Að segja mikið, en svara engu Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2021 17:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð að því í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi 6. júlí s.l., hvernig stæði á því að enn hefði ekki verið breytt í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis, um ólöglegar búsetuskerðingar. Halldóra Mogensen rifjaði í fyrispurn sinni upp ummæli Katrínar frá því skömmu áður en núverandi ríkisstjórn var mynduð, um að fátækt fólk ætti ekki að bíða eftir réttlætinu, og sagði það enn bíða. Halldóra spurði hvort það væri vegna þess að Katrín hefði ekki viljað beita sér, eða hvort hún hefði einfaldlega ekki getað beitt sér, með hendur bundnar í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn haldi um pyngjuna. Katrín sagðist ekki geta svarað til um ólöglegar búsetuskerðingar, eða hvenær þeim leiðréttingum myndi ljúka. Það væri félagsmálaráðherra að svara fyrir það, en að þetta snérist ekki um viljaleysi stjórnvalda „heldur að þær verði gerðar upp með réttmætum hætti...“ hvað sem það þýðir. Þá tók við kunnuglegt stef hjá forsætisráðherra, sem því miður ber vitni um að ráðherrann skilur ekki almannatryggingakerfið. Lái það henni hver sem vill, en það má samt gera þá kröfu til forsætisráðherra að sá skilningur sé fyrir hendi. Hún segir að dregið hafi verið úr skerðingum vegna atvinnutekna, og á þar við það sem hefur verið nefnt „króna á móti krónu“. Nú er það svo að þessi hundrað prósent skerðing, er nú orðin 65%, og vissulega hefur hún lækkað á kjörtímabilinu, ekki síst vegna baráttu Öryrkjabandalagsins. Þessi skerðing nær hins vegar ekki eingöngu til atvinnutekna, heldur verða allar tekjur öryrkja fyrir henni. Ef ráðherrann hefði sérstaklega viljað minnka skerðingar vegna atvinnutekna, hefði t.d. verið í lófa lagið að hækka frítekjumörk. Þau hafa ekki hækkað síðan árið 2009. Ráðherran sagði líka að „illu heilli“ hafi ekki verið lokið við heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu 2016. Þar er Katrín að lýsa yfir stuðningi sínum við starfsgetumat. Engar sönnur hafa verið færðar að því að nýtt matskerfi auki atvinnuþátttöku þeirra öryrkja sem einhverja starfsgetu hafa, auk þess sem forsenda fyrir starfsgetumati hlýtur að vera að til sé atvinnumarkaður sem inniber líka fatlað fólk. Í dag vega þó þyngst þær háu girðingar sem reistar hafa verið um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks, með skerðingum fyrst og fremst. Þar á eftir kemur svo átakanlegur skortur á hlutastörfum, og illu heilli hefur Forsætisráðuneytið ekki gengið þar á undan með góðu fordæmi. Í svari við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur frá því í september 2020 segir að í Forsætisráðuneyti starfi einn starfsmaður með skerta starfsgetu. Einn. Hann var ráðinn í gegnum úrræði Vinnumálastofnunar sem ætluð eru einstaklingum með skerta starfsgetu. Af svörum annara ráðuneyta verður heldur ekki ráðið að þessi ríkisstjórn ætli sér að ganga á undan með góðu fordæmi og skapa störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Það eru einmitt þessi atriði sem réðu fyrst og fremst afstöðu Öryrkjabandalagsins til starfsgetumats. Að færa ríkisvaldinu það í hendurnar að fyrst einstaklingur væri metin fær til að sinna starfi að einhverju marki, skyldi hann bara finna sér það starf. Ef ekki, þá er viðhorfið, ja það er ekki okkar vandamál. Síðastliðið laugardagskvöld sýndi RÚV okkur svart á hvítu hvernig sú ómannúðlega stefna sem starfsgetumat getur boðið upp á, birtist í raun, í kvikmyndinni „I, Daniel Blake“. Stjórnvöldum er vandi á höndum að endurskoða almanntryggingakerfið og einfalda það án þess að lenda í sömu ógöngum og Bretar gerðu. ÖBÍ hefur lagt til við stjórnvöld að byrja á að draga verulega úr skerðingum og sjá hvert sú aðgerð leiðir. Ég er þeirrar skoðunar að það sé a.m.k. tilraunarinnar virði. Núverandi kerfi er ranglátt og kemur niður á fötluðu fólki, útilokar það og hindrar samfélagsþátttöku þess. Starfsgetumat mun ekki breyta því að hér fæðist fatlað fólk og að fólk fatlast á lífsleiðinni, það er stjórnvalda að sjá til þess að réttlæti nái líka yfir fatlað fólk. Stjórnvalda að breyta viðhorfi til hóps sem hefur verið og er útilokaður og jaðarsettur, ranglega. Réttlæti er það sem fatlað fólk hélt að Katrín Jakobsdóttir myndi færa því, þar er fyrst og fremst sú sjálfsagða krafa að geta lifað af örorkulífeyri. Það að örorkulífeyrir sé langt undir lágmarkslaunum og beri samt allskonar skerðingar að auki er vitnisburður um mikinn órétt. Það, að skerðingar séu yfir höfuð á örorkulífeyri upp á kr. 258.000, er ómennskt. Þið skuldið okkur ekki bara réttlæti, heldur mennsku. