Nouvelliste hefur eftir Josehp að forsetinn hafi verið myrtur af „sérsveitarmönnum“ með tengsl við erlend ríki. Le Premier ministre Claude Joseph confirme officiellement sur Caraïbes FM l'assassinat du président Jovenel Moïse tôt ce matin. Selon lui, l'attaque a été menée par un commando composé d'éléments étrangers. Blessée, Martine Moïse est à l'hôpital. Le PM appelle au calme #Haiti— Robenson Geffrard (@robbygeff) July 7, 2021 Forsetinn er ekki óumdeildur og hefur verið sakaður um ólýðræðislega tilburði í ríki sem er ekki ókunnugt einræðisherrum. Lýðræði hefur lengi átt undir högg að sækja í Haítí. Meðal annars hefur Moise reynt að staðfesta nýja stjórnarskrá Haítí og hefur sú vinna verið gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu, samkvæmt frétt Al Jazeera. Meðal þeirra breytinga sem Moise vildi koma á var að ekki væri hægt að sækja forseta til saka fyrir meint brot á kjörtímabili hans. Þá hefur Haíti orðið fyrir öldu ofbeldis og glæpa á undanförnum mánuðum. Eins og bent er á í frétt France24 er Haítí eitt fátækasta ríkið í Ameríku. Moise hefur verið sakaður um að hunsa vandamál íbúa og ríkisins og er ekki sagður hafa notið mikils trausts þeirra. Í febrúar hafði stjórnarandstaðan sagt að kjörtímabili Moise væri lokið. Hann sagði svo ekki vera og neitaði að stíga til hliðar. Hann sagðist eiga eitt ár inni, þar sem embætistöku hans hefði verið seinkað. Þá kom til umfangsmikilla mótmæla í Haítí. Í kjölfar þeirra voru 23 handteknir og þar á meðal dómari og háttsettur lögreglumaður sem Moise sakaði um að hafa ætlað að myrða sig, samkvæmt frétt New York Times. Haítí Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ástand hennar liggur ekki fyrir. Haítíski miðillinn Juno7, vísar í tilkynningu frá Claude Joseph, starfandi forsætisráðherra landsins, þar sem dauðsfall forsetans er tilkynnt. Í þeirri tilkynningu segir að einhverjir árásarmannanna hafi talað spænsku og er árásin fordæmd harðlega. Joseph kallar eftir ró meðal íbúa Haítí og segir lögregluna og herinn vera með stjórn á ástandinu. Moise, sem var 53 ára gamall, skipaði í gær nýjan mann í embætti forsætisráðherra en Joseph hefur verið starfandi forsætisráðherra í rúma tvo mánuði. Síðasti forsætisráðherra Haítí sat í embætti í minna en þrjá mánuði. Sá nýji heitir Ariel Henry og er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. AFP fréttaveitan segir Joseph halda því fram að hann stjórni nú Haítí. Blaðamaður Le Nouvelliste hefur eftir Josehp að forsetinn hafi verið myrtur af „sérsveitarmönnum“ með tengsl við erlend ríki. Le Premier ministre Claude Joseph confirme officiellement sur Caraïbes FM l'assassinat du président Jovenel Moïse tôt ce matin. Selon lui, l'attaque a été menée par un commando composé d'éléments étrangers. Blessée, Martine Moïse est à l'hôpital. Le PM appelle au calme #Haiti— Robenson Geffrard (@robbygeff) July 7, 2021 Forsetinn er ekki óumdeildur og hefur verið sakaður um ólýðræðislega tilburði í ríki sem er ekki ókunnugt einræðisherrum. Lýðræði hefur lengi átt undir högg að sækja í Haítí. Meðal annars hefur Moise reynt að staðfesta nýja stjórnarskrá Haítí og hefur sú vinna verið gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu, samkvæmt frétt Al Jazeera. Meðal þeirra breytinga sem Moise vildi koma á var að ekki væri hægt að sækja forseta til saka fyrir meint brot á kjörtímabili hans. Þá hefur Haíti orðið fyrir öldu ofbeldis og glæpa á undanförnum mánuðum. Eins og bent er á í frétt France24 er Haítí eitt fátækasta ríkið í Ameríku. Moise hefur verið sakaður um að hunsa vandamál íbúa og ríkisins og er ekki sagður hafa notið mikils trausts þeirra. Í febrúar hafði stjórnarandstaðan sagt að kjörtímabili Moise væri lokið. Hann sagði svo ekki vera og neitaði að stíga til hliðar. Hann sagðist eiga eitt ár inni, þar sem embætistöku hans hefði verið seinkað. Þá kom til umfangsmikilla mótmæla í Haítí. Í kjölfar þeirra voru 23 handteknir og þar á meðal dómari og háttsettur lögreglumaður sem Moise sakaði um að hafa ætlað að myrða sig, samkvæmt frétt New York Times.
Haítí Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira