Flugbáturinn flaug hringi yfir öflugum gosstrókum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2021 12:36 Grumman Goose-flugbáturinn lentur á Hellu eftir útsýnisflug yfir eldgosið. Hann var smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn. Matthías Sveinbjörnsson Bandaríski Grumman Goose-stríðsáraflugbáturinn, sem kominn er til landsins vegna flughátíðar á Hellu, flaug hringi yfir eldstöðinni í Fagradalsfjalli um ellefuleytið í morgun á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli til Helluflugvallar. Flugferill Grumman-flugbátsins N642 yfir Reykjanesskaga.Flightradar24 Svo vel vildi til að einmitt á þeirri stundu var talsverður kraftur í gígnum. Þriggja manna áhöfn flugbátsins hefur væntanlega fengið magnaða sýn á gosið sem sendi frá sér gosstróka hátt yfir gígbarmana. Gosstrókanir um ellefuleytið í morgun um það leyti sem flugbáturinn sveimaði yfir eldstöðinni.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Áhöfn flugbátsins hafði ætlað sér að fljúga til Hellu í gær en neyddist til að bíða af sér lága skýjahæð í Keflavík sem hamlaði sjónflugi. Í morgun rofaði svo til og fór flugbáturinn í loftið laust fyrir klukkan ellefu. Eftir flugtak var stefnan tekin beint á eldstöðina og tóku flugmennirnir þar tvo hringi lágt yfir gosinu, í 700 til 1.100 feta hæð, áður en flogið var áfram til Rangárvalla. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á uppsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Þegar komið var yfir hátíðarsvæðið á Helluflugvelli tóku flugmennirnir aukahring áður en lent var laust fyrir klukkan hálftólf. Þar verður báturinn til sýnis í dag. Af öðrum dagskrárliðum í dag má nefna listflugskeppni og sýningu kanadíska listflugmannsins Luke Penner. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið. Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Rangárþing ytra Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. 9. júlí 2021 16:27 Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Flugferill Grumman-flugbátsins N642 yfir Reykjanesskaga.Flightradar24 Svo vel vildi til að einmitt á þeirri stundu var talsverður kraftur í gígnum. Þriggja manna áhöfn flugbátsins hefur væntanlega fengið magnaða sýn á gosið sem sendi frá sér gosstróka hátt yfir gígbarmana. Gosstrókanir um ellefuleytið í morgun um það leyti sem flugbáturinn sveimaði yfir eldstöðinni.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Áhöfn flugbátsins hafði ætlað sér að fljúga til Hellu í gær en neyddist til að bíða af sér lága skýjahæð í Keflavík sem hamlaði sjónflugi. Í morgun rofaði svo til og fór flugbáturinn í loftið laust fyrir klukkan ellefu. Eftir flugtak var stefnan tekin beint á eldstöðina og tóku flugmennirnir þar tvo hringi lágt yfir gosinu, í 700 til 1.100 feta hæð, áður en flogið var áfram til Rangárvalla. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á uppsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Þegar komið var yfir hátíðarsvæðið á Helluflugvelli tóku flugmennirnir aukahring áður en lent var laust fyrir klukkan hálftólf. Þar verður báturinn til sýnis í dag. Af öðrum dagskrárliðum í dag má nefna listflugskeppni og sýningu kanadíska listflugmannsins Luke Penner. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið.
Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Rangárþing ytra Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. 9. júlí 2021 16:27 Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. 9. júlí 2021 16:27
Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06