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð að því í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi 6. júlí s.l., hvernig stæði á því að enn hefði ekki verið breytt í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis, um ólöglegar búsetuskerðingar. Halldóra Mogensen rifjaði í fyrispurn sinni upp ummæli Katrínar frá því skömmu áður en núverandi ríkisstjórn var mynduð, um að fátækt fólk ætti ekki að bíða eftir réttlætinu, og sagði það enn bíða. Halldóra spurði hvort það væri vegna þess að Katrín hefði ekki viljað beita sér, eða hvort hún hefði einfaldlega ekki getað beitt sér, með hendur bundnar í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn haldi um pyngjuna. Katrín sagðist ekki geta svarað til um ólöglegar búsetuskerðingar, eða hvenær þeim leiðréttingum myndi ljúka. Það væri félagsmálaráðherra að svara fyrir það, en að þetta snérist ekki um viljaleysi stjórnvalda „heldur að þær verði gerðar upp með réttmætum hætti...“ hvað sem það þýðir. Þá tók við kunnuglegt stef hjá forsætisráðherra, sem því miður ber vitni um að ráðherrann skilur ekki almannatryggingakerfið. Lái það henni hver sem vill, en það má samt gera þá kröfu til forsætisráðherra að sá skilningur sé fyrir hendi. Hún segir að dregið hafi verið úr skerðingum vegna atvinnutekna, og á þar við það sem hefur verið nefnt „króna á móti krónu“. Nú er það svo að þessi hundrað prósent skerðing, er nú orðin 65%, og vissulega hefur hún lækkað á kjörtímabilinu, ekki síst vegna baráttu Öryrkjabandalagsins. Þessi skerðing nær hins vegar ekki eingöngu til atvinnutekna, heldur verða allar tekjur öryrkja fyrir henni. Ef ráðherrann hefði sérstaklega viljað minnka skerðingar vegna atvinnutekna, hefði t.d. verið í lófa lagið að hækka frítekjumörk. Þau hafa ekki hækkað síðan árið 2009. Ráðherran sagði líka að „illu heilli“ hafi ekki verið lokið við heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu 2016. Þar er Katrín að lýsa yfir stuðningi sínum við starfsgetumat. Engar sönnur hafa verið færðar að því að nýtt matskerfi auki atvinnuþátttöku þeirra öryrkja sem einhverja starfsgetu hafa, auk þess sem forsenda fyrir starfsgetumati hlýtur að vera að til sé atvinnumarkaður sem inniber líka fatlað fólk. Í dag vega þó þyngst þær háu girðingar sem reistar hafa verið um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks, með skerðingum fyrst og fremst. Þar á eftir kemur svo átakanlegur skortur á hlutastörfum, og illu heilli hefur Forsætisráðuneytið ekki gengið þar á undan með góðu fordæmi. Í svari við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur frá því í september 2020 segir að í Forsætisráðuneyti starfi einn starfsmaður með skerta starfsgetu. Einn. Hann var ráðinn í gegnum úrræði Vinnumálastofnunar sem ætluð eru einstaklingum með skerta starfsgetu. Af svörum annara ráðuneyta verður heldur ekki ráðið að þessi ríkisstjórn ætli sér að ganga á undan með góðu fordæmi og skapa störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Það eru einmitt þessi atriði sem réðu fyrst og fremst afstöðu Öryrkjabandalagsins til starfsgetumats. Að færa ríkisvaldinu það í hendurnar að fyrst einstaklingur væri metin fær til að sinna starfi að einhverju marki, skyldi hann bara finna sér það starf. Ef ekki, þá er viðhorfið, ja það er ekki okkar vandamál. Síðastliðið laugardagskvöld sýndi RÚV okkur svart á hvítu hvernig sú ómannúðlega stefna sem starfsgetumat getur boðið upp á, birtist í raun, í kvikmyndinni „I, Daniel Blake“. Stjórnvöldum er vandi á höndum að endurskoða almanntryggingakerfið og einfalda það án þess að lenda í sömu ógöngum og Bretar gerðu. ÖBÍ hefur lagt til við stjórnvöld að byrja á að draga verulega úr skerðingum og sjá hvert sú aðgerð leiðir. Ég er þeirrar skoðunar að það sé a.m.k. tilraunarinnar virði. Núverandi kerfi er ranglátt og kemur niður á fötluðu fólki, útilokar það og hindrar samfélagsþátttöku þess. Starfsgetumat mun ekki breyta því að hér fæðist fatlað fólk og að fólk fatlast á lífsleiðinni, það er stjórnvalda að sjá til þess að réttlæti nái líka yfir fatlað fólk. Stjórnvalda að breyta viðhorfi til hóps sem hefur verið og er útilokaður og jaðarsettur, ranglega. Réttlæti er það sem fatlað fólk hélt að Katrín Jakobsdóttir myndi færa því, þar er fyrst og fremst sú sjálfsagða krafa að geta lifað af örorkulífeyri. Það að örorkulífeyrir sé langt undir lágmarkslaunum og beri samt allskonar skerðingar að auki er vitnisburður um mikinn órétt. Það, að skerðingar séu yfir höfuð á örorkulífeyri upp á kr. 258.000, er ómennskt. Þið skuldið okkur ekki bara réttlæti, heldur mennsku. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar