Fyrsta þjóðin sem vinnur EM karla og Eurovision á sama árinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 08:31 Eftir að ítalska fótboltalandsliðið vann EM í gær er Ítalía nú handhafi tveggja stærstu titlanna í íþróttum og listum í Evrópu. Ítalía vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí og er þar með fyrsta þjóðin sem vinnur Eurovision og EM í fótbolta karla á sama árinu. Ítalir unnu Englendinga í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM á Wembley í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1-1 en Ítalía vann vítakeppnina, 3-2. Gianluigi Donnarumma, markvörður ítalska liðsins, varði tvö víti og var valinn besti leikmaður mótsins. Þetta er í annað sinn sem Ítalía verður Evrópumeistari. Ítalir unnu EM 1968 á heimavelli þá tókst þeim ekki að taka tvennuna; vinna EM og Eurovision á sama árinu. Spánn hrósaði sigri í Eurovision það árið með laginu „La La La“ sem söngkonan Massiel flutti. En nú tókst evrópskri þjóð að vinna þessar tvær stóru keppnir í íþróttum og listum á sama árinu. Sem kunnugt hrósaði Ítalía sigri í Eurovision sem fór fram í Rotterdam í Hollandi. Sigurlagið hét „Zitti e buoni“ og var flutt af hljómsveitinni Måneskin. Á næsta ári fer Eurovision fram á Ítalíu og Ítalir freista þess þá að verða fyrsta þjóðin í um þrjátíu ár til að vinna keppnina tvö ár í röð. watch on YouTube Þegar kemur að EM kvenna og Eurovision þá hefur afrekið einu sinni unnist. Það var árið 1984 þegar Svíar hrósuðu sigri í báðum keppnum. Bræðratríóið Herreys vann Eurovision með laginu „Diggi-Loo Diggi-Ley“ og sænska kvennalandsliðið vann fyrsta Evrópumótið sem haldið var eftir sigur á Englandi, að sjálfsögðu í vítakeppni. Ítalska fótboltalandsliðið getur bætt öðrum titli í safnið á heimavelli í haust en þá fara úrslit Þjóðadeildarinnar fram á Ítalíu. Í undanúrslitunum mætast Ítalir og Spánverjar annars vegar og Belgar og Frakkar hins vegar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Eurovision Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Ítalía vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí og er þar með fyrsta þjóðin sem vinnur Eurovision og EM í fótbolta karla á sama árinu. Ítalir unnu Englendinga í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM á Wembley í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1-1 en Ítalía vann vítakeppnina, 3-2. Gianluigi Donnarumma, markvörður ítalska liðsins, varði tvö víti og var valinn besti leikmaður mótsins. Þetta er í annað sinn sem Ítalía verður Evrópumeistari. Ítalir unnu EM 1968 á heimavelli þá tókst þeim ekki að taka tvennuna; vinna EM og Eurovision á sama árinu. Spánn hrósaði sigri í Eurovision það árið með laginu „La La La“ sem söngkonan Massiel flutti. En nú tókst evrópskri þjóð að vinna þessar tvær stóru keppnir í íþróttum og listum á sama árinu. Sem kunnugt hrósaði Ítalía sigri í Eurovision sem fór fram í Rotterdam í Hollandi. Sigurlagið hét „Zitti e buoni“ og var flutt af hljómsveitinni Måneskin. Á næsta ári fer Eurovision fram á Ítalíu og Ítalir freista þess þá að verða fyrsta þjóðin í um þrjátíu ár til að vinna keppnina tvö ár í röð. watch on YouTube Þegar kemur að EM kvenna og Eurovision þá hefur afrekið einu sinni unnist. Það var árið 1984 þegar Svíar hrósuðu sigri í báðum keppnum. Bræðratríóið Herreys vann Eurovision með laginu „Diggi-Loo Diggi-Ley“ og sænska kvennalandsliðið vann fyrsta Evrópumótið sem haldið var eftir sigur á Englandi, að sjálfsögðu í vítakeppni. Ítalska fótboltalandsliðið getur bætt öðrum titli í safnið á heimavelli í haust en þá fara úrslit Þjóðadeildarinnar fram á Ítalíu. Í undanúrslitunum mætast Ítalir og Spánverjar annars vegar og Belgar og Frakkar hins vegar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Eurovision Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira